Enski boltinn Van Persie fór í læknisskoðun í kvöld Hollenski framherjinn Robin van Persie fór í læknisskoðun í Manchester í kvöld og er fastlega reiknað með því að hann skrifi undir fjögurra ára samning við Man. Utd á morgun. Enski boltinn 16.8.2012 22:45 Song líklega á leiðinni til Barcelona Arsenal er ekki hætt að selja sína bestu leikmenn en nú bendir flest til þess að miðjumaðurinn Alex Song sé á leið til Barcelona. Enski boltinn 16.8.2012 19:00 Framlínan að verða eins og árið 1999 Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að sóknarlína Man. Utd sé nú farinn að líkjast sóknarlínunni sem United stillti upp árið 1999 er það vann þrennuna fræga. Enski boltinn 16.8.2012 18:15 Anita orðinn leikmaður Newcastle Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United hefur gengið frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Vurnon Anita frá Ajax. Anita samdi við Newcastle til fimm ára. Enski boltinn 16.8.2012 12:45 Wenger: Áttum engra kosta völ nema að selja van Persie Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir Lundúnarfélagið ekki hafa átt neinn kost í stöðunni nema að selja stjörnuframherja sinn Robin van Persie til Manchester United. Enski boltinn 16.8.2012 10:30 Man. Utd búið að kaupa Van Persie frá Arsenal Stuðningsmenn Arsenal eru í sárum eftir að staðfest var nú í kvöld að Man. Utd væri búið að festa kaup á þeirra besta manni, Robin van Persie. Þetta er staðfest á heimasíðu Man. Utd. BBC segir að kaupverðið sé 24 milljónir punda og mun Hollendingurinn skrifa undir fjögurra ára samning. Enski boltinn 15.8.2012 18:42 Veðbankar í Englandi spá: City vinnur aftur titilinn en hvar enda hin liðin? Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi en Manchester City hefur þá titilvörn sína eftir dramatískan sigur á lokadegi síðustu leiktíðar. Veðbankar á Englandi hafa gefið út líkur liðanna tuttugu í deildinni á að vera enskir meistarar næsta vor. Enski boltinn 15.8.2012 18:30 Agger: Barcelona er eina félagið sem freistar mín Danski landsliðsmiðvörðurinn Daniel Agger er enn leikmaður Liverpool þrátt fyrir tilboð frá Englandsmeisturum Manchester City og hann segist ekki spenntur fyrir neinu öðru félagi íensku úrvalsdeildinni. Daninn viðurkennir samt að Barcelona væri áhugaverður möguleiki fyrir sig í framtíðinni. Enski boltinn 15.8.2012 18:00 Koscielny hjá Arsenal: Ef við byrjum vel þá getum við barist um titilinn Franski varnarmaðurinn Laurent Koscielny er sáttur með lífið hjá Arsenal og tilbúinn í titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þessi 26 ára miðvörður stóð sig vel á síðasta tímabili og gerði á dögunum nýjan samning við Arsenal. Enski boltinn 15.8.2012 18:00 Fabrice Muamba leggur skóna á hilluna Knattspyrnumaðurinn Fabrice Muamba mun ekki leika fleiri fótboltaleik á ferlinum en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Muamba er aðeins 24 ára gamall og hann hefur leikið með yngri landsliðum Englands. Hann varð fyrir því að hjarta hans stöðvaðist í leik vetur með Bolton og stóð endurlífgun yfir í 78 mínútur. Enski boltinn 15.8.2012 17:15 Hodgson vonast til þess að John Terry sleppi við refsingu Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, segist vonast til þess að aganefnd enska knattspyrnusambandsins refsi ekki John Terry fyrir framkomu sína í leik á móti Queens Park Rangers fyrir tæpu ári síðan. Enski boltinn 15.8.2012 14:15 Lampard vill ljúka ferlinum hjá Chelsea Frank Lampard hefur áhuga á því að ljúka ferlinu með enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Lampard, sem er 34 ára gamall, er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð en hann verður með enska landsliðinu í kvöld í vináttulandsleik gegn Ítalíu. Enski boltinn 15.8.2012 13:30 Mark Heiðars dugði ekki til Íslendingaliðið Cardiff City komst alla leið í enska deildarbikarnum á síðustu leiktíð en bikarævintýrið í ár var stutt því liðið er úr leik eftir 2-1 tap