Fótbolti

Misstir þú af enska boltanum? - öll mörkin og tilþrifin eru á Vísi

Það var mikil dramatík í gangi í leikjum helgarinnar í ensku knattspyrnunni. Stórleikur Manchester City og Manchester United bar þar hæst þar sem að Robin Van Persie tryggði Man Utd sigurinn á elleftu stundu í stórkostlegum leik. Sextándu umferðinni lýkur í kvöld með leik Fulham og Newcastle sem sýndur verður á Stöð 2 sport 2. Að venju eru öll mörk helgarinnar aðgengileg á Vísi.

Enski boltinn

Robin van Persie hetja United gegn City

Manchester United vann ótrúlegan sigur, 3-2, á Manchester City á heimavelli City. Rooney skoraði fyrstu tvö mörk leiksins en Man. City neitaði að gefast upp og náðu að jafna metin í síðari hálfleik.

Enski boltinn

Crouch: Það er eins gott að ég er giftur

Peter Crouch, leikmaður Stoke, fékk heldur betur að kenna á því í leik gegn Newcastle á dögunum. Þá fékk hann högg frá Fabricio Coloccini sem leiddi til þess að hann missti tvær tennur. Síðasta vika hefur síðan verið ansi erfið fyrir Crouch.

Enski boltinn

Özil sá um Valladolid

Real Madrid er átta stigum á eftir toppliði Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni eftir góðan 2-3 útisigur á Real Valladolid í kvöld.

Fótbolti

Torres: Erum farnir að sækja meira

Þungu fargi var létt af Rafa Benitez, stjóra Chelsea, í dag en liðið vann þá sinn fyrsta leik í deildinni undir hans stjórn. Það sem meira er þá skoraði Fernando Torres tvö mörk í leiknum.

Enski boltinn

Íslenska kvennalandsliðið í 15. sæti heimslistans

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu jafnaði sína bestu stöðu á heimslista FIFA sem var birtur í dag en liðið er í 15. sæti – og fer liðið upp um eitt sæti frá því í ágúst. Í Evrópu er Ísland í 9. sæti og er það óbreytt staða. Bandaríkin eru í efsta sæti listans, Þýskaland kemur þar á eftir.

Fótbolti