Enski boltinn Queiroz að taka við Portúgal? Carlos Queiroz, aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United, gæti verið á leið frá Englands- og Evrópumeisturunum. Knattspyrnusamband Portúgals vill fá hann sem næsta landsliðsþjálfara. Enski boltinn 7.7.2008 09:31 Crouch færist nær Portsmouth Portsmouth vill fá Peter Crouch, sóknarmann Liverpool, í sínar raðir. Viðræður milli þessara félaga fóru fram um helgina og þokast þær í rétta átt. Enski boltinn 7.7.2008 09:17 Wenger: Arsenal verður að selja leikmenn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið gæti þurft að selja sína bestu leikmenn í burtu frá félaginu um ókomin ár til að gæta að rekstrinum. Hann er ósáttur við stöðuna á leikmannamarkaðnum í nútímaknattspyrnu. Enski boltinn 6.7.2008 19:00 Huntelaar: United hefur áhuga á mér Hollenski framherjinn Klaas Jan Huntelaar hjá Ajax segir að Manchester United hafi sýnt sér áhuga að undanförnu og að félagið sé ekki það eina á Englandi sem verið hafi með fyrirspurnir. Enski boltinn 6.7.2008 18:30 Calderon að gefast upp á Ronaldo Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segist reikna með því að Cristiano Ronaldo verði áfram í herbúðum Manchester United á næsta tímabili. Enski boltinn 6.7.2008 17:45 Óttast að Joey Barton stytti sér aldur Sam Allardyce, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle, segist óttast að Joey Barton stytti sér aldur ef hann verði látinn fara frá félaginu í vegna vandamála hans utan vallar. Enski boltinn 6.7.2008 15:18 Rooney blankur eftir brúðkaupið Breska helgarblaðið News of the World segir að fjárhagur knattspyrnumannsins Wayne Rooney sé ekki upp á marga fiska eftir annasamt sumar. Rooney gekk að eiga unnustu sína Coleen McLoughlin fyrir skömmu og það kostaði sitt. Enski boltinn 6.7.2008 14:31 Megum ekki við því að missa Keane Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segir að félagið megi alls ekki við því að missa írska markahrókinn Robbie Keane úr sínum herbúðum í sumar. Keane hefur verið orðaður mikið við Liverpool að undanförnu. Enski boltinn 6.7.2008 14:25 Chelsea hefur boðið í Kaka Varaforseti AC Milan segir að Chelsea hafi gert félaginu kauptilboð í brasilíska miðjumanninn Kaka, en hann sé ekki til sölu. Þá hafi mörg félög gert fyrirspurnir í Andrea Pirlo. Enski boltinn 6.7.2008 14:21 Ronaldinho hefur neitað City Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, fullyrðir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hjá Barcelona hafi neitað umleitunum Manchester City og muni þess í stað ganga í raðir Milan í sumar. Enski boltinn 6.7.2008 14:14 Boateng á leið til Hull? Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur gefið öðru ónefndu félagi leyfi til að hefja viðræður við miðjumanninn George Boateng, en talið er að það séu nýliðar Hull City. Hinn 32 ára gamli Hollendingur er ekki talinn eiga framtíð fyrir sér hjá Boro, en talið er að fleiri félög í úrvalsdeildinni gætu haft áhuga á kröftum hans í sumar. Enski boltinn 6.7.2008 14:10 Torres þakkar Benitez árangurinn á árinu Spænski framherjinn Fernando Torres þakkar þeim Rafa Benitez og Steven Gerrard að hluta fyrir þann árangur sem hann hefur náð á knattspyrnuvellinum síðustu misseri. Enski boltinn 5.7.2008 16:37 Ekki pláss fyrir Adebayor og Eto´o hjá Barcelona Spænska blaðið Marca hefur gert sér mikinn mat úr meintum áhuga Barcelona á framherjanum Emmanuel Adebayor hjá Arsenal að undanförnu. Enski boltinn 5.7.2008 14:45 Dunne framlengir hjá City Fyrirliðinn Richard Dunne hjá Manchester City hefur framlengt samning sinn við félagið um fjögur ár. Dunne er 28 ára gamall varnarmaður, en hann hafði verið orðaður nokkuð við Portsmouth að undanförnu. Enski boltinn 5.7.2008 12:47 Geovanni semur við Hull Nýliðar Hull City í ensku úrvalsdeildinni hafa gert tveggja ára samning við brasilíska miðjumanninn Geovanni. Sá er 28 ára gamall og var látinn fara frá City á dögunum. Enski boltinn 5.7.2008 12:44 Sannfærðir um að Ronaldo verði áfram á Old Trafford Samkvæmt fréttum í breskum miðlum í morgun virðast Manchester United vera nokkuð vissir um að Cristiano