Fótbolti

David Luiz er tilbúinn í nýtt hlutverk hjá Chelsea

Brasilíumaðurinn David Luiz segir að hann sé tilbúinn að taka að sér nýtt hlutverk hjá Chelsea sem varnarsinnaður miðjumaður. Luiz, sem leikur sem miðvörður hjá enska úrvalsdeildarliðinu, telur að hann geti aðstoðað liðið með því að fylla það skarð sem Spánverjinn Oriol Romeu skilur eftir sig.

Enski boltinn

Zlatan með þrennu á 25 mínútum

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic skoraði þrennu á 25 mínútum í 4-0 útisigri Paris Saint Germain á Valenciennes í efstu deild frönsku knattspyrnunnar í kvöld.

Fótbolti

Slóvenar mæta Íslendingum með nýjan þjálfara á hliðarlínunni

Nýr þjálfari verður á hliðarlínunni hjá Slóvenum þegar karlalandslið þeirra í knattspyrnu mætir Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins 22. mars á næsta ári. Slavisa Stojanovic og knattspyrnusamband Slóveníu komust að samkomulagi um starfslok hans í gær. Gengi Slóvena hefur ekki verið gott en liðið hefur aðeins fengið þrjú stig í fyrstu fjórum leikjunum í E-riðli. Stojanovic var aðeins eitt ár í starfinu sem landsliðsþjálfari.

Fótbolti

Á Godfrey Chitalu markametið en ekki Lionel Messi?

Það hefur varla farið framhjá neinum að Argentínumaðurinn Lionel Messi setti nýtt met s.l. sunnudag þegar hann skoraði sitt 86. mark á þessu ári í 2-1 sigri Barcelona gegn Real Betis. Þar með bætti hann met sem var áður í eigu Þjóðverjans Gerd Müller sem skoraði 85 mörk árið 1972. Nafn Godfrey Chitalu hefur nú verið dregið inn í þessa umræðu.

Fótbolti

Gareth Barry ákærður af enska knattspyrnusambandinu

Gareth Barry, leikmaður Englandsmeistaraliðs Manchester City, hefur verið ákærður fyrir óviðeigandi orðbragð í garð dómara eftir að 3-2 tap liðsins gegn Manchester United s.l. sunnudag. Enski landsliðsmaðurinn lét aðstoðardómara leiksins heyra það á meðan hann yfirgaf leikvöllinn á leið sinni til búningsherbergja Man City.

Enski boltinn

Michel Platini er á enn á móti marklínutækninni

Michel Platini forseti knattspyrnusambands Evrópu, er enn á móti marklínutækninni, sem Alþjóða knattspyrnusambandið hefur lagt blessun sína yfir. Á heimsmeistaramóti félagsliða fram fer í Japan verður marklínutæknin notuð í fyrsta sinn í alvöru leikjum en Platini efast um að FIFA sé á réttri leið. Að mati Platini ætti að nota fjármagnið sem fer í marklínutæknina í grasrótarstarf.

Fótbolti

Mancini ætlar ekki að selja Balotelli í janúar

Sagan endalausa um framtíð Mario Balotelli hjá Manchester City heldur áfram. Balotelli er án efa ekki á jólakortalistanum hjá Roberto Mancini knattspyrnustjóra Man City en þeir hafa ekki náð vel saman á undanförnum misserum. Það búast margir við því að Balotelli verði seldur þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar en Mancini er ekki tilbúinn að láta Balotelli fara frá félaginu.

Enski boltinn

Oriol Romeu úr leik hjá Chelsea út tímabilið

Oriol Romeu leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, verður frá keppni í allt að hálft ár, en hann fór í aðgerð í gær. Miðjumaðurinn sleit krossband í hné í leiknum gegn Sunderland s.l. laugardag og að auki var gert við liðþófa í hnénu.

Enski boltinn

Müller gleðst með Lionel Messi

Það var söguleg stund í heimsfótboltanum á sunnudag er Lionel Messi setti ótrúlegt met. Þá sló hann markamet Þjóðverjans Gerd Müller yfir flest mörk á einu ári. Müller skoraði 85 mörk á sínum tíma en tvö mörk Messi gegn Real Betis komu honum í 86 mörk á þessu ári. Hann á enn eftir að spila tvo leiki á árinu.

