Enski boltinn

Þrír stjórnarmenn hjá Watford sögðu af sér í kvöld

Það er ekki gott ástand hjá enska B-deildarliðinu Watford sem glímir við mikinn fjárhagsvanda þessa daganna. Þrír stjórnarmenn félagsins sögðu af sér í kvöld á árlegum aðalfundi félagsins en framtíð Watford ræðst af því hvort félagið geti reddað 5,5 milljónum punda fyrir júní 2010.

Enski boltinn

Mark Hughes: Erum á eftir sæti Liverpool í Meistaradeildinni

Mark Hughes, stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, er örugglega að reyna að setja enn meiri pressu á Rafael Benitez, stjóri Liverpool, með því að gefa það út að Manchester City ætli sér að ná í Meistaradeildarsæti Liverpool. Hughes er á því að Manchester United, Chelsea og Arsenal verði ekki haggað úr efstu þremur sætunum.

Enski boltinn

Backe hættur hjá Notts County

Svo virðist sem að ævintýrið um Notts County sé að breytast í martröð. Nú hefur Svíinn Hans Backe ákveðið að hætta sem knattspyrnustjóri liðsins eftir aðeins sjö vikur í starfi.

Enski boltinn

Arshavin gat ekki notað hægri fótinn alla vikuna

Arsenal-maðurinn Andrei Arshavin var enn á ný örlagavaldur Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði sigurmark Arsenal í 2-1 sigri. Tapið gerði endanlega út um allar meistaravonir hjá Liverpool en í fyrra skoraði Arshavin einmitt fernu á Anfield.

Enski boltinn

Wenger útilokar að kaupa Nistelrooy

Arsenal er orðað við annan hvern framherja í Evrópu þessa dagana. Nú er hægt að útiloka í það minnsta einn því Arsene Wenger, stjóri liðsins, segir ekki koma til greina að semja við meiðslapésann Ruud Van Nistelrooy.

Enski boltinn