Ronaldo muni ekki ganga til liðs við Real Madrid nú í sumar. The Daily Mail heldur því fram að bæði Sir Alex og David Gill framkvæmdarstjóri séu nokkuð vissir um að portúgalinn verði á Old Trafford, þrátt fyrir áhuga Madrid og fréttir þess efnis að tilboð sé á borðinu. Enski boltinn 5.7.2008 10:35 Andy Cole til Forest Andy Cole hefur náð samkonulagi við Nottingham Forest um að leika með liðinu í ensku 1. deildinni á næsta tímabili. Cole gerði garðinn frægan með Manchester United en hann er 36 ára í dag. Enski boltinn 4.7.2008 21:00 Dunne áfram hjá City Richard Dunne, fyrirliði Manchester City, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Þessi 28 ára varnarmaður hefur verið valinn leikmaður ársins hjá City síðustu fjögur tímabil. Enski boltinn 4.7.2008 20:00 United neitar enn og aftur sögusögnum um Ronaldo Manchester United hefur enn og aftur ítrekað það að Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu. Fréttir á Spáni í gær sögðu að United væri tilbúið að ganga til viðræðna við Real Madrid. Enski boltinn 4.7.2008 19:00 Dossena kominn til Liverpool Andrea Dossena hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Liverpool. Hann er 26 ára bakvörður og er ætlað að fylla skarðið sem John Arne Riise skildi eftir sig þegar hann var seldur til Roma. Enski boltinn 4.7.2008 18:00 Taylor framlengir við Newcastle Varnarmaðurinn Steven Taylor hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle um þrjú ár. Hinn 22 ára gamli leikmaður hefur verið lengi í samningaviðræðum við heimalið sitt, en nú eru samningar loks í höfn ef marka má frétt Sky í dag. Sagt er að Taylor muni fá allt að 35,000 pund í vikulaun á nýja samningnum. Enski boltinn 4.7.2008 16:30 Gríðarleg uppsveifla hjá QPR Enska b-deildarfélagið QPR er heldur betur í sókn þessa dagana. Nýir eigendur félagsins ætla sér að koma þessum fornfræga klúbbi í efstu deild fyrir árið 2010. Enski boltinn 4.7.2008 15:30 Nasri semur eftir 10 daga Umboðsmaður miðjumannsins Samir Nasri segist eiga von á því að leikmaðurinn gangi frá samningi við Arsenal á næstu tíu dögum. Hinn 21 árs Nasri leikur með Marseille í Frakklandi og tilkynnti fyrir nokkru að hann hefði náð samkomulagi við Lundúnafélagið. Enski boltinn 4.7.2008 14:45 Amerískir fjárfestar í viðræðum við Newcastle Mike Ashley, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, hefur átt óformlegar viðræður við ameríska fjárfesta með yfirtöku á félaginu í huga. Því hefur verið fleygt að Ashley hafi sett 420 milljón punda verðmiða á félagið eða tæpa 67 milljarða króna. Enski boltinn 4.7.2008 10:39 Boro kaupir hollenskan framherja Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur gengið frá kaupum á framherjanum Marvin Emnes frá Sparta Rotterdam fyrir 3,2 milljónir punda. Emnes er í U-21 árs liði Hollendinga og var kjörinn leikmaður ársins hjá Spörtu á síðustu leiktíð. Enski boltinn 4.7.2008 10:03 Kewell til Tyrklands Ástralski kantmaðurinn Harry Kewell hefur gert þriggja ára samning við tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray en hann var með lausa samninga hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool. Enski boltinn 4.7.2008 09:53 Barry fer ekki til Liverpool nema fyrir rétta upphæð Martin O'Neill hefur ítrekað að fyrirliðinn Gareth Barry verði ekki seldur til Liverpool nema félagið greiði þá upphæð sem Villa sættir sig við fyrir leikmanninn. Enski boltinn 3.7.2008 22:45 Mascherano á Ólympíuleikana Javier Mascherano, miðjumaður Liverpool, mun missa af fyrstu leikjum Liverpool á komandi tímabili. Hann hefur verið valinn í argentínska landsliðið sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Peking í ágúst. Enski boltinn 3.7.2008 20:15 Crespo laus frá Chelsea Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo er nú alfarið laus frá Chelsea en samningur hans er runninn út. Hann hefur síðustu tvö tímabil verið lánaður til Inter á Ítalíu. Enski boltinn 3.7.2008 18:00 Tiltekt hjá City Forráðamenn Manchester City hafa tilkynnt að níu leikmenn séu á förum frá félaginu í sumar. Þar af eru fjórir leikmenn í aðalliðinu. Enski boltinn 3.7.2008 15:36 « ‹ ›
