Fótbolti

Cardiff City í góðum málum

Lið þeirra Arons Einars Gunnarssonar og Heiðars Helgusonar, Cardiff City, er með ellefu stiga forskot á toppi ensku B-deildarinnar eftir 0-0 jafntefli gegn Huddersfield í dag.

Enski boltinn

Ferguson mun stilla upp tveimur liðum

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er allt annað en sáttur við enska knattspyrnusambandið. United þarf að spila við Everton á morgun og síðan er leikur við Real Madrid í Meistaradeildinni um miðja næstu viku.

Enski boltinn

Ronaldo með enn eina þrennuna

Portúgalinn Cristiano Ronaldo bauð upp á enn eina flugeldasýninguna í kvöld þegar Real Madrid valtaði yfir Sevilla, 4-1, í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fótbolti

Bale afgreiddi Newcastle

Tottenham komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið vann góðan heimasigur, 2-1, á Newcastle í hörkuleik. Newcastle sem fyrr í 15. sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Benitez: Ég les ekki blöðin

Rafa Benitez, stjóri Chelsea, var enn og aftur spurður út í framtíð sína eftir 4-1 sigur Chelsea á Wigan. Breskir fjölmiðlar sögðu fyrir leik að Benitez yrði rekinn ef Chelsea myndi tapa leiknum.

Enski boltinn

Guðjón Pétur ekki lengi án félags - samdi við Breiðablik

Guðjón Pétur Lýðsson mun spila með Breiðabliki í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en þetta kemur fram á fóbolti.net. Guðjón Pétur gerði starfslokasamning við Val í fyrrakvöld en var ekki lengi án félags því Atli Sigurðsson framkvæmdastjóri Breiðabliks staðfesti nýja samninginn á Facebook í kvöld.

Íslenski boltinn

Zlatan byrjaði á bekknum en skoraði samt

Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic skoraði eitt marka Paris St Germain í 3-1 sigri á Bastia í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. PSG er með sex stiga forskot á Olympique Lyon á toppnum en Lyon á leiki inni um helgina.

Fótbolti

Inter íhugar að hætta að spila á San Siro

Ítölsku stórliðin Internazionale og AC Milan hafa bæði spilað heimaleiki sína á hinum heimsfræga Giuseppe Meazza leikvangi sem er í daglegu tali nefndur San Siro. Fréttir frá Ítalíu herma að Inter-menn séu alvarlega að íhuga að byggja sér nýjan leikvang í hinum enda borgarinnar.

Fótbolti

Má ekki ofgera Wilshere

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki ánægður með Rody Hodgson landsliðsþjálfara en hann lét Jack Wilshere spila allan leik Englendinga og Brasilíumanna á Wembley.

Enski boltinn

Endar Messi ferillinn í Argentínu?

Lionel Messi skrifaði undir nýjan samning við Barcelona í vikunni og er nú samningsbundinn Katalóníufélaginu fram til loka júní 2018 eða fram yfir tvær næstu heimsmeistarakeppnir í Brasilíu og Rússlandi.

Fótbolti

Margrét Lára í viðtali hjá FIFA

Árangur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur vakið athygli um allan heim. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er í viðtali við heimasíðu alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hún segir frá landsliðinu.

Íslenski boltinn

Aguero hrósar Mancini

Það búast margir við því að Roberto Mancini verði látinn fara frá Man. City í sumar. City er níu stigum á eftir Man. utd í ensku úrvalsdeildinni og komst ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Enski boltinn

Rodgers mærir Carragher

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, efast ekki um að varnarmaðurinn Jamie Carragher eigi eftir að gefa félaginu mikið eftir að hann leggur skóna á hilluna. Carragher hefur gefið það út að skórnir séu á leið upp í hilluna næsta sumar eftir 16 ára feril með félaginu.

Enski boltinn

Kolbeinn nær ekki metinu hans Péturs

Það er ekki langt síðan Alfreð Finnbogason sló markamet Péturs Péturssonar yfir flest mörk Íslendings á alþjóðlegum vettvangi á einu ári en annað markamet kappans er öruggt í bili að minnsta kosti eftir leik Íslands og Rússa á Spáni á miðvikudagskvöldið.

Íslenski boltinn