Fótbolti

Innkaupalistinn hjá Chelsea | Roman ætlar að eyða 50 milljörðum

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, gerir sér fulla grein fyrir því að hann þarf að endurnýja leikmannahópinn hjá Chelsea fyrir næsta tímabil. Daily Mail slær því upp að rússneski eigandinn sé tilbúinn í að eyða 247 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar en það gera um 50 milljarðar íslenskra króna.

Enski boltinn

Fylkir samdi við írskan varnarmann

Írski varnarmaðurinn David Elebert gekk í dag til liðs við Fylki eftir að hafa staðist læknisskoðun nú síðdegis. Hann er 26 ára varnarmaður sem býr yfir talsverðri reynslu úr skosku úrvalsdeildinni.

Íslenski boltinn

Comolli rekinn frá Liverpool

Damien Comolli er hættur störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í morgun en fullyrt er í enskum fjölmiðlum að óánægja ríki um hans stör fá leikmannamarkaðnum.

Enski boltinn

Breno kærður fyrir íkveikju

Varnarmaðurinn Breno, sem er á mála hjá Bayern München í Þýskalandi, hefur verið kærður fyrir íkveikju. Verði hann sakfelldur á hann von á að verða dæmdur til fangelsisvistar.

Fótbolti

Mynt grýtt í Podolski

Áhorfandi á leik Mainz og Kölnar í þýsku úrvalsdeildinni í gær kastaði smápening í höfuð sóknarmannsins Lukas Podolski.

Fótbolti

Ferguson: Við vorum lélegir

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var allt annað en sáttur við Phil Dowd dómara eftir tapið gegn Wigan í kvöld en viðurkenndi einnig að hans menn hefðu verið slakir.

Enski boltinn

Dortmund vann risaslaginn gegn Bayern

Dortmund tók risaskref í átt að þýska meistaratitlinum í kvöld er liðið lagði Bayern München, 1-0, á Signal Iduna Park í kvöld. Það var Robert Lewandowski sem skoraði eina mark leiksins þrettán mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Man. City sýndi klærnar

Man. City sýndi gamalkunnuga takta í kvöld er liðið valtaði yfir WBA, 4-0, og ætlar greinilega að veita nágrönnum sínum í Man. Utd keppni allt til loks tímabilsins.

Enski boltinn

Steinar Óli gaf Giggs og Rooney fimmu

Íslenskum strák eða stelpu á aldrinum 7-9 ára gefst nú tækifæri á að komst í hóp evrópskra barna sem leiða munu leikmenn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, UEFA Champions League, inn á leikvanginn í München í Þýskalandi þann 19. maí næstkomandi.

Fótbolti