Fótbolti

Þrettán ár síðan meistararnir unnu næsta leik eftir að titilinn vannst

FH-ingar léku sinn fyrsta leik sem nýkrýndir Íslandsmeistarar í gær þegar þeir mættu Skagamönnum í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Atli Guðnason tryggði FH-liðinu öll þrjú stigin í uppbótartíma og sá til þess að FH er fyrsti Íslandsmeistari karla í þrettán ár sem klárar titilinn fyrir síðustu umferð og vinnur næsta leik eftir að titilinn er í höfn.

Íslenski boltinn

Aguero spilar á móti Arsenal um helgina

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, staðfesti það á blaðamannafundi í dag að argentínski framherjinn Sergio Aguero sé leikfær og verði með á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Enski boltinn

Elísabet missir sinn besta leikmann til Frakklands

Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani er á leiðinni til Frakklands þar sem að hún mun skrifa undir tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint-Germain. Þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir horfir þar á eftir mjög sterkum leikmanni.

Fótbolti

Emile Heskey fann sér lið í Ástralíu

Emile Heskey, fyrrum framherji Aston Villa, Liverpool og enska landsliðsins, er búinn að finna sér nýtt félag hinum megin á hnettinum. Heskey gerði eins árs samning við ástralska úrvalsdeildarfélagið Newcastle Jets.

Fótbolti

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 20. umferð

Tuttugasta. umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gærkvöld. Hér má sjá öll mörkin úr leikjunum og helstu tilþrifin sem sýnd voru í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gærkvöld. Næsta umferð fer fram á sunnudaginn. Ásgeir Trausti sá um tónlistina - lagið heitir Nýfallið regn.

Íslenski boltinn

Magnús Gylfason mætti á leik ÍBV í gær og settist hjá Eyjamönnum

Magnús Gylfason hætti óvænt sem þjálfari ÍBV-liðsins daginn fyrir leikinn á móti Val í Pepsi-deildinni sem fram fór á Vodafone-vellinum í gær. Það vakti athygli að karlinn var engu að síður mættur til að horfa á leikinn og settist ennfremur hjá þeim Heimi Hallgrímssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara ÍBV, og Hermanni Hreiðarssyni, verðandi þjálfara ÍBV.

Íslenski boltinn

Dregið í umspil EM 2013 í dag

Dregið verður í umspil EM 2013 í hádeginu í dag og er Ísland eitt sex liða í pottinum. Þrjú af þessum liðum komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-1

Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 2-1 með dramatísku sigurmarki Atla Guðnasonar úr síðustu spyrnu leiksins. ÍA komst yfir þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum en FH sótti án afláts á loka kafla leiksins og uppskar tvö mörk og verðskuldaðan sigur.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-1

Leikmenn Fram geta nagað sig í handarbökin eftir 1-1 jafntefli þeirra við Stjörnuna í Laugardalnum í kvöld. Þeir voru manni fleiri í tæplega hálftíma og klúðruðu víti en náðu ekki að slíta sig frá Stjörnumönnum sem nældu sér í stig á lokamínútum leiksins.

Íslenski boltinn