Fótbolti

Tevez varar Balotelli við

Carlos Tevez ætlar að hjálpa liðsfélaga sínum hjá Manchester City, Mario Balotelli, svo hann geri ekki sömu mistök og Tevez gerði sjálfur á sínum tíma.

Enski boltinn

Rodgers: Markið átti aldrei að standa

"Sturridge er markaskorari en hann á langt í land að vera komin í gott leikform," sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir sigurinn á Mansfield í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag.

Enski boltinn

Dean Saunders tekur við Wolves

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Dean Saunders verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Wolves, en Ståle Solbakken var í gær rekinn frá félaginu eftir að liðið tapaði fyrir Luton og féll úr leik í enska bikarnum.

Enski boltinn

Dean Saunders gæti tekið við Wolves

Forráðarmenn fyrstu deildarfélagsins Doncaster hafa gefið grænt ljós á viðræður milli Dean Saunders, knattspyrnustjóra Doncaster, og Wolves en síðarnefna félagið rak stjóra sinn Ståle Solbakken í gær og leita óðum að arftaka hans.

Enski boltinn

Ólafsvíkur Víkingar eru Íslandsmeistarar í futsal

Víkingar frá Ólafsvík tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, eftir 5-2 sigur á Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag en Ólafsvíkingar voru búnir að tapa úrslitaleiknum í þessari keppni undanfarin tvö ár. Valsmenn náðu því ekki að vinna tvöfalt en Valskonur urðu Íslandsmeistarar kvenna fyrr í dag.

Íslenski boltinn

Drátturinn í 4. umferð enska bikarsins

Dregið var í dag í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar og þar má helst nefna möguleg viðureign Stoke og Manchester City en Stoke þarf samt sem áður að vinna leik sinn gegn Crystal Palace til að komast áfram.

Enski boltinn

Valskonur Íslandsmeistarar í futsal kvenna

Svava Rós Guðmundsdóttir tryggði Valskonum Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, þegar hún skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok í dramatískum 6-5 sigri á ÍBV í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. ÍBV komst í 5-2 í úrslitaleiknum en Valskonur skoruðu fjögur mörk á síðustu fimm mínútum leiksins.

Íslenski boltinn

96 auð sæti á leik Mansfield og Liverpool í dag

Enska utandeildarliðið Mansfield Town spilar í dag stærsta leikinn í sögu félagsins þegar Liverpool kemur í heimsókn á Field Mill völlinn í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Það er setið um alla miða á leikinn en samt verða 96 auð sæti á þessum leik. Völlurinn tekur 7.574 manns.

Enski boltinn

Laudrup: Pressan er á Arsenal

Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, segir að sitt lið hafi allt að vinna í bikarleiknum á móti Arsenal í dag. Swansea er aðeins þremur sætum á eftir Arsenal í stigatöflunni en Laudrup talar samt um sína menn sem pressulausa liðið í þessum leik.

Enski boltinn

Benitez: Torres og Ba geta spilað saman hjá Chelsea

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það komi alveg til greina að láta þá Demba Ba og Fernando Torres spila saman með Chelsea á þessu tímabili. Demba Ba kom inn fyrir Torres í 5-1 bikarsigri á Southampton í gær og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með félaginu.

Enski boltinn