Fótbolti

Aron: Það besta í stöðunni fyrir mig og fjölskyldu mína

Aron Jóhannsson er í ítarlegu viðtali á heimasíðu bandaríska landsliðsins í fótbolta en hann spilar væntanlega fyrsta landsleik sinn fyrir Bandaríkin á eftir þegar liðið mætir Bosníu í vináttulandsleik. Forsíðan á heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins er helguð Aroni Jóhannssyni og ákvörðun hans.

Fótbolti

Sparkað út úr Meistaradeildinni

Úkraínska félagið Metalist Kharkiv fær ekki að taka þátt í næstu umferð í Meistaradeild UEFA. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að útiloka liðið frá keppni sökum þess að menn á vegum félagsins tóku þátt í hagræðingu úrslita í heimalandinu.

Fótbolti

Nauðsynlegur leikur fyrir liðið

Íslenska landsliðið í knattspyrnu verður í eldlínunni gegn Færeyingum á Laugardalsvellinum í kvöld en liðið tekur á móti grönnum okkar í vináttulandsleik. Landsliðsþjálfarinn vill bæta varnarleik liðsins frá fremsta til aftasta manns.

Fótbolti

Við eigum að vinna Færeyjar

"Það er mikilvægt að fá leik og koma saman. Skiptir engu þannig séð við hverja við spilum. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir komandi verkefni,“ segir landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson.

Fótbolti

Gylfi stefnir á að spila á morgun

"Það er smá stífleiki aftan í lærinu og það verður athugað með alvarleika þeirra meiðsla síðar í dag," sagði landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson við Vísi í dag.

Fótbolti

Sara Björk framlengir við Malmö

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir hefur gert nýjan samning við sænska liðið LdB Malmö og verður leikmaðurinn hjá félaginu í tvö og hálft ár til viðbótar.

Fótbolti