Fótbolti

Mihajlovic tekur við Sampdoria

Birkir Bjarnason er búinn að fá nýjan þjálfara hjá Sampdoria því Serbinn Sinisa Mihajlovic hefur samþykkt að taka við starfinu af Delio Rossi en hann var rekinn á dögunum.

Fótbolti

Kveðjustund Eiðs Smára

Eiður Smári Guðjohnsen tilkynnti eftir 2-0 tap Íslands gegn Króatíu í Zagreb í gær að landsliðsferli hans væri lokið. Með tapinu varð draumur Íslendinga um að komast á HM í knattspyrnu næsta sumar að engu.

Fótbolti

Mættu ofjörlum á Maksimir

Draumurinn um Brasilíu er úti eftir að strákarnir okkar lentu á vegg í Zagreb. Leikmenn Íslands fundu aldrei taktinn gegn sterkum Króötum sem unnu verðskuldaðan sigur. Ævintýri liðsins er þó bara rétt að byrja.

Fótbolti

Cristiano Ronaldo jafnaði markametið - myndir

Cristiano Ronaldo skoraði öll þrjú mörk Portúgala á Friends Arena í kvöld þegar Portúgal tryggði sér sæti á HM í Brasilíu með 3-2 sigri. Ronaldo skoraði öll fjögur mörk Portúgals í umspilsleikjunum tveimur og hafði betur í einvíginu á móti Zlatan Ibrahimovic.

Fótbolti

Aron Einar: Einbeitum okkur að EM 2016

"Við lærum af þessu og verðum að taka þetta inn í næstu keppni og einbeita okkur að því. Taka það jákvæða úr þessu og sleppa því neikvæða,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Fótbolti

Úti er HM-ævintýri - myndir

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður ekki með á HM í Brasilíu næsta sumar eftir 2-0 tap á móti Króatíu í seinni umspilsleiknum í Zagreb í kvöld. HM-draumurinn er því úti að þessu sinni en íslenska landsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á stórmót.

Fótbolti

Rúrik: Eiður Smári er goðsögn

"Eiður Smári Guðjohnsen er lifandi goðsögn í íslenskum fótbolta. Maður hefur lært ótrúlega mikið af honum,“ sagði Rúrik Gíslason skömmu eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hafi lýst því yfir í viðtali við Rúv að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik á ferlinum.

Fótbolti

Aron Einar: Ætluðum okkur meira

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var eðlilega súr í broti þegar að hann ræddi við Rúv skömmu eftir 2-0 tap Íslands gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. Tapið þýðir að Ísland keppir ekki á HM í Brasilíu næsta sumar.

Fótbolti

Lagerbäck: Okkur skorti kjarkinn

"Ég vil ekki segja að við vorum lamaðir en svoleiðis leit það út,“ sagði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck í sjónvarpsviðtali við Rúv eftir ósigurinn gegn Króatíu í kvöld. Ísland tapaði 2-0 og fer því ekki á HM í Brasilíu.

Fótbolti

Gana og Alsír síðustu Afríkuþjóðirnar inn á HM

Gana og Alsír tryggðu sér í kvöld farseðilinn á HM í Brasilíu og þar með er ljóst hvaða fimm Afríkuþjóðir verða með í úrslitakeppninni næsta sumar. Fílabeinsströndin, Nígería og Kamerún höfðu áður tryggt sig inn á HM 2014.

Fótbolti

Þakka Íslendingum fyrir

Fyrir framan áhorfendastúku stuðningsmanna Króata á Maksimir leikvanginum í Zagreb er risastór borði þar sem Íslendingum er þakkað fyrir að hafa fyrstir allra þjóða samþykkt sjálfstæði þeirra. Það gerðu Íslendingar í desember árið 1991.

Fótbolti

Frakkar risu upp frá dauðum og komust á HM

Frakkar verða með á HM í Brasilíu eins og Grikkir, Króatar og Portúgalir, þrátt fyrir að útlitið hafi ekki verið bjart hjá franska landsliðinu fyrir umspilsleiki kvöldsins. Frakkar unnu upp tveggja marka forskot Úkraínumanna og tryggðu sér sæti á HM í Frakklandi með 3-2 sigri á Úkraínu.

Fótbolti