Fótbolti

Gunnar Heiðar með þrennu fyrir Norrköping

Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en þar ber helst að nefna frábæra frammistöðu hjá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hjá Norrkoping en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk fyrir félagið.

Fótbolti

Eyjólfur skoraði sigurmark SønderjyskE undir lok leiksins

Einn leikur fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Esbjerg og SønderjyskE mættust á Blue Water Arena, heimavelli, Esbjerg. Lasse Vibe, leikmaður SønderjyskE, kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiksins en það tók heimamenn nokkrar mínútur að jafna metin þegar Jakob Ankersen skoraði fyrir Esbjerg.

Fótbolti

Cole og Lampard gætu farið frá Chelsea

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, segist vilja halda þeim Frank Lampard og Ashley Cole hjá Chelsea en segir að það sé alls ekkert víst hvort það takist. Cole verður samningslaus næsta sumar og herma heimildir að Chelsea sé aðeins til í að bjóða honum nýjan eins árs samning. Það er Cole ósáttur við.

Enski boltinn

Svona skoraði Messi mörkin 301

Lionel Messi náði stórum áfanga í kvöld er hann skoraði sitt 300. mark á ferlinum. Við skulum skoða hvernig hann skoraði mörkin sem eru orðin 301 eftir kvöldið.

Fótbolti

Toppslagur í skugga deilna

Chelsea og Manchester United mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á morgun en kynþáttaníðsmál John Terry, fyrirliða Chelsea, hefur dregið dilk á eftir sér. Umræðan hefur snert marga og mun líklega hafa víðtækar afleiðingar.

Enski boltinn

Ætla að hafa liðið mitt klárt fyrir áramót

Pepsi-deildarlið Þórs frá Akureyri fékk fínan liðsstyrk í gær er tveir af betri leikmönnum 1. deildarinnar síðasta sumar sömdu við félagið. Athygli vekur að Bosníumaðurinn Edin Beslija sé farinn norður, en hann kemur frá Víkingi Ólafsvík sem einnig tryggði sér þáttökurétt í Pepsi-deildinni næsta sumar. Þar hefur þessi 25 ára leikmaður verið í algjöru lykilhlutverki síðustu ár.

Íslenski boltinn

Tvö tímamótamörk hjá Margréti Láru í einu sparki

Margrét Lára Viðarsdóttir valdi réttan tíma fyrir tímamótamark með íslenska landsliðinu þegar hún kom íslenska liðinu í 1-0 í 3-2 sigri á Úkraínu í seinni umspilsleiknum á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Margrét Lára náði með því tveimur tímamótamörkum með einu sparki því þetta var 50. mark hennar í keppnisleik með landsliðinu og 30. markið hennar á Laugardalsvellinum.

Fótbolti

Ísland í neðsta styrkleikaflokki

Niðurröðun þeirra tólf liða sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM 2013 í styrkleikaflokka hefur verið gefin út. Ísland er í þriðja og neðsta flokknum ásamt fimm öðrum liðum.

Fótbolti

Jafntefli á Villa Park

Tíu leikmenn Aston Villa héldu út og náðu jafntefli á heimavelli gegn Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1.

Enski boltinn

Glæsimark Tevez dugði gegn Swansea

Man. City komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með 1-0 sigri á Swansea. Það var Carlos Tevez sem skoraði eina mark leiksins en City hefur aldrei tapað þegar hann skorar.

Enski boltinn