Fótbolti

Japan og Mexíko áfram í undanúrslit

Japan og Mexíko eru komin áfram í undanúrslit Ólympíuleikanna í knattspyrnu eftir góða sigra í dag. Japanir fóru auðveldega í gegnum Egypta á meðan Mexíko vann Senegal í framlengingu. Liðin tvö munu einmitt mætast í undanúrslitum keppninnar.

Fótbolti

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Skota

Íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Skota í æfingaleik sem fór fram í Glasgow. Sandra María Jessen kom íslensku stúlkunum yfir eftir að hafa komið inn á sem varamaður en Skotarnir jöfnuðu á lokamínútum leiksins og jafntefli því staðreynd.

Íslenski boltinn

Glódís Perla í byrjunarliði í sínum fyrsta A-landsleik

Nú rétt í þessu er að hefjast æfingaleikur íslenska kvennalandsliðsins og Skota, en leikurinn fer fram í Glasgow. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið og vekur athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, sem er að leika sinn fyrsta landsleik er í byrjunarliðinu í dag.

Íslenski boltinn

Dómar felldir á Ítalíu | Bonucci í vondum málum

Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs bann frá knattspyrnuiðkun verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita í ítalska boltanum. Reuters greinir frá þessu.

Fótbolti

Terry neitar sök

John Terry, miðvörður Chelsea og enska landsliðsins, hefur neitað að hafa haft kynþáttafordóma í frammi gagnvart Anton Ferdinand í viðureign QPR og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í haust.

Enski boltinn

Wambach búin að skora í öllum leikjunum - Bandaríkin í undanúrslitin

Abby Wambach skoraði annað marka bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið vann 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi í dag í átta liða úrslitunum á Ólympíuleikunum í London. Bandaríska liðið er því komið í undanúrslitin á fimmtu leikunum í röð þar sem liðið mætir annaðhvort Bretlandi eða Kanada sem spila seinna í kvöld.

Fótbolti

Rodgers var bara að passa upp á Agger

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ætlaði sér aldrei að nota danska miðvörðinn Daniel Agger á móti hvít-rússneska liðinu Gomel í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Liverpool vann þá fyrri leikinn 1-0 á útivelli.

Enski boltinn

Bjarni samdi við Silkeborg til fjögurra ára

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Viðarsson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg en hann var áður í herbúðum Mechelen í Belgíu. Bjarni, sem er 24 ára gamall miðjumaður, hóf atvinnumannaferilinn hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton en hann hefur einnig leikið í Hollandi með Twente og Roeselare.

Fótbolti

Valur fær langmest frá Knattspyrnusambandi Evrópu

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að þau félög sem áttu leikmenn í landsliðum sem tóku þátt í Evrópukeppni landsliða 2012 fái hlutdeild í hagnaði keppninnar, alls 100 milljónir evra. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ og þar kemur líka fram að Valsmenn fá langstærsta hluta þessarar upphæðar. Hér hefur mest að segja að með Valsliðinu léku nokkrir færeyskir landsliðsmenn.

Íslenski boltinn

Jóni Páli sagt upp störfum hjá Fylki

Jóni Páli Pálmasyni, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Fylki, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ásgrímur Helgi Einarsson og Kjartan Stefánsson stýra liði Fylkis út tímabilið.

Íslenski boltinn

Arsenal að fá tvo sterka landsliðsmenn

Forráðamenn Arsenal vinna hörðum höndum þessa stundina að ganga frá kaupum á Santi Cazorla frá Malaga og lánssamningi við Nuri Sahin frá Real Madrid. Ljóst er að þessir tveir sterku leikmenn væru mikill liðstyrkur fyrir lið Arsene Wenger.

Enski boltinn

Deildarkeppnin í forgangi hjá Brendan Rodgers

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverppol, segir að deildarkeppnin sé í algjörum forgangi hjá liðinu á næsta tímabili. Liverpool leikur í kvöld fyrri leikinn í Evrópudeild UEFA gegn FC Gomel frá Hvíta-Rússlandi í þriðju umferð í kvöld.

Enski boltinn

Cardiff hefur áhuga á að fá Heiðar Helguson

Samkvæmt frétt Daily Mail á Englandi eru líkur á því að Heiðar Helguson framherji enska úrvalsdeildarliðsins QPR yfirgefi félagið og leiki með Cardiff í næst efstu deild á næstu leiktíð. Heiðar, sem var kjörinn íþróttamaður ársins 2011 á Íslandi, er 34 ára gamall og Mark Hughes knattspyrnustjóri QPR virðist ekki hafa not fyrir Heiðar í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn