Fótbolti

Liverpool þakklátt nágrannanum

Liverpool birti í kvöld yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem grannliðinu Everton er þakkaður sá hlýhugur sem fórnarlömbum Hillsborough-slyssins var sýndur í kvöld.

Enski boltinn

Dramatískt jafntefli á Goodison Park

Everton og Newcastle skildu jöfn, 2-2, í hádramatískum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Demba Ba jafnaði tvívegis fyrir gestina frá Newcastle eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik.

Enski boltinn

Fyrrum forseti Real Madrid: Orð Mourinho hjálpa ekki liðinu

Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, hefur gagnrýnt ummæli þjálfarans Jose Mourinho eftir 1-0 tapið á móti Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Real Madrid hefur aðeins náð í fjögur stig í fyrstu fjórum umferðunum og þegar orðið átta stigum á eftir Barcelona.

Fótbolti

Mancini: Við leikum til sigurs í Madrid

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar að leika til sigurs á Santiago Bernabeu á morgun en það er óhætt að Meistaradeildin byrji með risaleik þegar Spánarmeistarar Real Madrid taka á móti Englandsmeisturum Manchester City á morgun.

Fótbolti

Peter Crouch: Ég vil spila fyrir enska landsliðið

Peter Crouch lifir enn í voninni um að fá að spila með enska landsliðinu þrátt fyrir að þjálfarinn Roy Hodgson vilji ekki velja hann. Hodgson valdi Crouch ekki í landsliðshópinn á dögunum þrátt fyrir meiðsli hjá mörgum sóknarmönnum liðsins.

Enski boltinn

Villas-Boas svarar gagnrýni Harry Redknapp

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham Hotspur, hefur svarað gagnrýni Harry Redknapp, forvera síns í starfinu en fyrir helgi lét Redknapp það frá sér að það rugli bara leikmenn í ríminu að afhenda þeim 70 síðna úttektir á leik liðsins og mótherjanna.

Enski boltinn

Bjarki Gunnlaugs: Átti eitthvað inni hjá fótboltaguðinum

Bjarki Gunnlaugsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag og ræddi þá um Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann með FH í gærkvöldi. Bjarki hefur ákveðið að þetta sé hans síðasta tímabil í boltanum og það tókst hjá honum að enda ferilinn sem Íslandsmeistari.

Íslenski boltinn

Wenger: Stórt próf á sunnudaginn kemur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það komi betur ljós um næstu helgi hvort að Arsenal-liðið hafi burði til að berjast um enska meistaratitilinn. Arsenal vann 6-1 stórsigur á Southampton um helgina en mætir Englandsmeisturum Manchester City um næstu helgi.

Enski boltinn

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 19. umferð

Nítjánda umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gærkvöld. FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni og Grindvíkingar féllu úr efstu deild. Farið var yfir gang mála í leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá íslensku hljómsveitinni Lights on the highway - Lagið heitir: Leiðin heim.

Íslenski boltinn