gegn Northampton. Enski boltinn 14.8.2012 23:43 Given hættur að spila með landsliði Íra Írinn Shay Given hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Markvörðurinn 36 ára lék 125 landsleiki fyrir þjóð sína sem er met. Enski boltinn 14.8.2012 10:15 Agger vill vera áfram hjá Liverpool Daniel Agger, leikmaður Liverpool, hefur tjáð sig um áhuga Manchester City á sér. Hann segist þó umfram allt vilja spila fyrir Liverpool. Enski boltinn 14.8.2012 08:59 Wenger gefst ekki upp á Van Persie Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki gefið upp alla von um að halda Robin van Persie hjá félaginu þó svo ekkert nýtt hafi gerst í viðræðum Van Persie við Lundúnafélagið. Enski boltinn 13.8.2012 18:15 Ryo lánaður til Wigan Arsenal er búið að lána japanska ungstirnið, Ryo Miyaichi, til Wigan út komandi leiktíð. Þessi 19 ára gamli vængmaður hefur ekki enn spilað deildarleik fyrir Arsenal síðan hann kom til félagsins árið 2010. Enski boltinn 13.8.2012 16:45 John Terry sleppur við bann í Meistaradeildinni John Terry, fyrirliði Chelsea, getur spilað með Chelsea í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Knattspyrnusamband Evrópu hefur tekið áfrýjun bannsins til greina og minnkað bannið í tvo leiki. Enski boltinn 13.8.2012 16:00 Ivanovic fer ekki í bann þrátt fyrir rautt spjald Branislav Ivanovic, varnarmaður Chelsea, þarf ekki að taka út þriggja leikja bann þrátt fyrir að hafa verið vísað af velli í 3-2 tapinu gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær. Enski boltinn 13.8.2012 11:30 Butland eða Ruddy ver mark Englendinga Markvörðurinn Joe Hart og framherjinn Daniel Sturridge hafa dregið sig út úr landsliðshópi Englands. Englendingar mæta Ítölum í æfingaleik í Bern í Sviss á miðvikudag. Enski boltinn 13.8.2012 09:45 Rodwell til Manchester City Enski miðjumaðurinn Jack Rodwell hefur skrifað undir fimm ára samning við Englandsmeistara Manchester City. Enski boltinn 13.8.2012 09:00 Mancini býst við miklu af Tevez á komandi tímabili Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City segist geta treyst á Carlos Tevez á þessu tímabili. Enski boltinn 12.8.2012 20:30 Di Matteo ánægður með Hazard og Torres Roberto Di Matteo var ánægður með margt í leik sinna manna en fannst rauða spjaldið eyðileggja möguleika liðsins í 3-2 tapi gegn Manchester City í leik um Samfélagsskjöldinn. Enski boltinn 12.8.2012 18:00 Podolski skoraði tvö í endurkomu sinni Arsenal vann í dag öruggan 4-0 sigur á Köln í Þýskalandi. Þetta var síðasti undirbúningsleikur liðsins fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst í næstu viku. Enski boltinn 12.8.2012 17:34 Liverpool vann síðasta æfingarleik sinn fyrir úrvalsdeildina Liverpool vann síðasta undirbúningsleik sinn áður en tímabilið byrjar sannfærandi en leiknum lauk með 3-1 sigri Liverpool gegn Leverkusen. Enski boltinn 12.8.2012 17:15 Newcastle að kaupa miðjumann frá Ajax Newcastle virðast vera að ganga frá kaupunum á Vurnon Anita, 23 ára leikmanni sem leikur með Ajax í Hollandi. Newcastle hafa verið að leitast eftir að styrkja lið sitt og hafa lengi fylgst með Anita. Enski boltinn 12.8.2012 16:30 Manchester City vann tíu menn Chelsea - Chelsea manni færri í 47 mínútur Englandsmeistarar Manchester City byrjuðu tímabilið eins og þeir enduðu það eða með því að vinna titil. Liðið vann 3-2 sigur á bikarmeisturum Chelsea á Villa Park í árlegum leik meistaraliða síðasta árs um Samfélagsskjöldinn. Enski boltinn 12.8.2012 14:31 Everton og Manchester City komast að samkomulagi um Rodwell Enski miðjumaðurinn Jack Rodwell virðist vera fyrstu kaup Manchester City þetta sumarið en Everton gaf frá sér yfirlýsingu fyrir stuttu sem staðfesti samkomulag liðanna um kaupverð á honum. Enski boltinn 12.8.2012 12:15 Barry og Richards verða ekki með meisturum City í dag Ensku landsliðsmennirnir Gareth Barry og Micah Richards verða fjarri góðu gamni í dag þegar Englandsmeistarar Manchester