Enski boltinn

Balotelli þarf að fara í augnaðgerð

Mario Balotelli, framherji Manchester City og ítalska landsliðsins, er á leiðinni í augnaðgerð en þetta staðfesti David Platt, aðstoðarmaður Roberto Mancini, eftir 3-1 sigur City á QPR í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Enski boltinn

Villas-Boas: Við vorum ekki beittir í fyrri hálfleiknum

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, getur ekki leynt vonbrigðum sínum með byrjunina á tímabilinu en Tottenham hefur aðeins náð í tvö stig í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Norwich í dag en íslenski landsliðsmaðurinn náði sér engan veginn á strik.

Enski boltinn

Steve Clarke: Ég er farinn að hljóma eins og bilaður plötuspilari

Steve Clarke, stjóri West Bromwich Albion, er að byrja frábærlega í sínu fyrsta starfi sem aðalstjóri í ensku úrvalsdeildinni en Clarke stýrði sínu liði til 2-0 sigurs á Everton í dag. West Brom er í 3. sæti sæti deildarinnar en liðið hefur unnið heimasigra á Liverpool og Everton og gert jafntefli á útivelli á móti Tottenham.

Enski boltinn

Ferguson: Rooney var ekki í formi

Wayne Rooney var ekki í byrjunarliði Manchester United um síðustu helgi og strax fóru sögusagnir af stað um að hann væri á förum frá félaginu. Rooney hefur sagt allt slíkt tal vera tóma þvælu en kappinn verður frá næstu vikur eftir að hafa fengið slæman skurð á lærið í leiknum við Fulham.

Enski boltinn

Gerrard: Manchester United vildi fá mig

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur haldið tryggð við sitt félag þrátt fyrir áhuga margra stórliða. Hann segist hafa átt möguleika á því að fara til félaga eins og Chelsea, Manchester United og Real Madrid.

Enski boltinn

Dempsey samdi við Tottenham

Clint Dempsey er orðinn leikmaður Tottenham. Hann skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við félagið sem greiddi Fulham sex milljónir punda fyrir.

Enski boltinn

City náði að klófesta Garcia

Javi Garcia er orðinn leikmaður Manchester City en fréttir þess bárust frá herbúðum félagsins nú í kvöld. City greiðir Benfica sextán milljónir punda fyrir kappann.

Enski boltinn