Fótbolti

Segjast vera með hreina samvisku

Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa nú hafið rannsókn á deildarleik milli Levante og Deportivo La Coruna sem fram fór í aprílmánuði en grunur er um að úrslitum leiksins hafi verið hagrætt.

Fótbolti

Gerrard hrósar Sturridge og Coutinho

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er afar ánægður með innkomu þeirra Daniel Sturridge og Philippe Coutinho og trúir því að Liverpool væri að berjast um Meistaradeildarsæti ef þeir hefðu komið fyrr til liðsins.

Enski boltinn

Enn snjór fyrir norðan

Forsvarsmenn knattspyrnudeildar KA á Akureyri hafa undanfarin þrjú ár skellt sér á Akureyrarvöll og myndað ástand vallarins. Óhætt er að segja að ástandið hafi oft verið betra.

Íslenski boltinn

Glæsimark David Luiz

Brasilíumaðurinn David Luiz skoraði mark kvöldsins í leik Chelsea og Basel í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Fótbolti

Mata hrósar Benitez

Spánverjinn Juan Mata segir að leikmenn Chelsea standi þétt á bak við stjórann, Rafa Benitez, sem hefur mátt þola mikið mótlæti síðan hann tók við stjórastöðunni hjá félaginu.

Enski boltinn

Benfica mætir Chelsea í Amsterdam

Stuðningsmenn Benfica munu mála Lissabon rauða í nótt enda tryggði liðið sér sæti í úrslitaleik Evróupdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Fenerbahce í kvöld. Benfica mætir Chelsea í úrslitaleiknum.

Fótbolti

Ársmiðinn hjá Bayern aðeins dýrari en hjá KR

Bayern München er líklega besta lið Evrópu í dag. Liðið gerir allt rétt innan vallar og liðið virðist vart misstíga sig utan vallar heldur. Mikið er kvartað yfir miðaverði á leiki í ensku úrvalsdeildinni enda hefur það hækkað talsvert á undanförnum árum.

Fótbolti

Ég gat ekki teflt Messi fram

Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, tók þá erfiðu ákvörðun í gær að setja Lionel Messi á bekkinn í leiknum gegn Bayern München. Messi lék með Barcelona um síðustu helgi og bjuggust flestir við honum í liðinu í gær.

Fótbolti

Bale bestur hjá blaðamönnum

Gareth Bale, stórstjarna Tottenham, var í dag valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af blaðamönnum. Leikmenn kusu Bale einnig bestan þannig að þetta er ansi góð uppskera hjá Walesverjanum.

Enski boltinn

Benitez vill ekki tala um Mourinho

Það bendir flest til þess að Jose Mourinho verði stjóri Chelsea á næstu leiktíð en hann sagði eftir leikinn gegn Dortmund í vikunni að hann ætlaði sér að vera þar sem fólk elskaði hann á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Sandra laus við hækjurnar

Landsliðskonan Sandra María Jessen var ekki í leikmannahópi Þórs/KA gegn Stjörnunni í gær. Sandra meiddist á hné í upphafi apríl og hefur verið á hækjum síðan.

Íslenski boltinn