City mæta bikarmeisturum Chelsea í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn sem fer fram á Villa Park. Leikurinn hefst klukkan 12.30 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn 12.8.2012 11:30 Di Matteo: Ég geri engar róttækar breytingar Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, ætlar ekki að gera miklar breytingar á því skipulagi sem færði félaginu tvo titla í lok síðasta. Di Matteo segir að Chelsea ætli ekki að fara spila fótbolta eins og Barcelona þrátt fyrir að hafa keypt nokkra sókndjarfa leikmenn í sumar. Enski boltinn 11.8.2012 22:45 « ‹ ›
Van Persie fór í læknisskoðun í kvöld Hollenski framherjinn Robin van Persie fór í læknisskoðun í Manchester í kvöld og er fastlega reiknað með því að hann skrifi undir fjögurra ára samning við Man. Utd á morgun. Enski boltinn 16.8.2012 22:45
Song líklega á leiðinni til Barcelona Arsenal er ekki hætt að selja sína bestu leikmenn en nú bendir flest til þess að miðjumaðurinn Alex Song sé á leið til Barcelona. Enski boltinn 16.8.2012 19:00
Framlínan að verða eins og árið 1999 Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að sóknarlína Man. Utd sé nú farinn að líkjast sóknarlínunni sem United stillti upp árið 1999 er það vann þrennuna fræga. Enski boltinn 16.8.2012 18:15
Anita orðinn leikmaður Newcastle Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United hefur gengið frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Vurnon Anita frá Ajax. Anita samdi við Newcastle til fimm ára. Enski boltinn 16.8.2012 12:45
Wenger: Áttum engra kosta völ nema að selja van Persie Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir Lundúnarfélagið ekki hafa átt neinn kost í stöðunni nema að selja stjörnuframherja sinn Robin van Persie til Manchester United. Enski boltinn 16.8.2012 10:30
Man. Utd búið að kaupa Van Persie frá Arsenal Stuðningsmenn Arsenal eru í sárum eftir að staðfest var nú í kvöld að Man. Utd væri búið að festa kaup á þeirra besta manni, Robin van Persie. Þetta er staðfest á heimasíðu Man. Utd. BBC segir að kaupverðið sé 24 milljónir punda og mun Hollendingurinn skrifa undir fjögurra ára samning. Enski boltinn 15.8.2012 18:42
Veðbankar í Englandi spá: City vinnur aftur titilinn en hvar enda hin liðin? Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi en Manchester City hefur þá titilvörn sína eftir dramatískan sigur á lokadegi síðustu leiktíðar. Veðbankar á Englandi hafa gefið út líkur liðanna tuttugu í deildinni á að vera enskir meistarar næsta vor. Enski boltinn 15.8.2012 18:30
Agger: Barcelona er eina félagið sem freistar mín Danski landsliðsmiðvörðurinn Daniel Agger er enn leikmaður Liverpool þrátt fyrir tilboð frá Englandsmeisturum Manchester City og hann segist ekki spenntur fyrir neinu öðru félagi íensku úrvalsdeildinni. Daninn viðurkennir samt að Barcelona væri áhugaverður möguleiki fyrir sig í framtíðinni. Enski boltinn 15.8.2012 18:00
Koscielny hjá Arsenal: Ef við byrjum vel þá getum við barist um titilinn Franski varnarmaðurinn Laurent Koscielny er sáttur með lífið hjá Arsenal og tilbúinn í titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þessi 26 ára miðvörður stóð sig vel á síðasta tímabili og gerði á dögunum nýjan samning við Arsenal. Enski boltinn 15.8.2012 18:00
Fabrice Muamba leggur skóna á hilluna Knattspyrnumaðurinn Fabrice Muamba mun ekki leika fleiri fótboltaleik á ferlinum en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Muamba er aðeins 24 ára gamall og hann hefur leikið með yngri landsliðum Englands. Hann varð fyrir því að hjarta hans stöðvaðist í leik vetur með Bolton og stóð endurlífgun yfir í 78 mínútur. Enski boltinn 15.8.2012 17:15
Hodgson vonast til þess að John Terry sleppi við refsingu Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, segist vonast til þess að aganefnd enska knattspyrnusambandsins refsi ekki John Terry fyrir framkomu sína í leik á móti Queens Park Rangers fyrir tæpu ári síðan. Enski boltinn 15.8.2012 14:15
