Fótbolti

Atli tryggði FH-ingum þrjú stig - myndir

FH-ingar unnu fyrsta sigur sinn í sumar þegar þeir unnu 1-0 sigur á Fram í Kaplakrikanum í kvöld en það var Atli Guðnason sem skoraði eina mark leiksins undir lok leiksins. Framarar eru þar með áfram stiga- og markalausir á botni Pepsideildarinnar.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík 0-4 Keflavík

Keflvíkingar fóru illa með nágranna sína í Grindavík í fyrsta heimaleik Grindavíkurliðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Keflavík vann 4-0 stórsigur eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Keflvíkingar ætla að koma á óvart í upphafi móts en ekki var búist mikið af liðinu í sumar.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Selfoss 3-1

Valur hafði betur gegn Selfossi 3-1 er liðin mættust á Vodafone vellinum í 2. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lok leiks tryggði Val öll stigin í ágætum leik. Selfyssingar sóttu talsvert meira en Valsarar, án þess að takast að brjóta á bak aftur vel skipulagða vörn þeirra.

Íslenski boltinn

Hermann farinn frá Coventry

Coventry City staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Hermann Hreiðarsson væri einn fjögurra leikmanna félagsins sem fengi ekki nýjan samning hjá félaignu.

Enski boltinn

Advocaat elur upp næsta þjálfara PSV

Hinn 64 ára gamli Dick Advocaat hefur skrifað undir eins árs samning við hollenska félagið PSV Eindhoven. Hann mun nota árið til þess að ala upp framtíðarþjálfara félagsins.

Fótbolti

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00.

Íslenski boltinn

O'Shea ekki ánægður með Mancini

John O'Shea, varnarmaður Sunderland og fyrrum leikmaður Man. Utd, er ekki ánægður með þau ummæli Roberto Mancini, stjóra Man. City, að Man. Utd eigi fram undan auðveldan leik gegn Sunderland á sunnudag.

Enski boltinn

Pepsi-mörkin extra: Jói Kalli hitti ekki Hjörvar Hafliðason

Hjörvar Hafliðason hitti fyrirliða ÍA og KR og ræddi við þá um stórleik kvöldsins í Pepsideild karla. Bræðurnir Jóhannes Karl og Bjarni Guðjónssynir hafa frá ýmsum að segja og "Jói Kalli" var hársbreidd frá því að skjóta boltanum í Hjörvar í miðri kynningu. Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri ÍA kemur einnig við sögu í þessu "bræðrainnslagi".

Íslenski boltinn

Enginn "hanaslagur“ hjá bræðrunum

Bjarni og Jóhannes Karl mætast sem fyrirliðar í stórleik ÍA og KR í Pepsi-deild karla í kvöld en bræðurnir hafa aldrei mæst áður sem mótherjar. Eftirvænting og spenna ríkir í fjölskyldunni, enda Jóhannes Karl að spila heimaleik á Akranesvelli í fyrsta sinn í fjórtán ár.

Íslenski boltinn

Mancini: Yaya Toure eins og Ruud Gullit

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur líkt Fílbeinsstrendingnum Yaya Toure við Ruud Gullit þegar sá síðarnefndi var upp á sitt besta með AC Milan og hollenska landsliðinu. Yaya Toure hefur spilað stórt hlutverk hjá City í vetur og skoraði bæði mörkin í mikilvægum sigri á Newcastle um síðustu helgi.

Enski boltinn