Fótbolti

Dzeko tryggði Manchester City þriggja stiga forystu

Manchester City sýndi engan stórleik á móti botnliði Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Bosníumaðurinn Edin Dzeko sá til þess að City-liðið vann 1-0 sigur og er aftur komið með þriggja stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Gary Cahill orðinn leikmaður Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest kaupin á enska varnarmanninum Gary Cahill frá Bolton Wanderers. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda eða sem nemur 1,3 milljörðum íslenskra króna.

Enski boltinn

Valur gæti fengið sæti í Evrópudeildinni

Svo gæti farið að karlalið Vals í knattspyrnu fengi sæti í undankeppni Evrópudeildar 2012-2013. Þrjár efstu þjóðirnar á Háttvísislista UEFA fá í sinn hlut aukasæti í deildinni. Ísland er sem stendur í fjórða sæti listans en miðað verður við stöðuna á listanum 30. apríl næstkomandi.

Íslenski boltinn

Coleman líklegur arftaki Speed

Allt útlit er fyrir að Chris Coleman verði næsti landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu. Walesverjar hafa verið án landsliðsþjálfara síðan Gary Speed tók eigið líf í lok nóvember. Coleman mun funda með forráðamönnum knattspyrnusambands Wales í vikunni en hann hefur áhuga á starfinu

Enski boltinn

Dean Windass reyndi að fyrirfara sér

Dean Windass, fyrrum sóknarmaður Hull City, hefur viðurkennt að hafa reynt að taka eigið líf eftir baráttu við áfengi og þunglyndi sem hófst þegar knattspyrnuskórnir fóru á hilluna fyrir tveimur árum.

Enski boltinn

Steven Kean ráðinn án samráðs við stjórn Blackburn

Í áður óbirtu bréfi frá þremur fyrrverandi stjórnarmeðlimum Blackburn Rovers lýsa þeir yfir áhyggjum sínum með nýja eigendur félagsins, Venkys. Meðal annars kemur fram að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnina varðandi brottvikningu Sam Allardyce úr starfi frekar en við ráðninguna á Steve Kean sem eftirmann hans.

Enski boltinn

Hughes vill Samba

Mark Hughes nýr knattspyrnustjóri QPR horfir til fyrrum lærisveina sinna í Blackburn Rovers í leit sinni að leikmönnum en hann hefur þegar boðið í Chris Samba.

Enski boltinn

Redknapp: Ekki á eftir Torres

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham segir ekkert hæft í þeim orðrómi að Tottenham sé reiðubúið að láta Luka Modric fara til Chelsea í skiptum fyrir framherjan Fernando Torres.

Fótbolti

Rodgers: Vorum stórkostlegir

"Ferðalag okkar síðustu 18 mánuði hefur verið ótrúlegt. Leikmennirnir voru stórkostlegir og ég er mjög stoltur. Við byrjuðum ekki vel og á köflum vorum við ekki eins og við eigum að okkur að vera varnarlega en það má ekki gleyma því að við vorum að leika gegn leikmönnum í hæsta gæðaflokki," sagði Brendan Rodgers þjálfari Swansea eftir ótrúlegan sigur liðsins á Arsenal í dag.

Fótbolti

Newcastle spillti frumsýningu Mark Hughes og fór upp fyrir Liverpool

Leon Best tryggði Newcastle 1-0 sigur á Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni í dag en Newcastle fór þar með upp fyrir Liverpool og í sjötta sæti deildarinnar. Queens Park Rangers var að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Mark Hughes sem varð að sætta sig við það að liðið fékk hvorki stig né skoraði í mark í frumsýningu hans.

Enski boltinn

Redknapp: Við erum enn með í titilbaráttunni

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur engar áhyggjur þótt að liðið hafi aðeins náð 1-1 jafntefli á móti Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tottenham átti möguleika á því að komast upp að hlið Manchester-liðanna á toppnum með sigri í þessum leik en er nú tveimur stigum á eftir Manchester-liðunum.

Enski boltinn

Barcelona heldur sínu striki

Barcelona marði Real Betis 4-2 á heimavelli sínum í kvöld. Þrátt fyrir óskabyrjun þar sem Barcelona var komið í 2-0 eftir 12. mínútna leik náði Betis að jafna metin en einum fleiri tókst Barcelona að knýgja fram sigur undir lokin.

Fótbolti

Inter vann borgarslaginn

Inter sigraði nágrana sína í Milan 1-0 á útivelli í kvöld og heldur því áfram að nálgast topplið deildarinnar en Milan missti af tækifærinu á að ná tveggja stiga forystu á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar.

Fótbolti

Sir Alex: Ég bjóst ekki við þessu hlaupi frá Scholes

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður eftir 3-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag ekki síst með Paul Scholes sem skoraði fyrsta mark leiksins í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu síðan að hann tók skóna af hillunni. Scholes braut ísinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og United náði nágrönnum sínum í City að stigum á toppnum með þessum sigri.

Enski boltinn

Hermann á leið á frjálsri sölu til Coventry

Hermann Hreiðarsson hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir Portsmouth en það kemur fram í staðarblaðinu í Portmouth að hann sé að ganga frá félagsskiptum yfir til Coventry. Samkvæmt heimildum blaðsins verður gengið frá þessum um helgina en Hermann var ekki með í tapi Portsmouth á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Enski boltinn

Scholes bætti félagsmet Bryan Robson

Paul Scholes bætti félagsmet Bryan Robson með því að skora eitt marka Manchester United í 3-0 sigri á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Scholes skoraði fyrsta mark leiksins í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu síðan að hann tók skóna af hillunni.

Enski boltinn