Fótbolti

Fimm titlar á fimm árum

Forráðamenn Manchester City ætlar sér að vinna fimm titla á næstu fimm árum. Þetta segir framkvæmdarstjórinn Ferran Soriano við enska miðla.

Enski boltinn

Byrjar betur en forverarnir

Róbert Örn Óskarsson fékk stóra tækifærið hjá Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, þegar Gunnleifur Gunnleifsson leitaði á ný mið. Róbert er besti leikmaður 4. umferðar Pepsi-deildarinnar að mati Fréttablaðsins.

Íslenski boltinn

Framtíðin liggur í gervigrasvöllum

Ekki er hægt að spila á Akureyrarvelli í bráð frekar en öðrum knattspyrnuvöllum á Norðurlandi. Formaður knattspyrnudeildar KA segir löngu tímabært að gervigrasvæða íslenska knattspyrnuvelli, ekki aðeins á Norðurlandi. "Aðeins tímaspursmál,“ se

Íslenski boltinn

Fær Evrópudeildin Meistaradeildarsæti?

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun tilkynna það á morgun, hvort að sigurvegarar í Evrópudeildinni vinni sér í framtíðinni sæti í Meistaradeildinni árið eftir. Þessi breyting er til umræðu sem hluti af þeirri viðleitni sambandsins að auka mikilvægi og áhuga á Evrópudeildinni.

Fótbolti

Gunnar skorar og skorar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum fyrir Norrköping í dag er hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Halmstad á útivelli.

Fótbolti

Hallbera og Sara í liði vikunnar

Landsliðskonurnar Hallbera Guðný Gísladóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru valdar í lið 7. umferðar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af vefmiðlinum Spelare12.com.

Fótbolti

Guðjón Heiðar leggur skóna á hilluna

Skagamaðurinn Guðjón Heiðar Sveinsson hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum því þessi vinstri fótar bakvörður hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann mun því ekki leika meira með Skagaliðinu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagamanna.

Íslenski boltinn

Ég verð ekkert fúll þótt hann fari frá okkur

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, virðist vera búinn að sætta sig við að kólumbíski framherjinn Radamel Falcao sé á förum frá spænska félaginu. Argentínski þjálfarinn ætlar í það minnsta ekki að fara í fýlu ákveði Falcao að leita annað.

Fótbolti

Mourinho í tveggja leikja bann

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í bikarúrslitaleiknum á Spáni í síðustu viku.

Fótbolti

Völlurinn er handónýtur

Knattspyrnuvellir á Norðurlandi koma illa undan vetri og liggja margir undir kalskemmdum, eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum sem Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, tók á ferð sinni um Norðurland um liðna helgi.

Íslenski boltinn

Vítin til vandræða

Vítaskyttur Pepsi-deildarliðanna hafa aðeins skorað úr tveimur af sjö vítaspyrnum sem dæmdar hafa verið í fyrstu fjórum umferðunum í sumar. Þetta er langversta byrjun vítaskyttna síðan deildin varð tólf liða 2008.

Íslenski boltinn

Wenger með meira en fjórtán ára forskot

Það hafa orðið miklar sviptingar á knattspyrnustjóramarkaðnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu dögum og þrír af þeim stjórum sem hafa verið lengst með sín félög leita nú á ný mið en það eru þeir Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, David Moyes, stjóri Everton og nú síðast Tony Pulis, stjóri Stoke.

Enski boltinn