Fótbolti

Stefnum á titilinn

Margrét Lára Viðarsdóttir er mætt til leiks í sænsku úrvalsdeildinni eftir fimm mánaða endurhæfingu vegna skurðaðgerðar. Markadrottningin er öll að koma til og segir Íslendingaliðið Kristianstad stefna á sænska meistaratitilinn.

Fótbolti

Nolan skoraði sitt 100. mark í gær

Fyrirliði West Ham, Kevin Nolan, fagnaði þeim áfanga í gær að skora sitt 100. mark á ferlinum í 2-0 sigri gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mjög laglegt mark eftir undirbúning frá Andy Carroll.

Enski boltinn

Celtic meistari eftir 4-1 sigur

Glasgow Celtic tryggðu sér skoska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 4-1 sigur gegn Iverness á Celtic Park í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá braut Gary Hooper ísinn fyrir heimamenn með marki á 61. mínútu.

Fótbolti

Eiður gulltryggði sigurinn

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður og skoraði síðara mark Club Brugge í 2-0 útisigri á Genk í belgíska fótboltanum í dag.

Fótbolti

Myndband: Suarez beit frá sér

Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina.

Enski boltinn

Bale: Viljum leika í Meistaradeildinni

Gareth Bale og Jermain Defoe, leikmenn Tottenham, voru kampakátir með 3-1 sigur gegn Manchester City í dag. Þeir voru báðir á skotkónum í dag og á Tottenham nú góðan möguleika á meistaradeildarsæti.

Enski boltinn

Í hóp með Ásthildi og Þóru

Systurnar Hugrún Lilja og Sigrún Inga Ólafsdætur skoruðu fyrir KR í 5-1 sigrinum á HK/Víkingi í Lengjubikar kvenna í gær. Áratugur er síðan systur skoruðu fyrir meistaraflokk KR í sama leiknum.

Íslenski boltinn

Lokaflautið ein besta stund lífs míns

Paolo Di Canio, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur unnið sér inn gríðarlegar vinsældir meðal stuðningsmanna Sunderland eftir frábært gengi í fyrstu leikjum liðsins undir hans stjórn. Sunderland hefur unnið síðustu tvo leiki í deildinni eftir að hann tók við stjórnartaumunum og er á góðri leið með að bjarga sér frá falli.

Enski boltinn

Suarez enn á milli tannanna á fólki

Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu.

Enski boltinn

Gamla konan hafði betur

Arturo Vidal skoraði eina markið úr vítaspyrnu þegar Juventus vann 1-0 sigur á AC Milan í stórleik kvöldsins í ítölsku knattspyrnunni.

Fótbolti

Ótrúleg endurkoma Tottenham

Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið.

Enski boltinn

Mark Arons dugði ekki

Aron Jóhannsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir AZ Alkmaar sem mátti sætta sig við 3-1 tap á heimavelli gegn PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fótbolti

Miðbróðirinn til FH

Englendingurinn Dominic Furness mun á mánudaginn skrifa undir samning við FH. Þetta staðfesti Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins við 433.is í dag.

Íslenski boltinn

Guðný Björk á skotskónum

Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði síðara mark Kristianstad í 2-1 útisigri á Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fótbolti