Enski boltinn

Leonardo: Verðum helst að halda hreinu í fyrri leiknum

Knattspyrnustjórinn Leonardo hjá AC Milan gerir ráð fyrir erfiðum leikjum gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hann telur að ítalska félagið verði að gera allt til þess að halda marki sínu hreinu í fyrri leiknum á San Siro-leikvanginum annað kvöld.

Enski boltinn

Verður úrslitakeppni um síðasta sætið inn í Meistaradeildina?

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru nú að ræða það að alvöru að koma með nýtt útspil í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina. Á dagskránni er að keppa um það í sérstakri úrslitakeppni eftir tímabilið eða svipað og er nú í gangi neðri deildunum þegar liðið keppa um þriðja og síðasta sætið upp um deild.

Enski boltinn

Beckham: Rooney er jafngóður og Ronaldinho

David Beckham, leikmaður AC Milan, segir að Wayne Rooney, framherji Manchester United, sé jafn góður og liðsfélagi Beckham hjá Milan, Ronaldinho, sem hefur tvisvar hlotið viðurkenninguna besti knattspyrnumaður heims, árin 2004 og 2005.

Enski boltinn

Everton setur háan verðmiða á Rodwell

Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur sagt Manchester United að félagið verði að bjóða þrjátíu milljónir punda í hinn unga og efnilega leikmenn Everton, Jack Rodwell. vilji félagið klófesta hann.

Enski boltinn

Búið að draga í enska bikarnum

Það var dregið í átta liða úrslit í enska bikarnum seinni partinn í dag. Chelsea mætir annað hvort Man. City eða Stoke en það verður væntanlega stórslagur átta liða úrslitanna.

Enski boltinn