Fótbolti

Ferguson yrði glaður ef Berbatov færi ekki frá Man Utd

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann yrði glaður ef Dimitar Berbatov tæki þá ákvörðun að vera áfram í herbúðum liðsins. Búlgarski framherjinn hefur ekki verið í aðalhlutverki hjá Manchester United frá því hann var ekki valinn í leikmannahóp Man Utd fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2010. Berbatov hefur lýst því yfir að hann hafi hug á því að finna sér nýtt lið en hann er samningsbundinn Man Utd og félagið vill fá eitthvað fyrir leikmanninn.

Enski boltinn

Heimir: Ég man að Gummi Ben skoraði frábært mark

FH-ingar mæta AIK á Råsunda-leikvanginum í Solna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ytra í dag. FH-ingar æfðu á vellinum í gær en Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að henni lokinni.

Fótbolti

Björn Kristinn: Stressið í síðari hálfleik varð of mikið

"Við skoruðum vissulega í blálokin en áttum níu dauðafæri í fyrri hálfleik, fjórum sinnum einn á móti markverði. Þær áttu eina sókn í fyrri hálfleik, komust einu sinni fram yfir miðju," sagði Björn Kristinn Björnsson þjálfari Selfyssinga að loknu 1-1 jafntefli liðsins gegn KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Íslenski boltinn

Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK

FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs.

Fótbolti

Suarez: Man Utd er með pólítíska valdið í enska boltanum

Luis Suarez er er ekki með Liverpool liðinu í Bandaríkjunum þar sem hann undirbýr sig fyrir þáttöku á Ólympíuleikunum með landsliði Úrúgvæ. Suarez opnaði sig fyrir sjónvarpsstöð í heimalandinu og talaði um átta leikja bannið sem hann fékk fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra hjá Manchester United.

Enski boltinn

Fulham neitar því að Dempsey sé á förum til Liverpool

Fulham neitar því að félagið hafi komist að samkomulagi við Liverpool um sölu á bandaríska framherjanum Clint Dempsey fyrir tíu milljónir punda en hávær orðrómur er um að Dempsey sé á leiðinni til Bítlaborgarinnar. Leikmenn Liverpool eru í Boston í Bandaríkjunum og leika þrjá leiki gegn ítölsku liðununm Toronto og Roma. Fulham mun einnig mæta enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham í þessu ferðalagi.

Enski boltinn

Steven Lennon ósáttur með vinnubrögð forráðamanna Fram

Skoski framherjinn, Steven Lennon, leikmaður Fram segist ósáttur með að hafa ekki fengið að vita af áhuga KR á að fá sig til liðs við félagið og vill burt úr Safamýrinni. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni, umsjónarmanni þáttarins.

Íslenski boltinn

Rafael van der Vaart er ekki á förum frá Tottenham

Rafael van der Vaart hefur ekki hug á því að fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Hinn 29 ára gamli hollenski landsliðsmaður hefur verið sterklega orðaður við mörg félög í Evrópu en hann segir sjálfur að hann vilji vera áfram í herbúðum Tottenham.

Enski boltinn

Zlatan fær hærri laun en Ronaldo og Messi

Zlatan Ibrahimovic mun leika með PSG í Frakklandi á næstu leiktíð en hann var seldur til liðsins frá AC Milan á Ítalíu. Sænski landsliðsframherjinn var ekki sáttur við að vera seldur til PSG í París en hann getur ekki kvartað yfir laununum sem hann fær á nýja vinnustaðnum.

Fótbolti

Ekki búið að ganga frá vistaskiptum Gary Martin í KR

Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR sagði í samtali við Hjört Hjartarson á Boltanum á X-inu 977 í dag að ekki væri búið að ganga frá vistaskiptum Gary Martin leikmanns ÍA. Eins og fram hefur komið hafa Skagamenn samþykkt tilboð KR-inga í enska framherjann en Kristinn segir að ekkert sé frágengið í þessu má

Íslenski boltinn

Steven Lennon vill fara frá Fram í KR

Steven Lennon, framherji Fram í Pepsi-deild karla, sagði í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í morgun að hann óski þess að komast í herbúðir KR. Lennon er ósáttur við forráðamenn Fram að hann hafi ekki fengið að vita af því að félögin hafi rætt formlega um vistaskipti hans. Lennon sagði að Fram hafi nú þegar hafnað tilboði KR. Viðtalið við Lennon mun birtast í heild sinni á Vísi síðar í dag.

Íslenski boltinn

Lokomotiv frá Moskvu hefur áhuga á Adebayor

Rússneska knattspyrnuliðið Lokomotiv frá Moskvu hefur áhuga á að fá Emmanuel Adebayor í sínar raðir samkvæmt frétt Telegraph á Englandi. Adebayor lék sem lánsmaður hjá Tottenham á síðustu leiktíð en hann er enn samningsbundinn Englandsmeistaraliði Manchester City.

Enski boltinn

Óvíst hvort Robin van Persie fari með Arsenal til Asíu

Robin van Persie mun á næstu dögum ræða formlega við forráðamenn Arsenal um framtíð hans hjá félaginu. Hollenski landsliðsframherjinn hefur ekki viljað skrifað undir samning við félagið en núverandi samningur hans rennur út í lok næsta keppnistímabils sem hefst um miðjan ágúst.

Enski boltinn

Versti ósigur KR í Evrópukeppni í 43 ár

KR-ingar steinlágu 7-0 gegn HJK frá Helsinki í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu ytra í dag. Um er að ræða versta tap KR í Evrópukeppni í 43 ár og þann þriðja versta í sögunni.

Fótbolti