Enski boltinn

Sir Alex: Ég kaupi engan í janúar

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar ekki að styrkja leikmannahópinn sinn þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði. Hann staðfesti þetta í viðtali við Mail on Sunday.

Enski boltinn

Leikmenn Tottenham fóru í keppni um besta piparkökuhúsið

Nokkrir leikmenn Tottenham voru í jólaskapi á dögunum þeir ákváðu að taka þátt í keppni um besta piparkökuhúsið en okkar maður Gylfi Þór Sigurðsson var þó hvergi sjáanlegur í þessari skemmtilegu keppni. Tottenham birti myndband með keppninni inn á Youtube-síðu félagsins.

Enski boltinn

Adel Taarabt: Mikil gleði

Adel Taarabt skoraði bæði mörk Queens Park Rangers í 2-1 sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Taarabt og félagar fögnuðu vel í leikslok.

Enski boltinn

Aston Villa með þrjú mörk og þrjú stig frá Anfield

Aston Villa bætti stöðu síðan í botnbaráttunni með því að vinna frábæran 3-1 sigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool-menn voru enn á ný seinheppnir á báðum endum vallarins og vildu fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur auk fjölda færa sem nýttust ekki.

Enski boltinn

Stefni á að setja eitt með skalla

Gylfi Þór Sigurðsson mætir sínum gömlu félögum úr Swansea í enska boltanum um helgina. Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri liðsins, virðist hafa trölltrú á íslenska landsliðsmanninum þegar kemur að skallatækni hans í vítateignum.

Enski boltinn

Nemanja Vidic aftur með United um helgina

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti það á blaðamannafundi í dag að serbneski miðvörðurinn Nemanja Vidic verði í leikmannahópi hans á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Enski boltinn

Gareth Barry fékk eins leiks bann og sekt

Gareth Barry ætlar ekki að áfrýja úrskurði aganefndar enska knattspyrnusambandsins en hann þarf að taka út leikbann þegar Manchester City mætir Newcastle á útivelli um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Enski landsliðsmaðurinn var dæmdur í eins leiks bann vegna orða sem hann lét falla við Mark Clattenburg dómara eftir 3-2 tap Manchester City gegn Manchester United s.l. sunnudag.

Enski boltinn

Allt botnfrosið í samskiptum Wenger og Bould

Það er mótvindur í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal þessa dagana. Liðið féll úr keppni gegn D-liði Bradford í deildabikarnum í þessari viku og samskipti Arsene Wenger knattspyrnustjóra og aðstoðarþjálfarans Steve Bould eru ekki upp á það allra besta. Stewart Robson, fyrrum leikmaður Arsenal, gagnrýndi Wenger harkalega í gær og sagði liðið á rangri leið undir stjórn Wenger.

Enski boltinn