Fótbolti Wenger: Liðið er að verða betra og betra Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með sitt lið eftir 4-0 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær en Arsenal komst upp í fimmta sæti með þessum sigri sem var sá sjötti í síðustu sjö deildarleikjum. Enski boltinn 4.12.2011 13:30 Socrates lést í nótt | Fyrirliði Brassa á HM 1982 Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Socrates lést á sjúkrahúsi í nótt af völdum sýkingar í meltingarfærum en hann hafði glímt við veikindin í nokkurn tíma og var tvisvar lagður inn á sjúkrahús í haust. Socrates var aðeins 57 ára gamall. Fótbolti 4.12.2011 11:30 Chelsea ætlar að leyfa Anelka og Alex að fara í janúar Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka og brasilíski varnarmaðurinn Alex hafa báðir beðið um að vera seldir frá Chelsea þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar og forráðamenn Chelsea hafa ákveðið að verða við ósk leikmannanna og setja þá báða á sölulista. Enski boltinn 4.12.2011 07:00 Udinese vann Inter á San Siro Udinese komst upp að hlið AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Inter Milan á San Siro í kvöld. Bæði AC Milan og Udinese eru með 27 stig en AC Milan heldur toppsætinu á betri markatölu. Fótbolti 3.12.2011 21:51 Hernandez meiddist illa á ökkla - frá í þrjár til fjórar vikur Javier Hernandez, framherji Manchester United, fór útaf strax á tólftu mínútu í 1-0 sigri Manchester United á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hernandez meiddist á ökkla en enginn varnarmaður Villa-liðsins var nálægt þegar hann missteig sig svona illa. Enski boltinn 3.12.2011 20:19 Phil Jones: Búnir að stríða mér mikið á markaleysinu "Menn eru búnir að stríða mér mikið á því að ég væri ekki búinn að skora svo að ég er mjög ánægður með að koma boltanum loksins í markið," sagði Phil Jones hetja Manchester United en fyrsta mark hans fyrir félagið tryggði liðinu 1-0 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 3.12.2011 20:10 Platini vill færa Meistaradeildina til að geta spilað HM í Katar um vetur Michel Platini, forseti UEFA, er til í að gera sitt til þess að Heimsmeistarakeppnin í Katar árið 2022 verði spiluð um vetur í staðinn fyrir í sjóðandi eyðurmerkurhita í júní. Til þess þarf að færa til keppnistímabilið í Evrópu og Platini sættir sig við það. Fótbolti 3.12.2011 19:30 Fabregas með tvö mörk í stórsigri Barcelona Barcelona-liðið fór á kostum í 5-0 stórsigri á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Levante-liðið sem er í fjórða sæti deildarinnar átti aldrei möguleika á Nývangi í kvöld. Cesc Fabregas skoraði tvö mörk fyrir Börsunga í kvöld. Fótbolti 3.12.2011 18:45 Heiðar skoraði þegar QPR gerði jafntefli gegn WBA Heiðar Helguson var á skotskónum þegar QPR gerði 1-1 jafntefli við WBA á Loftus Road, heimavelli QPR. Enski boltinn 3.12.2011 17:00 Phil Jones tryggði Manchester United sigur á Aston Villa Varnarmaðurinn Phil Jones tryggði Manchester United 1-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var fjórði 1-0 sigur United í síðustu fimm deildarleikjum liðsins. Enski boltinn 3.12.2011 17:00 Sigursteinn Gíslason fékk gullmerki KSÍ í gær Sigursteinn Gíslason er ásamt Gunnari Guðmannssyni sá núlifandi Íslendingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta oftast eða níu sinnum. Gunnar og Sigursteinn fengu í gær af því tilefni afhent fyrstu eintökin af síðara bindi af 100 ára sögu Íslandsmótsins eftir Sigmund Ó. Steinarsson. Íslenski boltinn 3.12.2011 16:00 Dalglish: Ég finn til með Lucas en vorkenni ekki okkur Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, getur