Queiroz að taka við Portúgal? Carlos Queiroz, aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United, gæti verið á leið frá Englands- og Evrópumeisturunum. Knattspyrnusamband Portúgals vill fá hann sem næsta landsliðsþjálfara. Enski boltinn 7.7.2008 09:31
Crouch færist nær Portsmouth Portsmouth vill fá Peter Crouch, sóknarmann Liverpool, í sínar raðir. Viðræður milli þessara félaga fóru fram um helgina og þokast þær í rétta átt. Enski boltinn 7.7.2008 09:17
Wenger: Arsenal verður að selja leikmenn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið gæti þurft að selja sína bestu leikmenn í burtu frá félaginu um ókomin ár til að gæta að rekstrinum. Hann er ósáttur við stöðuna á leikmannamarkaðnum í nútímaknattspyrnu. Enski boltinn 6.7.2008 19:00
Huntelaar: United hefur áhuga á mér Hollenski framherjinn Klaas Jan Huntelaar hjá Ajax segir að Manchester United hafi sýnt sér áhuga að undanförnu og að félagið sé ekki það eina á Englandi sem verið hafi með fyrirspurnir. Enski boltinn 6.7.2008 18:30
Calderon að gefast upp á Ronaldo Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segist reikna með því að Cristiano Ronaldo verði áfram í herbúðum Manchester United á næsta tímabili. Enski boltinn 6.7.2008 17:45
Óttast að Joey Barton stytti sér aldur Sam Allardyce, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle, segist óttast að Joey Barton stytti sér aldur ef hann verði látinn fara frá félaginu í vegna vandamála hans utan vallar. Enski boltinn 6.7.2008 15:18
Rooney blankur eftir brúðkaupið Breska helgarblaðið News of the World segir að fjárhagur knattspyrnumannsins Wayne Rooney sé ekki upp á marga fiska eftir annasamt sumar. Rooney gekk að eiga unnustu sína Coleen McLoughlin fyrir skömmu og það kostaði sitt. Enski boltinn 6.7.2008 14:31
Megum ekki við því að missa Keane Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segir að félagið megi alls ekki við því að missa írska markahrókinn Robbie Keane úr sínum herbúðum í sumar. Keane hefur verið orðaður mikið við Liverpool að undanförnu. Enski boltinn 6.7.2008 14:25
Chelsea hefur boðið í Kaka Varaforseti AC Milan segir að Chelsea hafi gert félaginu kauptilboð í brasilíska miðjumanninn Kaka, en hann sé ekki til sölu. Þá hafi mörg félög gert fyrirspurnir í Andrea Pirlo. Enski boltinn 6.7.2008 14:21
Ronaldinho hefur neitað City Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, fullyrðir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hjá Barcelona hafi neitað umleitunum Manchester City og muni þess í stað ganga í raðir Milan í sumar. Enski boltinn 6.7.2008 14:14
Boateng á leið til Hull? Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur gefið öðru ónefndu félagi leyfi til að hefja viðræður við miðjumanninn George Boateng, en talið er að það séu nýliðar Hull City. Hinn 32 ára gamli Hollendingur er ekki talinn eiga framtíð fyrir sér hjá Boro, en talið er að fleiri félög í úrvalsdeildinni gætu haft áhuga á kröftum hans í sumar. Enski boltinn 6.7.2008 14:10
Torres þakkar Benitez árangurinn á árinu Spænski framherjinn Fernando Torres þakkar þeim Rafa Benitez og Steven Gerrard að hluta fyrir þann árangur sem hann hefur náð á knattspyrnuvellinum síðustu misseri. Enski boltinn 5.7.2008 16:37
Ekki pláss fyrir Adebayor og Eto´o hjá Barcelona Spænska blaðið Marca hefur gert sér mikinn mat úr meintum áhuga Barcelona á framherjanum Emmanuel Adebayor hjá Arsenal að undanförnu. Enski boltinn 5.7.2008 14:45
Dunne framlengir hjá City Fyrirliðinn Richard Dunne hjá Manchester City hefur framlengt samning sinn við félagið um fjögur ár. Dunne er 28 ára gamall varnarmaður, en hann hafði verið orðaður nokkuð við Portsmouth að undanförnu. Enski boltinn 5.7.2008 12:47
Geovanni semur við Hull Nýliðar Hull City í ensku úrvalsdeildinni hafa gert tveggja ára samning við brasilíska miðjumanninn Geovanni. Sá er 28 ára gamall og var látinn fara frá City á dögunum. Enski boltinn 5.7.2008 12:44
