Fótbolti

Bruce: Tók á taugarnar

Steve Bruce knattspyrnustjóri Hull sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta segist hafa verið búinn á því, tilfinningalega, eftir að hafa fylgst með Leeds United hjálpa Hull á loka mínútum ensku B-deildarinnar.

Enski boltinn

Stóra stundin er runnin upp

Boltinn byrjar að rúlla í Pepsi-deild karla á morgun en opnunarleikur Íslandsmótsins verður leikur ÍBV og ÍA í Vestmannaeyjum. Spekingar Fréttablaðsins spá því að FH verji Íslandsmeistaratitill sinn frá því í fyrra en mörg sterk lið standa í veginum.

Íslenski boltinn

Messi kom Barcelona til bjargar

Barcelona náði í kvöld 11 stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarnnar í fótbolta með því að leggja Real Betis 4-2 á heimvelli sínum. Lionel Messi skoraði tvö mörk þrátt fyrir að leika í aðeins 34 mínútur.

Fótbolti

Mark dæmt af Everton og markalaust á Anfield

Liverpool og Everton gerðu markalaust jafntefli á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag og er Everton því áfram með fimm stiga forskot á nágranna sína í Bítlaborginni. Það er því nánast öruggt að Everton endar ofar en Liverpool í ár.

Enski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fram 1-2

Fram vann fínan sigur, 2-1, á Víking Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu og byrja nýliðarnir á tapi í ár. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur og komu öll mörk leiksins á fyrstu 45 mínútunum. Síðari hálfleikurinn náði aldrei neinu flugi og fátt markvert gerðist í hálfleiknum. Almarr Ormarsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson gerði sitt markið hvor fyrir Fram í leiknum en Steinar Már Ragnarsson skoraði eina mark Víkings.

Íslenski boltinn

Scott Sinclair með blóðtappa - fluttur á sjúkrahús

Scott Sinclair, leikmaður Manchester City, er á sjúkrahúsi eftir að hann greindist með blóðtappa í öxl. Sinclair er ekki lífshættu en er enn í rannsóknum á Alexöndru-spítalanum í Manchester. Roberto Mancini staðfesti þetta á blaðamannafundi eftir markalaust jafntefli Swansea og City í dag og enskir miðlar hafa síðan komið með meiri upplýsingar á vefsíðum sínum.

Enski boltinn

Neuer varði víti frá Lewandowski

Borussia Dortmund og Bayern München hituðu í kvöld upp fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni. Dortmund fékk víti í stöðunni 1-1 og lék manni fleiri síðustu 26 mínúturnar en tókst samt ekki að tryggja sér sigur á þýsku meisturunum.

Fótbolti

Martinez: Yrði eins að vinna titilinn

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var ánægður með sína menn eftir 3-2 endurkomusigur á útivelli á móti West Brom í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wigan varð helst að vinna leikinn til að eiga raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni en liðið er nú tveimur stigum frá öruggu sæti.

Enski boltinn

Tap hjá Steinþóri og félögum

Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar hans í Sandnes Ulf urðu að sætta sig við 1-2 tap á heimavelli á móti Vålerenga í dag þegar liðin áttust við í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti

Hull upp í ensku úrvalsdeildina

Hull City tryggði sér annað sætið í ensku b-deildinni í fótbolta og þar með sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á næsta ári með því að gera 2-2 jafntefli við Cardiff í lokaumferðinni í dag. Það var mikil dramatík út um alla töflu þegar 46. og síðasta umferð ensku b-deildarinnar fór fram í dag.

Enski boltinn

Margt líkt með Bale og Messi

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Southampton, hrósaði Gareth Bale mikið fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni en liðin mætast í dag. Gareth Bale hefur raðað inn verðlaunum að undanförnu og það kemur argentínska stjóranum ekki á óvart sem telur að Bale geti orðið Lionel Messi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Sir Alex Ferguson á leið í aðgerð

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, missir hugsanlega af byrjun næsta tímabils því kappinn er á leiðinn í mjaðmaraðferð í lok júlí. Manchester United hefur staðfest að stjórinn fari í þess aðgerð strax eftir að liðið kemur heim út æfingaferð til Asíu.

Enski boltinn

Litríkari toppbarátta

Pepsi-deild karla hefst á morgun en eftir tvö svart-hvít sumur í röð en von fjölmennari toppbaráttu í sumar þar sem fjögur lið þykja líklegust til afreka.

Íslenski boltinn

Mikilvægir sigrar hjá Wigan og Aston Villa

Spennan í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta minnkaði ekkert við úrslit dagsins því Wigan landaði þremur stigum á útivelli á móti West Bromwich Albion og hélt voninni á lífi um að halda sæti sínu í deildinni.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo með tvö mörk í markaleik

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-3 sigur á Real Valladolid í miklum markaleik á Estadio Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigur Real Madrid þýðir að Barcelona getur ekki tryggt sér titilinn á morgun þótt að það sé löngu ljóst að Barca-menn séu búnir að vinna spænsku deildina.

Fótbolti

Bale kom enn á ný til bjargar

Gareth Bale var enn á ný hetja Tottenham-liðsins í dag þegar hann skoraði stórglæsilegt sigurmark fjórum mínútum fyrir leikslok þegar Tottenham vann Southampton 1-0 á heimavelli sínum á White Hart Lane. Bale hefur gert út um ófáa leiki Tottenham á þessu tímabili.

Enski boltinn