Fótbolti

Hlín inn fyrir Soffíu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera enn eina breytingu á hóp sínum sem mætir Ungverjum á Laugardalsvellinum á morgun.

Fótbolti

Gary Martin: Verðum að stöðva Tryggva

"Það er algjört lykilatriði fyrir okkur að stöðva Tryggva Guðmundsson ætlum við okkur að vinna ÍBV í kvöld,“ sagði, Gary Martin, framherji ÍA, í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn

Laudrup tekinn við Swansea

Samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar þá er Swansea búið að ráða Danann Michael Laudrup sem stjóra félagsins í stað Brendan Rodgers sem fór til Liverpool.

Enski boltinn

Englendingar í góðum málum | Svíar úr leik

Theo Walcott og Danny Welbeck voru hetjur Englendinga er liðið lagði Svía 3-2 í D-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu í Kænugarði í kvöld. Eftir tapið eru vonir Svía um sæti í átta liða úrslitunum úti.

Fótbolti

Franskur sigur í úrhellinu í Donetsk

Frakkar unnu 2-0 sigur á Úkraínu í viðureign þjóðanna í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Tvö mörk Frakka með skömmu millibili í síðari hálfleik tryggðu þeim sigurinn.

Fótbolti

Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea

Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný.

Enski boltinn

Steven Lennon: Breytinga er þörf

Steven Lennon, framherji Framara, var sá eini með lífsmarki í sóknarleik Safamýrarpilta í Árbænum í kvöld. Lennon segir breytinga þörf hjá Frömurum, annaðhvort að skipta út mönnum eða breyta um leikkerfi.

Íslenski boltinn

Björn Bergmann ósáttur | fær ekki að yfirgefa Lilleström

Björn Bergmann Sigurðarson virðist ekki vera að fara frá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström. Skagamaðurinn skrifar á Twitter síðu sína í dag að hann hafi fundað með stjórn félagsins og niðurstaðan verði sú að félagið vill ekki selja hann að svo stöddu. "Ég var að ljúka við fund með stjórninni, þeir ætla að neyða mig til að vera áfram, ég er andlega niðurbrotinn, ég vil fara,“ skrifar Björn Bergmann á Twitter.

Fótbolti

Steven Lennon: Hef ekki áhyggjur af markaþurrðinni

Skoski framherjinn, Steven Lennon, leikmaður Fram, vonast til að lið hans geti komið sér á rétta braut í Pepsi-deildinni með sigri á Fylki í kvöld. Liðin mætast í Árbænum klukkan 19:15 í fyrsta leik sjöundu umferðar. Lennon ræddi við Hjört Hjartarson í Boltaþættinum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn

Spánverjar tóku Íra í kennslustund

Spánverjar léku á alls oddi í kvöld er þeir mættu Írum á EM. Þetta var leikur kattarins að músinni enda fór svo á endanum á Spánverjar unnu stórsigur, 4-0. Þeir eru á toppi riðilsins með fjögur stig líkt og Króatar. Ítalía er með tvö stig og Írar núll.

Fótbolti