Fótbolti

Handviss um að strákarnir komi okkur á HM

Kolbeinn Sigþórsson verður að horfa á leik Króatíu og Íslands í sjónvarpinu annað kvöld eins og meginþorri Íslendinga. Hann viðurkennir að vera orðinn þreyttur á ítrekuðum meiðslum en er ánægður með að ekki hafi farið verr.

Fótbolti

Leik hætt vegna áfengislyktar af varadómara

Hætta þurfti leik Colwyn Bay og Altrincham í enska hálfatvinnumannabikarnum í fótbolta þegar sjö mínútur voru eftir og dómari leiksins tognaði á kálfa. Altrincham var ekki klárt með fjórða dómara og hafnaði Colwyn Bay dómaranum sem var valinn úr áhorfandaskaranum.

Enski boltinn

Deschamps: Verðum að brjóta Úkraínu niður

Didier Deschamps þjálfari franska landsliðsins í fótbolta telur að lið hans geti brotið Úkraínu á bak aftur í seinni leik þjóðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Úkraína vann fyrri leikinn á heimavelli 2-0.

Fótbolti

Bara ljúfmenni í landsliðinu

Sigurður Sveinn Þórðarson, búningastjóri landsliðsins, sér til þess að strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hafi allt til alls í bæði æfingum og leikjum.

Fótbolti

Þýskaland hvílir lykilmenn gegn Englandi

Fjórir lykilmenn þýska landsliðsins í fótbolta verða ekki með liðinu þegar liðið mætir Englandi á Wembley í vináttulandsleik á þriðjudag. Til viðbótar við meiðsli Sami Khedira hafa fyrirliðinn Philipp Lahm, Manuel Neuer og Mesut Özil fengið að fara til félagsliða sinna.

Fótbolti

Kovac: Þurfum stuðning frá fyrstu mínútu

Niko Kovac þjálfari króatíska landsliðins í fótbolta hefur biðlað til króatísku þjóðarinnar að fylla Maksimir-leikvanginn í Zagreb á þriðjudaginn þegar Króatía tekur á móti Íslandi í seinni umspilsleik þjóðanna fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta.

Fótbolti

Strákarnir lentir í Zagreb

Flugvél Icelandair, með leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu innanborðs, lenti í Zagreb rétt fyrir klukkan hálf átta að staðartíma eða um 18:30 að íslenskum tíma í kvöld.

Fótbolti

Olic: Ísland er ekki topplið

"Hvað í ósköpunum gerðu þeir í fyrri leiknum? Ég skil ekki hvaðan sjálfstraust þeirra kemur. Við getum verið ánægðir með að það sé ekki í takt við stöðuna, þeir eru ekki 3-0 yfir,“ sagði Ivica Olic framherji Króatíu nú í aðdraganda seinni umspilsleik Íslands og Króatíu fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu í fótbolta.

Fótbolti

Modric: Veit ekki af hverju ég spilaði illa

Luka Modric ein stærsta stjarna króatíska landsliðsins í fótbolta veit ekki af hverju hann náði sér ekki á strik í fyrri umspilsleiknum gegn Íslandi í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Modric lofar að gera betur í Króatíu á þriðjudagskvöld.

Fótbolti

Simunic: Olic skýtur okkur til Brasilíu

Varnarmaðurinn sterki Josip Simunic er bjartsýnn á að Króatía hafi lært nóg af leiknum á Íslandi í umspilinu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Króatíu til að tryggja sér sigur í seinni leiknum í Króatíu á þriðjudagskvöld.

Fótbolti

Þetta er helvíti svekkjandi

"Ég hef misst af mörgum mikilvægum leikjum en þetta er einmitt sá leikur sem ég vildi alls ekki missa af," sagði Kolbeinn Sigþórsson við Vísi í dag.

Fótbolti

Strákarnir á leið í loftið

"Velkomin um borð í þessa sigurför til Zagreb," sagði flugstjóri Eldfells, flugvélar Icelandair, sem mun flytja strákana okkar til Króatíu fyrir síðari umspilsleikinn um sæti á HM í Brasilíu.

Fótbolti

Scolari: Brasilía verður heimsmeistari

Luiz Felipe Scolari þjálfari Brasilíu er viss um að Brasilía hampi heimsmeistaratitlinum í sjötta sinn á heimavelli næsta sumar. Hann hefur engar áhyggjur af því að álagið af því að leika á heimavelli taki sinn toll af liðinu.

Fótbolti

Kolbeinn fer ekki til Zagreb

Kolbeinn Sigþórsson ferðast ekki með íslenska landsliðinu til Zagreb í dag og missir því af síðari leiknum gegn Króatíu í umspilinu fyrir sæti á HM 2014.

Fótbolti