Enski boltinn

Moyes: Það á að setja svindlara í leikbann

David Moyes, stjóra Everton, er mjög illa við svindlara og þess vegna bannað hann leikmönnum sínum að dýfa sér fyrir sex árum síðan. Leikaraskapurinn á Hm 2006 ofbauð Moyes og hann tók því til sinna mála í herbúðum Everton.

Enski boltinn

Hrikalegt klúður hjá Man. Utd

Manchester United missti niður tveggja marka forskot og varð að sætta sig við jafntefli, 4-4, gegn Everton í hreint ótrúlegum leik í dag. Forskot United á toppi deildarinnar er því sex stig en Man. City getur náð því niður í þrjú stig síðar í dag.

Enski boltinn

Enn tapar Liverpool

Liverpool tapaði sínum þriðja heimaleik í vetur er Roy Hodgson snéri aftur á Anfield með lið WBA. Lokatölur 0-1. Liverpool er búið að tapa alls tólf leikjum í deildinni í vetur.

Enski boltinn

Skoraði mark úr útsparki

Tim Howard, markvörður Everton, er ekki eini markvörðurinn sem skoraði yfir allan völlinn í vetur því Allan Marriot, markvörður Mansfield Town, er einnig búinn að gera það.

Enski boltinn

Hamburg vill fá Kuyt

Svo gæti farið að Hollendingurinn Dirk Kuyt yfirgefi herbúðir Liverpool í sumar. Fari svo er Hamburg eitt þeirra liða sem vill fá hann í sínar raðir. Kuyt hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool í vetur og þess vegna gæti hann freistast til þess að róa á önnur mið í sumar.

Enski boltinn

Juventus vill kaupa Van Persie

Hollendingurinn Robin van Persie hjá Arsenal er efstur á óskalista Juventus sem er sagt ætla að reyna að kaupa hann í sumar. Forráðamenn Juve hafa þegar sett sig í samband við umboðsmann leikmannsins og lýst yfir áhuga sínum.

Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Arteta

Mikel Arteta spilar ekki meira með Arsenal á tímabilinu vegna meiðsla í hné. Það þýðir að Arsene Wenger á í vandræðum með miðjumenn fyrir leikinn mikilvæga gegn Chelsea á laugardaginn.v

Enski boltinn