ekki kallað á Alberto Aquilani úr láni frá AC Milan og segir að Liverpool-liðið ráði alveg við það að missa miðjumannihttp://edit.visir.is/apps/pbcsedit.dll/red#nn Lucas Leiva. Lucas sleit krossband á móti Chelsea í vikunni og verður ekki meira með á leiktíðinni. Enski boltinn 3.12.2011 15:30 Mata: Þessi sigur gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir Valencia-leikinn Didier Drogba og Juan Mata voru ánægðir eftir 3-0 sigur Chelsea á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tölurnar gáfu ekki alveg rétta mynd af leiknum því Chelsea gat auðveldlega fengið á sig jöfnunarmark áður en liðið gerði út um leikinn með tveimur mörkum á lokamínútunum. Enski boltinn 3.12.2011 15:07 Balotelli með jöfn mörg mörk og spjöld í búningi City Mario Balotelli getur spilað með Manchester City í dag þegar liðið mætir Norwich City í ensku úrvalsdeildinni en hann tók út leikbann í deildarbikarnum í vikunni eftir að hafa fengið rautt spjald á móti Liverpool um síðustu helgi. Enski boltinn 3.12.2011 14:00 Martin O'Neill búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Sunderland Martin O'Neill hefur gengið frá þriggja ára samningi við Sunderland um að taka við knattspyrnustjórastöðu liðsins af Steve Bruce og snúa þar með aftur í ensku úrvalsdeildina eftir sextán mánaða fjarveru. Enski boltinn 3.12.2011 13:50 Robinho sýndi að Brassar geta líka skotið yfir á marklínu AC Milan vann 2-0 útisigur á Genoa í ítölsku deildinni í gær og komst fyrir vikið á topp deildarinnar á ný. Eftirminnilegasta atvik leiksins var þó ekki mörkin hjá þeim Zlatan Ibrahimovic og Antonio Nocerino eða rauða spjaldið hans Kakha Kaladze. Fótbolti 3.12.2011 12:30 Sturridge og Drogba í framlínu Chelsea - Torres á bekknum Daniel Sturridge og Didier Drogba verða saman í framlínu Chelsea á móti Newcastle á St. James´s Park í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fernando Torres þarf því að sætta sig við að setjast á bekkinn eftir slaka frammistöðu sína á móti sínum gömlu félögum í Liverpool í vikunni. Enski boltinn 3.12.2011 12:22 Chelsea vann 3-0 í Newcastle og hoppaði upp í 3. sætið Chelsea fagnaði 3-0 sigri á Newcastle á Sports Direct Arena, áður St. James´s Park, í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var annar deildarsigur Chelsea í röð og kemur liðinu upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham getur endurheimt það seinna í dag. Enski boltinn 3.12.2011 12:15 Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Florida State töpuðu 0-3 á móti Stanford í undanúrslitaleik bandaríska háskólafótboltans í nótt en Stanford mætir Duke í úrslitaleiknum. Fótbolti 3.12.2011 11:45 Manchester City rúllaði yfir Norwich - Balotelli skoraði með öxlinni Manchester City tók á móti Norwich á Etihad vellinum í Manchester og unnu heimamenn sannfærandi sigur, 5-1. Enski boltinn 3.12.2011 00:01 Real Madrid vann sinn fjórtánda leik í röð Real Madrid hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna 3-0 sigur á Sporting Gijon í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Real náði sex stiga forskoti á Barcelona með þessum sigri en Börsungar geta minnkað muninn aftur í þrjú stig í kvöld. Fótbolti 3.12.2011 00:01 Markasúpa í enska boltanum í dag - Yakubu með fernu Fjölmargir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þremur þeirra lauk nú fyrir stundu. Gríðarlega mörg mörk litu dagsins ljóst og menn vel með á nótunum. Enski boltinn 3.12.2011 00:01 Skoraði sigurmark beint úr miðju Hinn geðugi leikmaður stórliðs Railway Harrogate, Danny Forrest, skoraði stórbrotið sigurmark gegn Guiseley í hinni merku West Riding