Fótbolti

Breno fékk þungan fangelsisdóm

Varnarmaðurinn Breno, fyrrum leikmaður Bayern München, var í dag dæmdur til fangelsisvistar í þrjú ár og níu mánuði eftir að hann var fundinn sekur um íkveikju.

Fótbolti

Gyan verður áfram hjá Al Ain

Allt útlit er fyrir að arabíska félagið Al Ain muni kaupa Ganverjann Asamoah Gyan frá Sunderland en hann var í láni hjá fyrrnefnda félaginu á síðustu leiktíð.

Enski boltinn

Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila

Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína.

Enski boltinn

Naismith samdi við Everton

Steven Naismith hefur gengið til liðs við Everton og skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kemur til liðsins frá Rangers í Skotlandi.

Enski boltinn

Zidane vill þjálfa franska landsliðið

Zinedine Zidane kemur til greina sem næsti þjálfari franska landsliðsins í fótbolta en þetta staðfesti Noel Le Graet, forseti franska sambandsins. Frakkar eru að leita að nýjum þjálfara eftir að Laurent Blanc hætti með liðið eftir Evrópumótið.

Fótbolti

Sky Sports: Gylfi Þór kynntur sem leikmaður Tottenham á næstu 24 tímum

Sky Sports fréttastofan segir frá því í kvöld að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson muni ganga til liðs við Tottenham og verði kynntur sem nýr leikmaður Lundúnaliðsins á næstu 24 tímum. Gylfi verður samkvæmt heimildum Sky Sports þar með fyrstu kaup Andre Villas-Boas en Portúgalinn var ráðinn stjóri Spurs í dag.

Enski boltinn