Enski boltinn

Man. Utd búið að kaupa Van Persie frá Arsenal

Stuðningsmenn Arsenal eru í sárum eftir að staðfest var nú í kvöld að Man. Utd væri búið að festa kaup á þeirra besta manni, Robin van Persie. Þetta er staðfest á heimasíðu Man. Utd. BBC segir að kaupverðið sé 24 milljónir punda og mun Hollendingurinn skrifa undir fjögurra ára samning.

Enski boltinn

Agger: Barcelona er eina félagið sem freistar mín

Danski landsliðsmiðvörðurinn Daniel Agger er enn leikmaður Liverpool þrátt fyrir tilboð frá Englandsmeisturum Manchester City og hann segist ekki spenntur fyrir neinu öðru félagi íensku úrvalsdeildinni. Daninn viðurkennir samt að Barcelona væri áhugaverður möguleiki fyrir sig í framtíðinni.

Enski boltinn

Fabrice Muamba leggur skóna á hilluna

Knattspyrnumaðurinn Fabrice Muamba mun ekki leika fleiri fótboltaleik á ferlinum en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Muamba er aðeins 24 ára gamall og hann hefur leikið með yngri landsliðum Englands. Hann varð fyrir því að hjarta hans stöðvaðist í leik vetur með Bolton og stóð endurlífgun yfir í 78 mínútur.

Enski boltinn

Lampard vill ljúka ferlinum hjá Chelsea

Frank Lampard hefur áhuga á því að ljúka ferlinu með enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Lampard, sem er 34 ára gamall, er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð en hann verður með enska landsliðinu í kvöld í vináttulandsleik gegn Ítalíu.

Enski boltinn

Mark Heiðars dugði ekki til

Íslendingaliðið Cardiff City komst alla leið í enska deildarbikarnum á síðustu leiktíð en bikarævintýrið í ár var stutt því liðið er úr leik eftir 2-1 tap gegn Northampton.

Enski boltinn

Wenger gefst ekki upp á Van Persie

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki gefið upp alla von um að halda Robin van Persie hjá félaginu þó svo ekkert nýtt hafi gerst í viðræðum Van Persie við Lundúnafélagið.

Enski boltinn

Ryo lánaður til Wigan

Arsenal er búið að lána japanska ungstirnið, Ryo Miyaichi, til Wigan út komandi leiktíð. Þessi 19 ára gamli vængmaður hefur ekki enn spilað deildarleik fyrir Arsenal síðan hann kom til félagsins árið 2010.

Enski boltinn

Barry og Richards verða ekki með meisturum City í dag

Ensku landsliðsmennirnir Gareth Barry og Micah Richards verða fjarri góðu gamni í dag þegar Englandsmeistarar Manchester City mæta bikarmeisturum Chelsea í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn sem fer fram á Villa Park. Leikurinn hefst klukkan 12.30 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.

Enski boltinn

Di Matteo: Ég geri engar róttækar breytingar

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, ætlar ekki að gera miklar breytingar á því skipulagi sem færði félaginu tvo titla í lok síðasta. Di Matteo segir að Chelsea ætli ekki að fara spila fótbolta eins og Barcelona þrátt fyrir að hafa keypt nokkra sókndjarfa leikmenn í sumar.

Enski boltinn