County-bikarkeppni. Enski boltinn 2.12.2011 23:30 Stal byssu af eiganda Arsenal og skaut sig í hausinn Stan Kroenke, eigandi Arsenal, hefur fengið nálgunarbann á fyrrum starfsmann sinn sem stal byssu af heimili hans og skaut sig síðan í hausinn. Enski boltinn 2.12.2011 23:15 Nauðasköllóttur Rooney í jólaauglýsingu Margar af helstu stjörnum knattspyrnuheimsins í dag taka þátt í skemmtilegri jólaauglýsingu fyrir FIFA 12 tölvuleikinn en auglýsingin missir að mörgu leyti marks þar sem útlit aðalstjörnunnar hefur talsvert breyst á síðustu mánuðum. Enski boltinn 2.12.2011 22:00 AC Milan á toppinn á Ítalíu AC Milan skellti sér á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti, með góðum 2-0 útisigri á Genoa. Fótbolti 2.12.2011 21:54 Leik hætt í skosku úrvalsdeildinni vegna eldsvoða Leikur Motherwell og Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í kvöld var blásinn af í hálfleik þar sem eldsvoði hafði brotist út í flóðljósakerfi vallarins. Fótbolti 2.12.2011 21:33 Fimm leikir í röð án sigurs hjá Hoffenheim Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Hoffenheim sem tapaði fyrir Bayer Leverkusen, 2-0, í slökum leik í þýskum úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 2.12.2011 19:38 Villas-Boas: Framtíð mín hjá Chelsea er ekki í neinni hættu Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, telur sig ekki vera í neinni hættu á að missa starfið þrátt fyrir dapurt gengi Chelsea-liðsins að undanförnu. Chelsea hefur þegar tapað sex leikjum á tímabilinu þar af fjórum þeirra á heimavelli sínum Stamford Bridge. Enski boltinn 2.12.2011 18:15 Holland og Þýskaland í dauðariðlinum B-riðill á EM 2012 í Póllandi og Úkraínu næsta sumar verður hinn svokallaði dauðariðill. Þar lentu lið Hollands, Þýskalands, Portúgal og Danmerkur saman. Fótbolti 2.12.2011 17:55 « ‹ ›
Wenger: Liðið er að verða betra og betra Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með sitt lið eftir 4-0 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær en Arsenal komst upp í fimmta sæti með þessum sigri sem var sá sjötti í síðustu sjö deildarleikjum. Enski boltinn 4.12.2011 13:30
Socrates lést í nótt | Fyrirliði Brassa á HM 1982 Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Socrates lést á sjúkrahúsi í nótt af völdum sýkingar í meltingarfærum en hann hafði glímt við veikindin í nokkurn tíma og var tvisvar lagður inn á sjúkrahús í haust. Socrates var aðeins 57 ára gamall. Fótbolti 4.12.2011 11:30
Chelsea ætlar að leyfa Anelka og Alex að fara í janúar Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka og brasilíski varnarmaðurinn Alex hafa báðir beðið um að vera seldir frá Chelsea þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar og forráðamenn Chelsea hafa ákveðið að verða við ósk leikmannanna og setja þá báða á sölulista. Enski boltinn 4.12.2011 07:00
Udinese vann Inter á San Siro Udinese komst upp að hlið AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Inter Milan á San Siro í kvöld. Bæði AC Milan og Udinese eru með 27 stig en AC Milan heldur toppsætinu á betri markatölu. Fótbolti 3.12.2011 21:51
Hernandez meiddist illa á ökkla - frá í þrjár til fjórar vikur Javier Hernandez, framherji Manchester United, fór útaf strax á tólftu mínútu í 1-0 sigri Manchester United á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hernandez meiddist á ökkla en enginn varnarmaður Villa-liðsins var nálægt þegar hann missteig sig svona illa. Enski boltinn 3.12.2011 20:19
