Fótbolti

Robin van Persie bestur að mati íþróttafréttamanna

Robin van Persie fyrirliði Arsenal var í dag valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af samtökum íþróttafréttamanna sem skrifa eingöngu um fótbolta. Hinn 28 ára gamli Hollendingur hefur skorað 34 mörk á tímabilinu. Wayne Rooney leikmaður Manchester United varð annar, og liðsfélagi hans Paul Scholes endaði í þriðja sæti. Bandaríkjamaðurinn Clint Dempsey hjá Fulham varð fjórði.

Enski boltinn

Mikilvæg stig hjá West Ham

West Ham á enn möguleika á að ná öðru sæti ensku B-deildarinnar í lokaumferð tímabilsins um næstu helgi eftir 2-1 sigur á Leicester á útivelli í kvöld.

Enski boltinn

Skúli Jón og félagar á toppnum

Elfsborg er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Örebro á útivelli í kvöld. Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá félaginu en var ekki í hópnum í kvöld þar sem hann á við smávægileg meiðsli að stríða.

Fótbolti

Pálmi Rafn skoraði í tapleik

Lilleström hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni og situr í fallsæti að loknum fimm umferðum. Liðið tapaði fyrir Noregsmeisturum Molde á útivelli, 3-2.

Fótbolti

Gunnar frá í 4-6 vikur

Gunnar Már Guðmundsson mun missa af upphafi Pepsi-deildar karla með liði sínu, ÍBV, þar sem hann þarf að fara í uppskurð vegna meiðsla á hné.

Fótbolti

Guardiola stólar á Pique í baráttunni gegn Drogba

Pep Guardiola, þjálfari spænska liðsins Barcelona, mun að öllum líkindum velja þann kostinn að setja varnarmanninn Gerard Pique í byrjunarliðið gegn Chelsea á morgun í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn sem fram fór á Stamford Bridge í London þar sem að Didier Drogba skoraði mark Chelsea.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Vangaveltur um Liverpool og Kenny Dalglish

Liverpool var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær. Framtíð knattspyrnustjórans Kenny Dalglish var þar efst á blaði og voru skiptar skoðanir um það mál í þættinum. Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Böðvar Bergsson gestur þáttarins fóru yfir stöðuna hjá Liverpool.

Fótbolti

Mancini: "Þetta er ekki í okkar höndum"

Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City er á þeirri skoðun að Englandsmeistaralið Manchster United sé enn líklegast til þess að fagna sigri í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta. Man City er aðeins þremur stigum á eftir Man Utd en liðin mætast í deildinni eftir viku, mánudaginn 30. apríl á heimavelli Man City.

Enski boltinn

Gylfi í liði vikunnar | öll mörk og atvik helgarinnar á Vísi

Gylfi Sigurðsson er í liði vikunnar í ensku úrvalsdeildinni en lið hans Swansea gerði 1-1 jafntefli um helgina gegn Bolton á útivelli. Alls fóru 10 leikir fram um helgina í deildinni og vakti 4-4 jafnteflisleikur Englandsmeistaraliðs Manchester United gegn Everton mesta athygli. Liverpool tapaði 1-0 á heimavelli gegn WBA og baráttan er gríðarlega hörð á toppi og botni deildarinnar. Öll mörk helgarinnar og fleiri atvik eru aðgengilegt á sjónvarpshluta Vísis.

Enski boltinn

Lið ársins í enska boltanum

Manchester City á fjóra leikmenn í liði ársins sem var tilkynnt á uppskeruhátið knattspyrnumanna á Englandi í kvöld. Spurs á þrjá leikmenn en Man. Utd aðeins einn.

Enski boltinn

Muamba: Það er einhver þarna uppi að gæta mín

Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, sem lenti í hjartastoppi í miðjum leik fyrir rúmum mánuði síðan, hefur náð ótrúlegum bata á stuttum tíma og er hann að nálgast fulla heilsu. Muamba var í viðtali um helgina þar sem að hann ræddi hjartastoppið.

Enski boltinn

Drogba með gegn Barcelona á þriðjudaginn

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, verður með liðinu gegn Barcelona í seinni leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu, sem leikinn verður á þriðjudaginn. Drogba virðist vera við fulla heilsu eftir að hann tók þátt á æfingu liðsins í dag.

Fótbolti

Dalglish: Alltaf sama sagan

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, vissi ekki alveg hvernig hann átti að útskýra tapið gegn WBA í dag enda uppskriftin að tapinu sú sama og oft áður í vetur.

Enski boltinn

Mancini: United er í betri stöðu en við

Roberto Mancini, stjóri Man. City, lýsti yfir fyrir skömmu síðan að Man. Utd væri orðið enskur meistari. Nú er staðan aftur á móti sú að sigur City á heimavelli gegn United eftir rúma viku setur City á toppinn.

Enski boltinn

Hodgson: Við vorum heppnir

Roy Hodgson, stjóra WBA, leiddist það örugglega ekkert mikið að koma aftur á Anfield í dag og hafa sigur gegn liðinu sem hafði engin not fyrir hann.

Enski boltinn