Fótbolti

Basel skellti Bayern í Sviss

Valentin Stocker tryggði litla liðinu frá Sviss, FC Basel, góðan 1-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Rúnar Már á leiðinni til Aserbaídsjan

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sínum fyrir leik á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Aserbaídsjan 29. febrúar næstkomandi.

Fótbolti

Tevez bað City afsökunar

Carlos Tevez hefur nú beðið Manchester City afsökunar á framferði sínu í tengslum við leik liðsins í Meistaradeild Evrópu í lok september síðastliðnum.

Enski boltinn

Eusebio aftur inn á sjúkrahús

Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Eusebio hefur verið lagður inn á sjúkrahús í þriðja sinn á tveimur mánuðum nú vegna þess að hann er með of háan blóðþrýsting. Eusebio liggur inn á Hospital da Luz í Lissabon.

Fótbolti

Allt í tómu tjóni hjá Rangers | vafasöm viðskiptaflétta

Craig Whyte, aðaleigandi skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers, er í tómum vandræðum enda er hið fornfræga knattspyrnufélag komið í greiðslustöðvun. Fjárhagur liðsins er í rúst og svo virðist sem að Whyte hafi átt stóran þátt í því. Whyte þarf nú að svara ýmsum spurningum og það lítur út fyrir að hann hafi eignast félagið með mjög vafasamri viðskiptafléttu.

Fótbolti

Andre Villas-Boas óskar eftir stuðningi frá eiganda Chelsea

Portúgalinn Andre Villas-Boas er mikið í fréttum þessa dagana enda hefur fátt gengið upp hjá knattspyrnustjóranum unga hjá Chelsea. Enska liðið leikur í kvöld gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur Villas-Boas óskað eftir því að stjórn félagsins styðji við bakið á honum með formlegum hætti.

Enski boltinn

Tryggvi Guðmundsson gestur hjá Mána í Boltanum á X-inu 977

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður gestur í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins og þar verður farið yfir helstu fréttapunkta dagsins. Meistaradeildin kemur þar við sögu en tveir leikir fara fram í dag og kvöld.

Fótbolti