Enski boltinn

Berbatov búinn að semja við Fulham

Eftir mikið japl, jaml og fuður er loksins orðið ljóst að Dimitar Berbatov verður leikmaður Fulham í vetur. Félagið hefur staðfest þessar fréttir. Búlgarinn skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kaupverðið var ekki gefið upp.

Enski boltinn

Hermann ætlar að spila frítt fyrir Portsmouth

Hermann Hreiðarsson er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og ætlar að hjálpa sínum gömlu félögum í Portsmouth í ensku C-deildinni í vetur. Portsmouth á í miklum fjárhagserfiðleikum, getur ekki borgað nein laun og því mun Hermann spila frítt með liðinu. Þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu.

Enski boltinn

Granero samdi við QPR

QPR hefur gengið frá kaupum á Esteban Granero frá Spánarmeisturum Real Madrid. Granero gerði fjögurra ára samning við enska liðið.

Enski boltinn

Úlfarnir komust áfram

Björn Bergmann Sigurðarson og Eggert Gunnþór Jónsson voru báðir í byrjunarliði Wolves sem komust í kvöld áfram í þriðju umferð ensku deildabikarkeppninnar.

Enski boltinn

Tottenham ekki hætt að kaupa - Remy næstur á dagskrá

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham er ekki alveg sáttur við leikmannahópinn hjá Tottenham og stjórnarformaðurinn Daniel Levy flýgur til Marseille í dag til þess að reyna að ganga frá kaupum á framherjanum Loic Remy. Félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti á föstudag og verða Tottenham-menn því að hafa hraðann á ætli þeir að gera Remy að leikmanni Tottenham fyrir þann tíma.

Enski boltinn