Sannfærðir um að Ronaldo verði áfram á Old Trafford Samkvæmt fréttum í breskum miðlum í morgun virðast Manchester United vera nokkuð vissir um að Cristiano Ronaldo muni ekki ganga til liðs við Real Madrid nú í sumar. The Daily Mail heldur því fram að bæði Sir Alex og David Gill framkvæmdarstjóri séu nokkuð vissir um að portúgalinn verði á Old Trafford, þrátt fyrir áhuga Madrid og fréttir þess efnis að tilboð sé á borðinu. Enski boltinn 5.7.2008 10:35
Andy Cole til Forest Andy Cole hefur náð samkonulagi við Nottingham Forest um að leika með liðinu í ensku 1. deildinni á næsta tímabili. Cole gerði garðinn frægan með Manchester United en hann er 36 ára í dag. Enski boltinn 4.7.2008 21:00
Dunne áfram hjá City Richard Dunne, fyrirliði Manchester City, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Þessi 28 ára varnarmaður hefur verið valinn leikmaður ársins hjá City síðustu fjögur tímabil. Enski boltinn 4.7.2008 20:00
United neitar enn og aftur sögusögnum um Ronaldo Manchester United hefur enn og aftur ítrekað það að Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu. Fréttir á Spáni í gær sögðu að United væri tilbúið að ganga til viðræðna við Real Madrid. Enski boltinn 4.7.2008 19:00
Dossena kominn til Liverpool Andrea Dossena hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Liverpool. Hann er 26 ára bakvörður og er ætlað að fylla skarðið sem John Arne Riise skildi eftir sig þegar hann var seldur til Roma. Enski boltinn 4.7.2008 18:00
Taylor framlengir við Newcastle Varnarmaðurinn Steven Taylor hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle um þrjú ár. Hinn 22 ára gamli leikmaður hefur verið lengi í samningaviðræðum við heimalið sitt, en nú eru samningar loks í höfn ef marka má frétt Sky í dag. Sagt er að Taylor muni fá allt að 35,000 pund í vikulaun á nýja samningnum. Enski boltinn 4.7.2008 16:30
Gríðarleg uppsveifla hjá QPR Enska b-deildarfélagið QPR er heldur betur í sókn þessa dagana. Nýir eigendur félagsins ætla sér að koma þessum fornfræga klúbbi í efstu deild fyrir árið 2010. Enski boltinn 4.7.2008 15:30
Nasri semur eftir 10 daga Umboðsmaður miðjumannsins Samir Nasri segist eiga von á því að leikmaðurinn gangi frá samningi við Arsenal á næstu tíu dögum. Hinn 21 árs Nasri leikur með Marseille í Frakklandi og tilkynnti fyrir nokkru að hann hefði náð samkomulagi við Lundúnafélagið. Enski boltinn 4.7.2008 14:45
Amerískir fjárfestar í viðræðum við Newcastle Mike Ashley, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, hefur átt óformlegar viðræður við ameríska fjárfesta með yfirtöku á félaginu í huga. Því hefur verið fleygt að Ashley hafi sett 420 milljón punda verðmiða á félagið eða tæpa 67 milljarða króna. Enski boltinn 4.7.2008 10:39
Boro kaupir hollenskan framherja Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur gengið frá kaupum á framherjanum Marvin Emnes frá Sparta Rotterdam fyrir 3,2 milljónir punda. Emnes er í U-21 árs liði Hollendinga og var kjörinn leikmaður ársins hjá Spörtu á síðustu leiktíð. Enski boltinn 4.7.2008 10:03
Kewell til Tyrklands Ástralski kantmaðurinn Harry Kewell hefur gert þriggja ára samning við tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray en hann var með lausa samninga hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool. Enski boltinn 4.7.2008 09:53
Barry fer ekki til Liverpool nema fyrir rétta upphæð Martin O'Neill hefur ítrekað að fyrirliðinn Gareth Barry verði ekki seldur til Liverpool nema félagið greiði þá upphæð sem Villa sættir sig við fyrir leikmanninn. Enski boltinn 3.7.2008 22:45
Mascherano á Ólympíuleikana Javier Mascherano, miðjumaður Liverpool, mun missa af fyrstu leikjum Liverpool á komandi tímabili. Hann hefur verið valinn í argentínska landsliðið sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Peking í ágúst. Enski boltinn 3.7.2008 20:15
Crespo laus frá Chelsea Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo er nú alfarið laus frá Chelsea en samningur hans er runninn út. Hann hefur síðustu tvö tímabil verið lánaður til Inter á Ítalíu. Enski boltinn 3.7.2008 18:00
Tiltekt hjá City Forráðamenn Manchester City hafa tilkynnt að níu leikmenn séu á förum frá félaginu í sumar. Þar af eru fjórir leikmenn í aðalliðinu. Enski boltinn 3.7.2008 15:36