Fótbolti

Liverpool fékk á sig þrjú mörk í seinni og tapaði á Anfield

Liverpool náði ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og varð að sætta sig við 2-3 tap fyrir ítalska félaginu Udinese á heimavelli sínum í A-riðli Evrópudeildarinnar á Anfield í kvöld. Ítalarnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleik og Liverpool sat eftir með svekkjandi tap.

Fótbolti

Samuel Eto´o skoraði bæði mörk Anzhi

Kamerúnmaðurinn Samuel Eto´o skoraði bæði mörk rússneska félagsins Anzhi þegar liðið vann 2-0 heimasigur á svissneska liðinu Young Boys í öðrum leik liðanna í A-riðli Evrópudeildarinnar. Anzhi hefur stigi meira en Liverpool sem spilar seinna í kvöld.

Fótbolti

Áhorfendum í Pepsi-deildinni fækkaði annað árið í röð

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út upplýsingar um áhorfendaaðsókn á leiki Pepsi-deildar karla í sumar og þar kemur í ljós að áhorfendum fækkaði annað sumarið í röð. Alls mættu 136.470 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.034 áhorfendur að meðaltali á hvern leik.

Íslenski boltinn

Bjarni nýr þjálfari KA

Bjarni Jóhannsson hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs KA en það var tilkynnt á blaðamannafundi nú síðdegis. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Íslenski boltinn

Annað jafntefli í röð hjá Tottenham í Evrópudeildinni

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðustu 23 mínúturnar þegar Tottenham gerði 1-1 jafntefli við gríska liðið Panathinaikos á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í kvöld í J-riðli Evrópudeildarinnar. Tottenham komst í 1-0 en fékk á sig jöfnunarmark úr skyndisókn þegar þrettán mínútur voru til leiksloka. Tottenham gerði markalaust jafntefli við Lazio í fyrstu umferðinni.

Fótbolti

Mancini á eftir Vidal

Þó svo leikmannamarkaðurinn sé lokaður er Man. City alltaf að leita að leikmönnum og vinna í málunum. Í dag er greint frá því að Roberto Mancini, stjóri City, sé búinn að tala við forráðamenn Juventus um miðjumanninn Arturo Vidal.

Enski boltinn

Meistaramörkin: Umfjöllun um leik Man City og B. Dortmund

Joe Hart markvörður Manchester City fór á kostum í gær þegar Englandsmeistaraliðið lék gegn þýsa meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Enski landsliðsmarkvörðurinn sýndi stórkostleg tilþrif í leiknum. Þorsteinn J fór yfir leikinn í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Hjörtur Hjartarson og Heimir Guðjónsson voru sérfræðingar þáttarins.

Fótbolti

Vildi ekki spila fyrir Bandaríkin

Aron Jóhannsson er eini nýliðinn í íslenska landsliðshópnum sem mætir Albaníu og Sviss í undankeppni HM síðar í mánuðinum. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og því enn gjaldgengur í bandaríska landsliðið, sem hann var orðaður við á dögunum. Hann vill þó mun

Fótbolti

Skemmtilegt lag um Theo Walcott

Stuðningsmenn Arsenal eru alls ekki ánægðir með Theo Walcott, leikmann félagsins, en hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið en núverandi samningur rennur út í sumar.

Enski boltinn

Mancini: Áttum stigið ekki skilið

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að Dortmund hafi verið betri aðilinn í leik liðanna í kvöld og að það sé Joe Hart að þakka að leiknum lyktaði með jafntefli.

Fótbolti

Í beinni: Ajax - Real Madrid

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign hollenska liðsins Ajax og spænska liðsins Real Madrid í D-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Finnar vilja ólmir fá Jenkinson

Bakvörðurinn Carl Jenkinson hjá Arsenal hefur stigið upp í vetur eftir að hafa litið út eins og 3. deildarleikmaður á síðustu leiktíð. Leikmaðurinn getur valið um hvort hann spili fyrir enska eða finnska landsliðið. Finnar leggja nú afar hart að leikmanninum að skuldbindast finnska liðinu.

Fótbolti

AC Milan vann á sjálfsmarki í Rússlandi

AC Milan missti niður tveggja marka forystu og þurfti að treysta á sjálfsmark til þess að tryggja sér 3-2 sigur á Zenit St Petersburg í fyrsta leik dagsins í Meistaradeild Evrópu í fótbota. Leikurinn fór fram á Petrovski Park í Sankti Pétursborg.

Fótbolti