Enski boltinn

Lampard ánægður með Rio sem fyrirliða enska landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand og Frank Lampard fagna marki hjá Englandi.
Rio Ferdinand og Frank Lampard fagna marki hjá Englandi. Mynd/AFP

Frank Lampard er ánægður með að Rio Ferdinand hafi fengið fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu þrátt fyrir að það hafi verið tekið af góðum vini Lampards hjá Chelsea, John Terry.

„Þeir John Terry og Rio Ferdinand eru báðir miklir persónuleikar og fyrirliðinn þarf að láta heyra í sér í búningsklefanum. Rio hefur alltaf tjáð sig í klefanum," sagði Frank Lampard við People.

„Hann hefur alltaf verið vinsæll í búningsklefanum og hefur náð vel til allra. Hann fær bandið við leiðinlegar aðstæður en víst að það þurfti að breyta þá á Rio skilið á bera fyrirliðabandið," sagði Lampard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×