Fótbolti

Sjálfsmark tryggði Manchester United þrjú stig á Old Trafford

Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins.

Fótbolti

Ingó Veðurguð ráðinn þjálfari Hamars

Knattspyrnumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur verið ráðinn þjálfari Hamars og mun hann verða spilandi þjálfari hjá liðinu í 3. deildinni á næsta tímabili. Þetta staðfesti Ingólfur í samtali við vefsíðuna 433.is í dag.

Íslenski boltinn

Agüero tryggði City þrjú stig í Rússlandi

Argentínumaðurinn Sergio Agüero skoraði bæði mörk Manchester City í dag þegar liðið vann 2-1 útisigur á CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. City gat skorað fleiri mörk en slapp síðan með skrekkinn á lokamínútunum.

Fótbolti

Bosnich ekki sáttur við orð Ferguson

Mark Bosnich, fyrrum markvörður Manchester United, er ekki paránægður með Sir Alex Ferguson en sá síðarnefndi lýsir Bosnich sem hræðilegum atvinnumanni og í raun letingja í nýútkominni ævisögu sinni.

Enski boltinn

Svarar Ferguson fullum hálsi

Roy Keane er einn þeirra sem fær að heyra það í nýrri ævisögu Sir Alex Ferguson sem kynnt var til leiks í gær. Keane svarar fyrrverandi stjóra sínum fullum hálsi.

Enski boltinn

Tvö flottustu mörk tímabilsins í sömu umferðinni

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur geta nálgast flott yfirlit yfir umferðina inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Enski boltinn

Arsene Wenger fékk tap á Emirates í afmælisgjöf

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti

Celtic refsaði grimmilega og Ajax er nánast úr leik

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.

Fótbolti