Enski boltinn

Szczesny: Baðst afsökunnar á því að hafa líkt Ramsey við nauðgara

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, hefur beðist afsökunnar á því að hafa skrifað inn á twitter-síðu sína að liðsfélagi hans Aaron Ramsey liti út eins og nauðgari. Szczesny sem er 21 árs Pólverji fékk áminningu frá félaginu þar sem hann var minntur á skyldur sínar og hann hefur síðan eytt tístinu út af twitter-síðu sinni.

Enski boltinn

Naumt tap Cardiff á útivelli

Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í enska B-deildarliðinu Cardiff töpuðu í kvöld fyrir Crystal Palace á útivelli, 1-0, í fyrri viðureign liðanna í undaúrslitum enska deildabikarsins.

Enski boltinn

Gylfi ekki eini miðjumaðurinn á leið til Swansea á láni

Gylfi Þór Sigurðsson verður væntanlega ekki eini miðjumaðurinn sem kemur á láni til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea í janúarglugganum. Brendan Rodgers, stjóri Swansea, vonast eftir því að ganga frá samningi við Chelsea á næstu tveimur sólarhringum um að fá hinn 18 ára Josh McEachran á láni út tímabilið.

Enski boltinn

Man City og Inter Milan byrjuð að tala saman um Tevez

Það stefnir í baráttu á milli Mílanó-félaganna um Carlos Tevez því nú hefur Inter Milan blandað sér inn í málið fyrir alvöru. AC Milan hefur undanfarnar vikur reynt að fá Argentínumanninn að láni en nú hafa Inter-menn hafið viðræður við Manchester City um kaup á Tevez.

Enski boltinn

Tímabilið búið hjá liðsfélaga Heiðars

Alejandro Faurlin, liðsfélagi Heiðars Helgusonar hjá Queens Park Rangers, missir af því sem eftir er af tímabilinu eftir að það kom í ljós að hann sleit krossband í hné í bikarleik á móti Milton Keynes Dons um helgina.

Enski boltinn

Ipswich borgaði upp samninginn hans Ívars

Ívar Ingimarsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir enska b-deildarliðið Ipswich Town þrátt fyrir að hafa átt fimm mánuði eftir af samningi sínum. Paul Jewell segir að tilraun hans að fá Ívar til liðsins hafi ekki gengið upp en varnarleikur Ipswich hefur verið í molum á tímabilinu.

Enski boltinn

Rooney á Twitter: Ég gaf ekki rauða spjaldið

Wayne Rooney, framherji Manchester United, notaði twitter-síðu sína til þess að tjá sig um ummæli Roberto Mancini, stjóra Manchester City, um að Rooney hafi séð til þess að Vincent Kompany fékk rauða spjaldið á 12. mínútu í bikarleik Manchester-liðanna í gær.

Enski boltinn

Mancini: Rooney sá til þess að Kompany var rekinn útaf

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að Wayne Rooney beri ábyrgð á því að Vincent Kompany var rekinn útaf á tólftu mínútu í bikarleik Manchester-liðanna í gær. Manchester United komst í 3-0 í leiknum og vann á endanum 3-2 en City-liðið spilaði manni færri í 78 mínútur.

Enski boltinn

Liverpool biður Adeyemi afsökunar

Liverpool hefur beðið Tom Adeyemi, leikmann Oldham, opinberlega afsökunar vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leik liðanna á föstudag. Einhverjir þeirra voru með kynþáttaníð í garð leikmannsins.

Enski boltinn