Fótbolti

Buffon segir að þjálfari sinn óttist ekkert

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, ætlar að standa með þjálfara sínum Antonio Conte þrátt fyrir að Conte hafi verið dæmdur í tíu mánaða bann af ítalska knattspyrnusambandinu.

Fótbolti

West Ham kaupir franskan landsliðsmann

West Ham heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en nýliðarnir gengu í dag á kaupum á franska landsliðsmiðjumanninum Alou Diarra frá Marseille. West Ham mun borga tvær milljónir punda fyrir kappann.

Enski boltinn

Eyjakonur upp í þriðja sætið eftir stórsigur

ÍBV er komið upp í 3. sæti í Pepsi-deild kvenna í fótbolta eftir 6-1 stórsigur á Aftureldingu á Hásteinsvelli í Eyjum í kvöld í lokaleik þrettándu umferðar. ÍBV fór upp fyrir Val og Breiðablik með þessum sigri og er nú aðeins einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Stjörnunnar sem sitja í öðru sætinu.

Íslenski boltinn

Joe Allen orðinn leikmaður Liverpool

Liverpool staðfesti það á heimasíðu sinni í kvöld að liðið sé búið að ganga frá kaupum á velska landsliðsmanninum Joe Allen frá Swansea. Allen er annar leikmaðurinn sem Brendan Rodgers fær til Liverpool síðan að hann settist í stjórastólinn á Anfield.

Enski boltinn

Rúrik lagði upp sigurmark OB

Rúrik Gíslason og félagar í OB unnu flottan sigur á FC Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn skilaði OB-liðinu upp í annað sæti deildarinnar á eftir FC Kaupmannahöfn.

Fótbolti

Veigar Páll reynir að fá sig lausan frá Vålerenga

Knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið hjá liði sínu Vålerenga og er nú svo komið að hann vinnur að því hörðum höndum að komast frá félaginu. Veigar vonast til að finna sér lið á einu af Norðurlöndunum áður en félagsskiptaglugganum verður lokað þann 31. ágúst.

Fótbolti

Hólmfríður og Kristín Ýr með fimm mörk saman í stórsigri

Íslensku landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á skotskónum í 6-0 stórsigri Avaldsnes á Grand Bodö í norsku b-deildinni í kvöld. Hólmfríður skoraði þrennu og Kristín Ýr var með tvö mörk. Þær stöllur hafa raðað inn mörkunum með norska liðinu í sumar.

Fótbolti

Pepsi-mörkin: Allur þátturinn um 14. umferð aðgengilegur á Vísi

Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í 14. umferð í Pepsideild karla í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær. Þátturinn er aðgengilegur á Vísi í heild sinni. Í þættinum fóru þeir Hörður Magnússon, Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason yfir helstu atvikin í leikjunum sex og það var mikið fjör í leikjunum þar sem að 27 mörk voru skoruð og nokkur rauð spjöld fóru á loft.

Íslenski boltinn