Fótbolti

Þór/KA vann á Selfossi

Akureyringar gerðu sér góða ferð suður og unnu 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi deild kvenna í dag. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í fimmta og sjötta sæti.

Íslenski boltinn

Bale orðinn dýrasti leikmaður allra tíma

Tottenham birti rétt í þessu tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að Gareth Bale sé genginn til liðs við Real Madrid. Bale hefur verið orðaður við Real Madrid í allt sumar og fékk þá ósk sína loks uppfyllta að komst til félagsins.

Enski boltinn

Swansea sigraði á The Hawthorns

Swansea unnu sinn fyrsta sigur á þessu tímabili þegar þeir mættu á The Hawthorns. Swansea tapaði fyrstu leikjum sínum á tímabilinu gegn Manchester United og Tottenham en náðu þremur stigum í dag.

Enski boltinn

Villas-Boas telur Tottenham sterkari

Þrátt fyrir að vera að missa sinn besta mann telur Andre Villas-Boas að Tottenham sé sterkara en í fyrra. Framtíð Gareth Bale hefur verið helsta umræðuefni fjölmiðla síðustu vikur en á sama tíma hefur Tottenham fengið til sín fjöldan allan af leikmönnum.

Enski boltinn

Allegri hefur áhuga á Kaka

Brasilíumaðurinn Kaka var áður fyrr efstur á lista yfir menn sem andstæðingar þyrftu að stöðva. Í dag er hann hinsvegar aðeins varaskeifa í stjörnuliði Real Madrid og ætlar að finna sér nýtt lið í félagsskiptaglugganum.

Fótbolti

Giroud tryggði Arsenal sigur

Arsenal hefur verið með gott tak á Tottenham á heimavelli sínum undanfarin ár og á því varð engin breyting í dag. Þá vann Arsenal góðan 1-0 sigur. Bæði lið eru með sex stig í deildinni eftir leikinn.

Enski boltinn

Zlatan er enn að láta Guardiola heyra það

Zlatan Ibrahimovic hefur gefið fjölmörg viðtöl um samskipti sín við þjálfarann Pep Guardiola og hann er líka búinn að gefa út bók þar sem hann gerir þau mál vel upp. Engu að síður er hann enn að tjá sig um þjálfarann.

Fótbolti

Man. Utd mun ekki fá De Rossi

Það ætlar ekki að ganga hjá David Moyes, stjóra Man. Utd, að kaupa leikmann áður en glugginn lokar. Moyes hefur reynt við marga en ekki haft erindi sem erfiði.

Enski boltinn