Fótbolti

Wenger: Liðið er að verða betra og betra

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með sitt lið eftir 4-0 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær en Arsenal komst upp í fimmta sæti með þessum sigri sem var sá sjötti í síðustu sjö deildarleikjum.

Enski boltinn

Socrates lést í nótt | Fyrirliði Brassa á HM 1982

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Socrates lést á sjúkrahúsi í nótt af völdum sýkingar í meltingarfærum en hann hafði glímt við veikindin í nokkurn tíma og var tvisvar lagður inn á sjúkrahús í haust. Socrates var aðeins 57 ára gamall.

Fótbolti

Chelsea ætlar að leyfa Anelka og Alex að fara í janúar

Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka og brasilíski varnarmaðurinn Alex hafa báðir beðið um að vera seldir frá Chelsea þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar og forráðamenn Chelsea hafa ákveðið að verða við ósk leikmannanna og setja þá báða á sölulista.

Enski boltinn

Udinese vann Inter á San Siro

Udinese komst upp að hlið AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Inter Milan á San Siro í kvöld. Bæði AC Milan og Udinese eru með 27 stig en AC Milan heldur toppsætinu á betri markatölu.

Fótbolti

Phil Jones: Búnir að stríða mér mikið á markaleysinu

"Menn eru búnir að stríða mér mikið á því að ég væri ekki búinn að skora svo að ég er mjög ánægður með að koma boltanum loksins í markið," sagði Phil Jones hetja Manchester United en fyrsta mark hans fyrir félagið tryggði liðinu 1-0 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Enski boltinn

Fabregas með tvö mörk í stórsigri Barcelona

Barcelona-liðið fór á kostum í 5-0 stórsigri á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Levante-liðið sem er í fjórða sæti deildarinnar átti aldrei möguleika á Nývangi í kvöld. Cesc Fabregas skoraði tvö mörk fyrir Börsunga í kvöld.

Fótbolti

Sigursteinn Gíslason fékk gullmerki KSÍ í gær

Sigursteinn Gíslason er ásamt Gunnari Guðmannssyni sá núlifandi Íslendingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta oftast eða níu sinnum. Gunnar og Sigursteinn fengu í gær af því tilefni afhent fyrstu eintökin af síðara bindi af 100 ára sögu Íslandsmótsins eftir Sigmund Ó. Steinarsson.

Íslenski boltinn

Dalglish: Ég finn til með Lucas en vorkenni ekki okkur

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, getur ekki kallað á Alberto Aquilani úr láni frá AC Milan og segir að Liverpool-liðið ráði alveg við það að missa miðjumannihttp://edit.visir.is/apps/pbcsedit.dll/red#nn Lucas Leiva. Lucas sleit krossband á móti Chelsea í vikunni og verður ekki meira með á leiktíðinni.

Enski boltinn

Sturridge og Drogba í framlínu Chelsea - Torres á bekknum

Daniel Sturridge og Didier Drogba verða saman í framlínu Chelsea á móti Newcastle á St. James´s Park í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fernando Torres þarf því að sætta sig við að setjast á bekkinn eftir slaka frammistöðu sína á móti sínum gömlu félögum í Liverpool í vikunni.

Enski boltinn

Chelsea vann 3-0 í Newcastle og hoppaði upp í 3. sætið

Chelsea fagnaði 3-0 sigri á Newcastle á Sports Direct Arena, áður St. James´s Park, í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var annar deildarsigur Chelsea í röð og kemur liðinu upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham getur endurheimt það seinna í dag.

Enski boltinn

Real Madrid vann sinn fjórtánda leik í röð

Real Madrid hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna 3-0 sigur á Sporting Gijon í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Real náði sex stiga forskoti á Barcelona með þessum sigri en Börsungar geta minnkað muninn aftur í þrjú stig í kvöld.

Fótbolti

Nauðasköllóttur Rooney í jólaauglýsingu

Margar af helstu stjörnum knattspyrnuheimsins í dag taka þátt í skemmtilegri jólaauglýsingu fyrir FIFA 12 tölvuleikinn en auglýsingin missir að mörgu leyti marks þar sem útlit aðalstjörnunnar hefur talsvert breyst á síðustu mánuðum.

Enski boltinn