Fótbolti

Vertonghen líklega á leiðinni til Spurs

Jan Vertonghen, félagi Kolbeins Sigþórssonar hjá Ajax, hefur gefið sterklega til kynna að hann sé á leiðinni til Tottenham í sumar. Þessi belgíski varnarmaður var frábær í vetur og var valinn besti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Ferguson segist geta lært af Mancini

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er á því að United hafi tapað titilbaráttunni, sem reyndar er ekki búin, gegn Everton. Þeim leik lyktaði með jafntefli, 4-4, en United missti niður 3-1 og 4-2 forskot í leiknum.

Enski boltinn

Sá fram á að fá fleiri tækifæri í KR

Hinn 18 ára gamli Emil Atlason sló í gegn í sínum fyrsta Pepsi-deildarleik með KR á sunnudaginn. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og spilaði vel. Emil á ekki langt að sækja hæfileikana enda sonur Atla Eðvaldssonar, fyrrum landsliðsmanns. Emil fór í KR þv

Íslenski boltinn

Zlatan titlalaus í fyrsta sinn í níu ár

Zlatan Ibrahimovic, sænski landsliðsmaðurinn hjá AC Milan, á ekki lengur möguleika á því að vinna titil á þessu tímabili og ótrúlega sigurganga liða hans er því á enda. AC Milan missti af ítalska meistaratitlinum þegar liðið tapaði á móti nágrönnum sínum í Inter um helgina.

Enski boltinn

Evra: Manchester United stórveldið er ekki að fara að hrynja

Patrice Evra, fyrirliði Manchester United, hefur ekki áhyggjur að það sé upphafið að endi sigurgöngu United ef að liðið tapar enska meistaratitlinum til Manchester City. United var með átta stiga forskot fyrir nokkrum vikum en er nú í 2. sæti á markatölu þegar aðeins ein umferð er eftir.

Enski boltinn

Þorvaldur vísaði í Kaffibrúsakallana

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, sló á létta strengi í samtali við blaðamenn eftir tapið gegn Val í Pepsi-deild karla í kvöld. Hann var þrátt fyrir tapið sáttur við frammistöðu sinna manna og sagði að það eina sem vantaði væru mörkin.

Íslenski boltinn

Kristinn skoraði en Davíð Þór fagnaði sigri | Flott innkoma hjá Heiðari Geir

Kristinn Steindórsson opnaði markareikninginn sinn í sænsku b-deildinni í fótbolta í kvöld en það dugði þó ekki Halmstad-liðinu sem tapaði 1-2 á útivelli fyrir Östers IF í Íslendingaslag. Davíð Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir Öster. Heiðar Geir Júlíusson var hetja Ängelholms FF í jafnteflisleik á útivelli á móti Jönköpings Södra.

Fótbolti

Blackburn féll og Wigan tryggði sætið sitt

Blackburn Rovers mun fylgja Wolves niður í ensku b-deildina en þetta var ljóst eftir að liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Wigan er jafnframt öruggt með sæti sitt í deildinni eftir þennan sigur. Antolin Alcaraz skoraði eina mark leiksins þremur mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn

Roma hefur misst trúna á Krkic

Bojan Krkic hefur ekki náð að slá í gegn hjá Roma og ítalska liðið vill að Barcelona taki við honum á nýjan leik. Það hefur engan áhuga á að halda leikmanninum.

Fótbolti

Aron Einar og félagar úr leik - West Ham í úrslitaleikinn

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru úr leik í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 tap fyrir West Ham á Upton Park í seinni leik undanúrslitanna í dag. West Ham vann 5-0 samanlagt og mætir annaðhvort Birmingham City eða Blackpool á Wembley í hreinum úrslitleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Enski boltinn