Phil Jones: Búnir að stríða mér mikið á markaleysinu "Menn eru búnir að stríða mér mikið á því að ég væri ekki búinn að skora svo að ég er mjög ánægður með að koma boltanum loksins í markið," sagði Phil Jones hetja Manchester United en fyrsta mark hans fyrir félagið tryggði liðinu 1-0 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 3.12.2011 20:10
Platini vill færa Meistaradeildina til að geta spilað HM í Katar um vetur Michel Platini, forseti UEFA, er til í að gera sitt til þess að Heimsmeistarakeppnin í Katar árið 2022 verði spiluð um vetur í staðinn fyrir í sjóðandi eyðurmerkurhita í júní. Til þess þarf að færa til keppnistímabilið í Evrópu og Platini sættir sig við það. Fótbolti 3.12.2011 19:30
Fabregas með tvö mörk í stórsigri Barcelona Barcelona-liðið fór á kostum í 5-0 stórsigri á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Levante-liðið sem er í fjórða sæti deildarinnar átti aldrei möguleika á Nývangi í kvöld. Cesc Fabregas skoraði tvö mörk fyrir Börsunga í kvöld. Fótbolti 3.12.2011 18:45
Heiðar skoraði þegar QPR gerði jafntefli gegn WBA Heiðar Helguson var á skotskónum þegar QPR gerði 1-1 jafntefli við WBA á Loftus Road, heimavelli QPR. Enski boltinn 3.12.2011 17:00
Phil Jones tryggði Manchester United sigur á Aston Villa Varnarmaðurinn Phil Jones tryggði Manchester United 1-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var fjórði 1-0 sigur United í síðustu fimm deildarleikjum liðsins. Enski boltinn 3.12.2011 17:00
Sigursteinn Gíslason fékk gullmerki KSÍ í gær Sigursteinn Gíslason er ásamt Gunnari Guðmannssyni sá núlifandi Íslendingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta oftast eða níu sinnum. Gunnar og Sigursteinn fengu í gær af því tilefni afhent fyrstu eintökin af síðara bindi af 100 ára sögu Íslandsmótsins eftir Sigmund Ó. Steinarsson. Íslenski boltinn 3.12.2011 16:00
Dalglish: Ég finn til með Lucas en vorkenni ekki okkur Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, getur ekki kallað á Alberto Aquilani úr láni frá AC Milan og segir að Liverpool-liðið ráði alveg við það að missa miðjumannihttp://edit.visir.is/apps/pbcsedit.dll/red#nn Lucas Leiva. Lucas sleit krossband á móti Chelsea í vikunni og verður ekki meira með á leiktíðinni. Enski boltinn 3.12.2011 15:30
Mata: Þessi sigur gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir Valencia-leikinn Didier Drogba og Juan Mata voru ánægðir eftir 3-0 sigur Chelsea á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tölurnar gáfu ekki alveg rétta mynd af leiknum því Chelsea gat auðveldlega fengið á sig jöfnunarmark áður en liðið gerði út um leikinn með tveimur mörkum á lokamínútunum. Enski boltinn 3.12.2011 15:07
Balotelli með jöfn mörg mörk og spjöld í búningi City Mario Balotelli getur spilað með Manchester City í dag þegar liðið mætir Norwich City í ensku úrvalsdeildinni en hann tók út leikbann í deildarbikarnum í vikunni eftir að hafa fengið rautt spjald á móti Liverpool um síðustu helgi. Enski boltinn 3.12.2011 14:00
Martin O'Neill búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Sunderland Martin O'Neill hefur gengið frá þriggja ára samningi við Sunderland um að taka við knattspyrnustjórastöðu liðsins af Steve Bruce og snúa þar með aftur í ensku úrvalsdeildina eftir sextán mánaða fjarveru. Enski boltinn 3.12.2011 13:50
Robinho sýndi að Brassar geta líka skotið yfir á marklínu AC Milan vann 2-0 útisigur á Genoa í ítölsku deildinni í gær og komst fyrir vikið á topp deildarinnar á ný. Eftirminnilegasta atvik leiksins var þó ekki mörkin hjá þeim Zlatan Ibrahimovic og Antonio Nocerino eða rauða spjaldið hans Kakha Kaladze. Fótbolti 3.12.2011 12:30
