Fótbolti

Svekkjandi tap hjá Eddu og Ólínu

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu þegar Chelsea tapaði 1-2 á móti Everton í enska deildarbikarnum í dag. Það munaði engu að Chelsea næði að landa stigi í þessum leik.

Fótbolti

Malmö komst á toppinn

LdB FC Malmö er komið í efsta sætið í sænsku kvennadeildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur í Íslendingaslag í 4.umferðinni í dag. LdB FC Malmö og Tyresö eru með jafnmörg stig en Malmö er með betri markatölu.

Fótbolti

Ferguson: Sé eftir Lampard

Sir Alex Ferguson segist sjá eftir því að hafa ekki fengið enska miðvallarleikmann Chelsea, Frank Lampard, til liðs við Englandsmeistara Manchester United þegar Lampard var ungur.

Enski boltinn

Kolbeinn skoraði er Ajax tryggði sér titilinn

Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrsta mark Ajax sem tryggði sér hollenska meistaratitilinn í fótbolta með því að leggja botnið Willem II 5-0 í næst síðustu umferð deildarinnar í dag. Aron Jóhannsson var einnig á markaskónum fyrir lið sitt AZ.

Fótbolti

Átta inni í skápnum

Breski vefmiðillinn Guardian greinir frá því að átta atvinnumenn í knattspyrnu á Englandi hafi greint fjölskyldu og vinum frá því að þeir séu samkynhneigðir.

Enski boltinn

Bruce: Tók á taugarnar

Steve Bruce knattspyrnustjóri Hull sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta segist hafa verið búinn á því, tilfinningalega, eftir að hafa fylgst með Leeds United hjálpa Hull á loka mínútum ensku B-deildarinnar.

Enski boltinn

Stóra stundin er runnin upp

Boltinn byrjar að rúlla í Pepsi-deild karla á morgun en opnunarleikur Íslandsmótsins verður leikur ÍBV og ÍA í Vestmannaeyjum. Spekingar Fréttablaðsins spá því að FH verji Íslandsmeistaratitill sinn frá því í fyrra en mörg sterk lið standa í veginum.

Íslenski boltinn

Mark dæmt af Everton og markalaust á Anfield

Liverpool og Everton gerðu markalaust jafntefli á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag og er Everton því áfram með fimm stiga forskot á nágranna sína í Bítlaborginni. Það er því nánast öruggt að Everton endar ofar en Liverpool í ár.

Enski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fram 1-2

Fram vann fínan sigur, 2-1, á Víking Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu og byrja nýliðarnir á tapi í ár. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur og komu öll mörk leiksins á fyrstu 45 mínútunum. Síðari hálfleikurinn náði aldrei neinu flugi og fátt markvert gerðist í hálfleiknum. Almarr Ormarsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson gerði sitt markið hvor fyrir Fram í leiknum en Steinar Már Ragnarsson skoraði eina mark Víkings.

Íslenski boltinn

Messi kom Barcelona til bjargar

Barcelona náði í kvöld 11 stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarnnar í fótbolta með því að leggja Real Betis 4-2 á heimvelli sínum. Lionel Messi skoraði tvö mörk þrátt fyrir að leika í aðeins 34 mínútur.

Fótbolti

Scott Sinclair með blóðtappa - fluttur á sjúkrahús

Scott Sinclair, leikmaður Manchester City, er á sjúkrahúsi eftir að hann greindist með blóðtappa í öxl. Sinclair er ekki lífshættu en er enn í rannsóknum á Alexöndru-spítalanum í Manchester. Roberto Mancini staðfesti þetta á blaðamannafundi eftir markalaust jafntefli Swansea og City í dag og enskir miðlar hafa síðan komið með meiri upplýsingar á vefsíðum sínum.

Enski boltinn

Neuer varði víti frá Lewandowski

Borussia Dortmund og Bayern München hituðu í kvöld upp fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni. Dortmund fékk víti í stöðunni 1-1 og lék manni fleiri síðustu 26 mínúturnar en tókst samt ekki að tryggja sér sigur á þýsku meisturunum.

Fótbolti