Fótbolti

Eiður Smári: Erum með betra lið en Kýpur

„Skyldusigur er kannski full gróft orð en þetta var vissulega sigur sem fólk mátti búast við miðað við styrkleika og stöðu í riðlinum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn.

Fótbolti

Gylfi Þór: Ekki mitt fallegasta mark

„Þetta var skyldusigur til að halda okkur áfram í séns að komast í umspilið. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki fyrr," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn.

Fótbolti

Þjóðverjar komnir á HM í átjánda sinn

Þýskaland tryggði sér í kvöld sigur í C-riðli í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 og þar með farseðilinn á úrslitakeppnina í Brasilíu á næsta ári. Þýskaland vann 3-0 heimasigur á Írlandi og er með fimm stiga forskot á Svía fyrir lokaumferðina. Zlatan Ibrahimović tryggði Svíum annað sætið með því að skora sigurmarkið á móti Austurríki.

Fótbolti

Robin van Persie bætti hollenska markametið

Robin van Persie er orðinn markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi en hann bætti met Patrick Kluivert í kvöld í 8-1 stórsigri Hollendinga á Ungverjum í undankeppni HM 2014. Hollendingar voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sigur í D-riðlinum og þar með sæti á HM.

Fótbolti

Bendtner kláraði næstum því Ítala á Parken

Nicklas Bendtner snéri aftur í danska landsliðið og skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Ítölum á Parken í undankeppni HM 2014 í í kvöld. Sigur hefði komið Dönum upp í annað sæti riðilsins en Ítalir höfðu þegar tryggt sér efsta sætið og farseðil til Brasilíu næsta sumar.

Fótbolti

Öruggur sigur Englendinga á Wembley

Englendingar eru áfram efstir í sínum riðli í undankeppni HM 2014 eftir 4-1 sigur á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld. Úkraína vann 1-0 sigur á Póllandi á sama tíma og er einu stigi á eftir enska liðinu. Þau munu keppa um sigurinn í riðlinum í lokaumferðinni þar sem England tekur á móti Póllandi á Wembley.

Fótbolti

Slóvenar áfram á sigurbraut - Svisslendingar komnir á HM

Slóvenar héldu sigurgöngu sinni áfram í undankeppni HM 2014 með því að vinna 3-0 sigur á Norðmönnum í Slóveníu í riðli okkar í kvöld en þessi úrslit þýða að Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast á HM í Brasilíu. Svisslendingar tryggðu sér á sama tíma sigur í riðlinum með því að vinna 2-1 útisigur í Albaníu.

Fótbolti

Belgar komnir á HM - Lukaku með bæði mörkin

Belgía tryggði sér farseðilinn á HM í Brasilíu með því að vinna 2-1 útisigur á Króatíu í kvöld í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli. Belgum nægði bara jafntefli en hafa nú átta stiga forskot á Króatíu þegar aðeins einn leikur er eftir.

Fótbolti

Armenar hjálpuðu Dönum - spennuleikur á Parken í kvöld

Armenía vann 2-1 sigur á Búlgaríu í dag í undankeppni HM og þessi úrslit koma sér vel fyrir Dani sem eru að berjast við Búlgara (og Armeníu) um annað sætið í B-riðlinum. Ítalir hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum en Búlgarar voru með eins stigs forskot á Dani fyrir leiki dagsins.

Fótbolti

Cleverley ekki með Englendingum í kvöld

Tom Cleverley, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, verður ekki með enska liðinu gegn Svartfellingum í kvöld og missir einnig af leiknum gegn Pólverjum á þriðjudagskvöldið vegna meiðsla.

Fótbolti

Hver á að skora fyrir Norðmenn?

Norðmenn gera sér enn vonir um að ná 2. sætinu í E-riðli undankeppni HM. Það gera þeir vinni þeir báða leikina sem þeir eiga eftir. Norðmenn eru í fjórða sæti í E-riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir, stigi á eftir Slóvenum og tveimur stigum á eftir Íslendingum.

Fótbolti

Svona er staðan í Evrópuhluta undankeppni HM 2014

Ísland er ekki eina þjóðin sem er að berjast fyrir farseðli á HM í Brasilíu í kvöld því mikil spenna er í flestum riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir mæta Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 og stíga skref í átt að sumarferð til Brasilíu með sigri.

Fótbolti