Fótbolti

Scott Ramsay með tvö mörk í Grindavíkursigri

Grindvíkingar unnu 6-1 stórsigur á BÍ/Bolungarvík í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag en þetta var fyrsta tap Vestfirðinga í deildinni í sumar. Grindvíkingar unnu aftur á móti sinn annan leik í röð. Scott Ramsay, Stefán Þór Pálsson og Magnús Björgvinsson skoruðu allir tvö mörk fyrir Grindavík í dag. BÍ/Bolungarvík endaði leikinn með aðeins níu menn inn á vellinum.

Íslenski boltinn

Skellur hjá Íslendingaliðinu Hönefoss

Kristján Örn Sigurðsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og félagar í Hönefoss töpuðu 0-4 á móti Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans í Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti

Hólmfríður skoraði og Guðbjörg hélt hreinu

Íslensku landsliðskonurnar og vinkonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir voru í sviðsljósinu þegar Avaldsnes vann 2-0 heimasigur á Sandviken í norsku kvennadeildinni í dag. Íslendingaliðin Arna Bjørnar, Kolbotn og Vålerenga töpuðu öll stigum á heimavelli.

Fótbolti

Fyrstur til að spila eftir að hafa komið út úr skápnum

Bandaríski knattspyrnumaðurinn Robbie Rogers vakti heimsathygli í febrúar þegar hann kom út úr skápnum og tilkynnti að hann væri samkynhneigður. Nú ætlar hann fyrstur fótboltamanna að spila í bandarísku MLS-deildinni eftir að hafa komið út úr skápnum.

Fótbolti

Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn

Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi.

Fótbolti

Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund

Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands.

Fótbolti

Á Dortmund einhverja möguleika?

Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum.

Fótbolti

Líka keppni á milli erkifjendanna Adidas og Puma

Þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni á Wembley á morgun en þetta er í fyrsta sinn sem tvö þýsk lið spila til úrslita í keppninni. Þetta verður ekki bara einvígi liðanna tveggja heldur bíða tveir stórir íþróttavöruframleiðendur spenntir eftir úrslitunum.

Fótbolti

Benitez ráðinn þjálfari Napoli

Forseti Napoli, Aurelio de Laurentiis, hefur staðfest að Spánverjinn Rafael Benitez taki við sem þjálfari liðsins í sumar. Hann tekur við starfinu af Walter Mazzarri.

Fótbolti

Platini vill stofna íþróttalögreglu

Michel Platini, forseti UEFA, telur að það sé þörf á því að stofna sérstaka íþróttalögreglu á álfunni sem fengi það verkefni að berst við veðmálabrask, spillingu, hagræðingu úrslita, ólögleg lyf og óeirðaseggi. Platini nefndi þetta í ræðu sinni á UEFA-þinginu í London.

Fótbolti

Flestir styðja Þór/KA og FH

MMR kannaði stuðning við lið í Pepsi-deildum karla og kvenna og er niðurstaðan sú að flestir styðja ríkjandi Íslandsmeistarana í hvorri deild.

Fótbolti

Gylfi spilaði allan leikinn

Tottenham gerði í nótt markalaust jafntefli við landslið Jamaíku á Bahama-eyjunum. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham og spilaði allan leikinn.

Enski boltinn