Sturridge og Drogba í framlínu Chelsea - Torres á bekknum Daniel Sturridge og Didier Drogba verða saman í framlínu Chelsea á móti Newcastle á St. James´s Park í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fernando Torres þarf því að sætta sig við að setjast á bekkinn eftir slaka frammistöðu sína á móti sínum gömlu félögum í Liverpool í vikunni. Enski boltinn 3.12.2011 12:22
Chelsea vann 3-0 í Newcastle og hoppaði upp í 3. sætið Chelsea fagnaði 3-0 sigri á Newcastle á Sports Direct Arena, áður St. James´s Park, í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var annar deildarsigur Chelsea í röð og kemur liðinu upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham getur endurheimt það seinna í dag. Enski boltinn 3.12.2011 12:15
Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Florida State töpuðu 0-3 á móti Stanford í undanúrslitaleik bandaríska háskólafótboltans í nótt en Stanford mætir Duke í úrslitaleiknum. Fótbolti 3.12.2011 11:45
Manchester City rúllaði yfir Norwich - Balotelli skoraði með öxlinni Manchester City tók á móti Norwich á Etihad vellinum í Manchester og unnu heimamenn sannfærandi sigur, 5-1. Enski boltinn 3.12.2011 00:01
Real Madrid vann sinn fjórtánda leik í röð Real Madrid hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna 3-0 sigur á Sporting Gijon í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Real náði sex stiga forskoti á Barcelona með þessum sigri en Börsungar geta minnkað muninn aftur í þrjú stig í kvöld. Fótbolti 3.12.2011 00:01
Markasúpa í enska boltanum í dag - Yakubu með fernu Fjölmargir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þremur þeirra lauk nú fyrir stundu. Gríðarlega mörg mörk litu dagsins ljóst og menn vel með á nótunum. Enski boltinn 3.12.2011 00:01
Skoraði sigurmark beint úr miðju Hinn geðugi leikmaður stórliðs Railway Harrogate, Danny Forrest, skoraði stórbrotið sigurmark gegn Guiseley í hinni merku West Riding County-bikarkeppni. Enski boltinn 2.12.2011 23:30
Stal byssu af eiganda Arsenal og skaut sig í hausinn Stan Kroenke, eigandi Arsenal, hefur fengið nálgunarbann á fyrrum starfsmann sinn sem stal byssu af heimili hans og skaut sig síðan í hausinn. Enski boltinn 2.12.2011 23:15
Nauðasköllóttur Rooney í jólaauglýsingu Margar af helstu stjörnum knattspyrnuheimsins í dag taka þátt í skemmtilegri jólaauglýsingu fyrir FIFA 12 tölvuleikinn en auglýsingin missir að mörgu leyti marks þar sem útlit aðalstjörnunnar hefur talsvert breyst á síðustu mánuðum. Enski boltinn 2.12.2011 22:00
AC Milan á toppinn á Ítalíu AC Milan skellti sér á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti, með góðum 2-0 útisigri á Genoa. Fótbolti 2.12.2011 21:54
Leik hætt í skosku úrvalsdeildinni vegna eldsvoða Leikur Motherwell og Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í kvöld var blásinn af í hálfleik þar sem eldsvoði hafði brotist út í flóðljósakerfi vallarins. Fótbolti 2.12.2011 21:33
Fimm leikir í röð án sigurs hjá Hoffenheim Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Hoffenheim sem tapaði fyrir Bayer Leverkusen, 2-0, í slökum leik í þýskum úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 2.12.2011 19:38
Villas-Boas: Framtíð mín hjá Chelsea er ekki í neinni hættu Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, telur sig ekki vera í neinni hættu á að missa starfið þrátt fyrir dapurt gengi Chelsea-liðsins að undanförnu. Chelsea hefur þegar tapað sex leikjum á tímabilinu þar af fjórum þeirra á heimavelli sínum Stamford Bridge. Enski boltinn 2.12.2011 18:15
Holland og Þýskaland í dauðariðlinum B-riðill á EM 2012 í Póllandi og Úkraínu næsta sumar verður hinn svokallaði dauðariðill. Þar lentu lið Hollands, Þýskalands, Portúgal og Danmerkur saman. Fótbolti 2.12.2011 17:55