Fótbolti

Noregur, Svíþjóð og Danmörk töpuðu öll

Norðmenn, sem verða fyrstu andstæðingar Íslands í undankeppni HM, töpuðu á heimavelli í kvöld. Þá fengu þeir á sig þrjú mörk gegn Grikkjum sem eru þekktir fyrir flest annað en góðan sóknarleik.

Fótbolti

Malmö á toppinn

Íslendingaliðið Malmö vann í kvöld útisigur, 1-2, á Guðbjörgu Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Djurgarden.

Fótbolti

Man. Utd búið að kaupa Van Persie frá Arsenal

Stuðningsmenn Arsenal eru í sárum eftir að staðfest var nú í kvöld að Man. Utd væri búið að festa kaup á þeirra besta manni, Robin van Persie. Þetta er staðfest á heimasíðu Man. Utd. BBC segir að kaupverðið sé 24 milljónir punda og mun Hollendingurinn skrifa undir fjögurra ára samning.

Enski boltinn

Byrjunarlið Íslands á móti Færeyjum

KSÍ hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn á móti Færeyjum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er síðasti undirbúningsleikur Íslands fyrir undankeppni HM 2014.

Íslenski boltinn

Agger: Barcelona er eina félagið sem freistar mín

Danski landsliðsmiðvörðurinn Daniel Agger er enn leikmaður Liverpool þrátt fyrir tilboð frá Englandsmeisturum Manchester City og hann segist ekki spenntur fyrir neinu öðru félagi íensku úrvalsdeildinni. Daninn viðurkennir samt að Barcelona væri áhugaverður möguleiki fyrir sig í framtíðinni.

Enski boltinn

Fabrice Muamba leggur skóna á hilluna

Knattspyrnumaðurinn Fabrice Muamba mun ekki leika fleiri fótboltaleik á ferlinum en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Muamba er aðeins 24 ára gamall og hann hefur leikið með yngri landsliðum Englands. Hann varð fyrir því að hjarta hans stöðvaðist í leik vetur með Bolton og stóð endurlífgun yfir í 78 mínútur.

Enski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Færeyjar 2-0 | Fyrsti sigur Lagerbäck í höfn

Íslenska landsliðið í fótbolta vann sinn fyrsta leik undir stjórn Lars Lagerbäck þegar liðið lagði Færeyinga að velli, 2-0, á Laugardalsvellinum í kvöld. Eftir töp í fjórum fyrstu leikjunum á útivelli móti sterkum þjóðum tókst íslensku strákunum að landa sigri í frumraun Svíans í Laugardalnum. Sigurinn var fyrir öllu því frammistaðan var ekki alltof sannfærandi sérstaklega í seinni hálfleiknum.

Íslenski boltinn

Lampard vill ljúka ferlinum hjá Chelsea

Frank Lampard hefur áhuga á því að ljúka ferlinu með enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Lampard, sem er 34 ára gamall, er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð en hann verður með enska landsliðinu í kvöld í vináttulandsleik gegn Ítalíu.

Enski boltinn

Ársmiðasala hjá AC Milan gengur afar illa

Það gengur illa að selja ársmiða hjá ítalska stórliðinu AC Milan fyrir komandi keppnistímabil. Félagið hefur selt stærstu stjörnur liðsins, Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva, og stuðningsmenn liðsins hafa haldið að sér höndum varðandi kaup á ársmiðu. Salan hefur ekki verið lélegri frá árinu 1986.

Fótbolti

Maradona vill starfa í Kína

Diego Maradona, sem á sínum tíma var besti knattspyrnumaður heims, hefur áhuga á að fá þjálfarastarf í Kína. Argentínumaðurinn mun á næstum dögum taka þátt í verkefni á vegum góðgerðasamtaka og hefur hinn 54 ára gamli Maradona lýst yfir áhuga á að fá starf þar í landi.

Fótbolti

Alfreð: Hef aldrei verið í betra formi

Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum með Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Skorar og leggur upp mörk í nánast hverjum leik. Þeir eru því margir sem vilja sjá hann í byrjunarliðinu gegn Færeyingum í kvöld.

Íslenski boltinn

Við verðum að fara að vinna leiki

Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Þá koma Færeyingar í heimsókn á Laugardalsvöllinn en þetta er vináttulandsleikur á milli þjóðanna.

Íslenski boltinn

Mark Heiðars dugði ekki til

Íslendingaliðið Cardiff City komst alla leið í enska deildarbikarnum á síðustu leiktíð en bikarævintýrið í ár var stutt því liðið er úr leik eftir 2-1 tap gegn Northampton.

Enski boltinn

Nær útilokað að Bretar verði með lið í Ríó

Alex Horne, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, segir breskt karlalandslið ekki verða meðal þátttökuþjóða í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Ríó árið 2016. Þá segir hann ólíklegt að kvennalandslið verði sent til keppni.

Fótbolti