Fótbolti

Bayern og Inter þurfa sigur

Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og þar reynir á tvö stórlið. Bayern München og Internazionale töpuðu bæði fyrri leiknum 1-0 á útivelli þökk sé marki í blálokin. Basel skoraði sigurmarkið á móti Bayern á 85. mínútu en sigurmark Marseille á móti Inter kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Nú eru Bayern og Inter á heimavelli en leikirnir hefjast klukkan 19.45 og eru í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 3.

Fótbolti

Bróðir Lionel Messi með tattú af litla bróður á öxlinni

Lionel Messi á eldri bróður sem heitir Matias og býr í Argentínu. Matias komst í fréttirnar í heimalandinu á dögunum þegar hann viðurkenndi í útvarpsviðtali að vera með húðflúr af litla bróður sínum á öxlinni. Matias segist líka vera mesti aðdáandi Lionel bróður síns.

Fótbolti

Wenger: Það þurfti eitthvað sérstakt til að vinna Newcastle

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur náð að snúa við gengi liðsins og hafa Arsenal-menn nú unnið fimm deildarleiki í röð. Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið á móti Newcastle í kvöld á fjórðu mínútu í uppbótartíma en Arsenal hefur verið að tryggja sér sigra í blálokin á síðustu deildarleikjum sínum.

Enski boltinn

Walcott: Tottenham má passa sig núna

Theo Walcott lagði upp bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri liðsins á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og enski landsliðsmaðurinn var kátur í leikslok. Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Enski boltinn

Messi: Guardiola er mikilvægari en ég

Lionel Messi hefur skorað 50 mörk í 43 leikjum fyrir Barcelona á tímabilinu þar á meðal 30 í spænsku úrvalsdeildinni og tólf í Meistaradeildinni. Argentínumaðurinn er þó ekki á því að hann sé mikilvægasti maðurinn í Barcelona-liðinu.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Steingrímur Jóhannesson | minning

Knattspyrnumaðurinn Steingrímur Jóhannesson úr Vestmannaeyjum var jarðsunginn í dag og fór útförin fram í Bústaðakirkju í Reykjavík. Steingrímur var aðeins 38 ára gamall þegar hann lést þann 1. mars en hann hafði síðustu mánuði háð harða baráttu við krabbamein. Steingríms var minnst í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem þetta myndband var frumsýnt.

Íslenski boltinn

Vermaelen tryggði Arsenal sigur í uppbótartíma

Sigurganga Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Newcastle í einvígi liðanna í fjórða og sjötta sæti deildarinnar. Það stefndi allt í jafntefli þegar belgíski miðvörðurinn Thomas Vermaelen skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en þetta var fimmti deildarsigur Arsenal í röð.

Enski boltinn

Redknapp er í vafa um hvort landsliðsþjálfarastarfið sé það rétta

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann sé í vafa um hvort það væri rétt skref að taka að sér starf sem þjálfari enska landsliðsins. Redknapp er gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna enska landsliðsins og frá því að Fabio Capello sagði upp störfum hefur nafn Redknapp verið ofarlega á blaði hjá Englendingum.

Fótbolti

Blikar eiga sex stráka í 17 ára landsliðinu

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari 17 ára landsliðs karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM sem fram fer í Skotlandi 20. til 25. mars næstkomandi. Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru auk heimamanna, Danir og Litháar en sigurvegari riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem leikin verður í Slóveníu.

Fótbolti

Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld?

Einn leikur er á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þar sem að Arsenal tekur á móti Newcastle. Arsenal er í fjórða sæti deildarinnar með 49 stig en Newcastle er í sjötta sæti með 44 stig. Arsenal getur með sigri nálgast Tottenham enn frekar en Tottenham er með 53 stig í þriðja sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2 og hefst útsendingin kl. 19.50

Fótbolti

FCK á beinu brautinni

Sölvi Geir Ottesen var í liði FCK og Hallgrímur Jónasson í liði SönderjyskE er liðin mættust á Parken í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti