Fótbolti

Kompany: Þetta er draumurinn

„Gleymdu peningum og öll því. Sem krakki þá er það þetta sem þig dreymir um, að lyfta bikurum. Ég er að lifa drauminn þegar þetta gerist,“ sagði Vincent Kompany fyrirliði Englandsmeistara Manchester City.

Enski boltinn

Rodgers: Núna trúum við

„Þetta tímabil var ótrúlegt ferðalag og að enda með tólf sigra í fjórtán leikjum er ótrúlegt afrek hjá leikmönnunum,“ sagði Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool eftir sigurinn á Newcastle í dag.

Enski boltinn

Hart: Erum allir sigurvegarar

„Við gátum ekki endurtekið leikinn á móti QPR. Þannig spilaðist þetta þá. Núna enduðum við af krafti þegar við þurftum á því að halda,“ sagði Joe Hart þegar hann var beðinn um að bera titilinn í dag saman við titlinn fyrir tveimur árum hjá Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Mourinho: Dzeko bestur ekki Suarez

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir Luis Suarez ekki hafa átt skilið að vera valinn knattspyrnumaður ársins á Englandi, hvorki hjá blaðamönnum né samtökum leikmanna sem bæði hafa útnefnt hann bestan á vormánuðum.

Enski boltinn

Zanetti verður varaforseti Inter

Argentínumaðurinn Javier Zanetti lék síðasta heimaleik sinn fyrir Inter frá Milanó í gær í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Nítján ára ferli Zanetti sem leikmaður félagsins lýkur í lokaumferðinni um næstu helgi en hann mun vera áfram hjá félaginu.

Fótbolti

Carroll og Nolan vilja hjálpa Liverpool

Síðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta verður leikin í dag og hefst hún klukkan 14. Mesta spennan er á toppi deildarinnar en Liverpool þarf að treysta á West Ham á Etihad leikvanginum.

Enski boltinn

Púðurskot hjá Barcelona

Barcelona missteig sig í kvöld er það náði ekki að skora gegn Elche sem var að berjast fyrir lífi sínu í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona á samt enn möguleika á titlinum.

Fótbolti

Úrslitaleikur hjá Atletico og Barcelona um titilinn

Atletico Madrid hefði getað tryggt sér spænska meistaratitilinn á heimavelli gegn Malaga í dag. Liðið náði ekki að klára dæmið og þarf því að mæta Barcelona í hreinum úrslitaleik um titilinn næsta sunnudag. Lokatölur í dag 1-1 en Atletico var ekki fjarri því að tryggja sér sigur í uppbótartíma.

Fótbolti

Berlusconi og Seedorf í hár saman

Berlusconi forseti ítalska stórliðsins AC Milan og Clarence Seedorf þjálfari liðsins er ekki vel til vina um þessar mundir en Berlusconi móðgaði Seedorf sem krefst þess að komið sé fram við sig af virðingu.

Fótbolti

Silfuskeiðin velur Evrópubúninga Stjörnunnar

Stjarnan tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu karlaliðs félagsins í fótbolta í sumar. Að því tilefni hefur félagið efnt til skoðunarkönnunar meðal stuðningsmanna um hvernig Evrópubúningur félagsins skuli líta út.

Fótbolti

Ólafur Ingi með í mikilvægum sigri

Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn fyrir Zulte-Waregem í belgísku úrvalsdeildinni sem tryggði sæti sitt í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð með 3-1 sigri á Lokeren á heimavelli.

Fótbolti

Zaha falur fyrir rétta upphæð

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United segist tilbúið að hlusta á tilboð í unga kantmanninn Wilfried Zaha sem var keyptur til félagsins fyrir aðeins 16 mánuðum síðan frá Crystal Palace.

Enski boltinn

Emil skoraði í jafntefli Verona

Emil Hallfreðsson kom Verona í 2-0 gegn Udinese í ítölsku A-deildinni í fótbolta en Verona missti forystuna niður í jafntefli og tapaði dýrmætum stigum baráttunni um Evrópusæti.

Fótbolti

Allardyce ætlar hátt með West Ham

Sam Allardyce knattspyrnustjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur mikinn metnað fyrir því að lyfta félaginu á hærri stall og vinna titla fyrir félagið. Hann ætlar að byrja á að skemma fyrir Manchester City á morgun.

Enski boltinn