Fótbolti

Thompson á tvö glæsileg markamet

Ástralinn Archie Thompson er einstakur markaskorari. Hann á metið yfir flest mörk í landsleik - 13 - og hann er núna búinn að slá annað glæsilegt landsliðsmet. Þrenna á sem stystum tíma.

Fótbolti

Stark viðurkennir mistök

Dómarar eru ekki vanir að tjá sig um einstaka dóma eða eigin frammistöðu í leikjum. Í ansi mörgum tilfellum mega þeir það einfaldlega ekki.

Fótbolti

Mark Arons dugði ekki til

Aron Jóhannsson var enn og aftur á skotskónum er lið hans, AGF, gerði jafntefli, 3-3, í bráðfjörugum leik gegn botnliði Silkeborg. Þetta var fjórtánda mark Arons fyrir AGF á tímabilinu.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Umræða um Chelsea og Fernando Torres

Fernando Torres skoraði tvívegis í 3-1 sigri Chelsea á útivelli gegn Sunderland á laugardaginn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Spænski framherjinn virðist vera að finna sitt gamla form undir stjórn Rafael Benítez. Nigel Quashie, sem var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær, ræddi um Torres og Chelsea við þá Guðmund Benediktsson og Hjörvar Hafliðason.

Enski boltinn

Stuðningsmaður Man City bað Ferdinand afsökunar - níu aðilar kærðir

Níu aðilar hafa verið kærðir fyrir ýmis atvik sem áttu sér stað á leik Manchester City og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór í gær. Tveir þeirra fóru inn á leikvöllinn og ógnuðu þar leikmönnum Man Utd en alls hafa fjórir verið handteknir. Rio Ferdinand leikmaður Man Utd fékk skurð á augabrún eftir að smápening var kastað í andlit hans og það er ljóst að fjölmörg atvik sem komu þarna upp verða rannsökuð enn frekar hjá enska knattspyrnusambandinu.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um Arsenal og Ray Wilkins

Ray Wilkins er sá leikmaður sem Nigel Quashie lítur hvað mest upp til en Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Quashie ,Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu m.a. Jack Wilshere og Arsenal í þessu innslagi úr Sunnudagsmessunni.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Quashie ræðir um Joe Allen og Liverpool

Nigel Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær og þar tjáði hann sig m.a. um gengi Liverpool. Quashie hefur ákveðnar skoðanir á Joe Allen, landsliðsmanni frá Wales. Hinn 22 ára gamli miðjumaður kom til Liverpool s.l. sumar frá Swansea þar sem að Brendan Rodgers, núverandi knattspyrnustjór Liverpool, var áður knattspyrnustjóri. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu við Quashie um Liverpool í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Quashie ræðir um veru sína hjá West Ham

Nigel Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem stórkostleg helgi í enska boltanum var gerð upp. Englendingurinn hefur mikla reynslu úr ensku knattspyrnunni en hann hefur leikið með QPR, Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton , WBA, West Ham, Birmingham, Wolves og Milton Keynes Dons. Quashie er spilandi þjálfari hjá ÍR en hann ræði hér um veru sína hjá West Ham þegar liðið var í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar.

Enski boltinn

Roberto Mancini gagnrýndi Samir Nasri harkalega

Samir Nasri er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum né liðsfélögum sínum í Manchester City en franski leikmaðurinn gerði afdrifarík mistök á lokamínútunum gegn Manchester United í gær. Robin van Persie skoraði sigurmark Man Utd með skoti úr aukaspyrnu en Nasri "faldi“ sig á bak við liðsfélaga sína í varnarveggnum og í stað þess að reyna verjast.

Enski boltinn

Messi ætlar að bæta metið enn frekar

Lionel Messi bætti í gærkvöld markametið sem var áður í eigu Þjóðverjans Gerd Müllers. Messi skoraði bæði mörk Barcelona í gær þegar liðið lagði Real Betis á útivelli í spænsku deildinni og þar með hefur hann skorað 86 mörk á þessu ári en Müller skoraði 85 á sama árinu.

Fótbolti