Lampard vill ljúka ferlinum hjá Chelsea Frank Lampard hefur áhuga á því að ljúka ferlinu með enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Lampard, sem er 34 ára gamall, er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð en hann verður með enska landsliðinu í kvöld í vináttulandsleik gegn Ítalíu. Enski boltinn 15.8.2012 13:30
Mark Heiðars dugði ekki til Íslendingaliðið Cardiff City komst alla leið í enska deildarbikarnum á síðustu leiktíð en bikarævintýrið í ár var stutt því liðið er úr leik eftir 2-1 tap gegn Northampton. Enski boltinn 14.8.2012 23:43
Given hættur að spila með landsliði Íra Írinn Shay Given hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Markvörðurinn 36 ára lék 125 landsleiki fyrir þjóð sína sem er met. Enski boltinn 14.8.2012 10:15
Agger vill vera áfram hjá Liverpool Daniel Agger, leikmaður Liverpool, hefur tjáð sig um áhuga Manchester City á sér. Hann segist þó umfram allt vilja spila fyrir Liverpool. Enski boltinn 14.8.2012 08:59
Wenger gefst ekki upp á Van Persie Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki gefið upp alla von um að halda Robin van Persie hjá félaginu þó svo ekkert nýtt hafi gerst í viðræðum Van Persie við Lundúnafélagið. Enski boltinn 13.8.2012 18:15
Ryo lánaður til Wigan Arsenal er búið að lána japanska ungstirnið, Ryo Miyaichi, til Wigan út komandi leiktíð. Þessi 19 ára gamli vængmaður hefur ekki enn spilað deildarleik fyrir Arsenal síðan hann kom til félagsins árið 2010. Enski boltinn 13.8.2012 16:45
John Terry sleppur við bann í Meistaradeildinni John Terry, fyrirliði Chelsea, getur spilað með Chelsea í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Knattspyrnusamband Evrópu hefur tekið áfrýjun bannsins til greina og minnkað bannið í tvo leiki. Enski boltinn 13.8.2012 16:00
Ivanovic fer ekki í bann þrátt fyrir rautt spjald Branislav Ivanovic, varnarmaður Chelsea, þarf ekki að taka út þriggja leikja bann þrátt fyrir að hafa verið vísað af velli í 3-2 tapinu gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær. Enski boltinn 13.8.2012 11:30
Butland eða Ruddy ver mark Englendinga Markvörðurinn Joe Hart og framherjinn Daniel Sturridge hafa dregið sig út úr landsliðshópi Englands. Englendingar mæta Ítölum í æfingaleik í Bern í Sviss á miðvikudag. Enski boltinn 13.8.2012 09:45
Rodwell til Manchester City Enski miðjumaðurinn Jack Rodwell hefur skrifað undir fimm ára samning við Englandsmeistara Manchester City. Enski boltinn 13.8.2012 09:00
Mancini býst við miklu af Tevez á komandi tímabili Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City segist geta treyst á Carlos Tevez á þessu tímabili. Enski boltinn 12.8.2012 20:30
Di Matteo ánægður með Hazard og Torres Roberto Di Matteo var ánægður með margt í leik sinna manna en fannst rauða spjaldið eyðileggja möguleika liðsins í 3-2 tapi gegn Manchester City í leik um Samfélagsskjöldinn. Enski boltinn 12.8.2012 18:00
Podolski skoraði tvö í endurkomu sinni Arsenal vann í dag öruggan 4-0 sigur á Köln í Þýskalandi. Þetta var síðasti undirbúningsleikur liðsins fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst í næstu viku. Enski boltinn 12.8.2012 17:34
Liverpool vann síðasta æfingarleik sinn fyrir úrvalsdeildina Liverpool vann síðasta undirbúningsleik sinn áður en tímabilið byrjar sannfærandi en leiknum lauk með 3-1 sigri Liverpool gegn Leverkusen. Enski boltinn 12.8.2012 17:15
Newcastle að kaupa miðjumann frá Ajax Newcastle virðast vera að ganga frá kaupunum á Vurnon Anita, 23 ára leikmanni sem leikur með Ajax í Hollandi. Newcastle hafa verið að leitast eftir að styrkja lið sitt og hafa lengi fylgst með Anita. Enski boltinn 12.8.2012 16:30
Manchester City vann tíu menn Chelsea - Chelsea manni færri í 47 mínútur Englandsmeistarar Manchester City byrjuðu tímabilið eins og þeir enduðu það eða með því að vinna titil. Liðið vann 3-2 sigur á bikarmeisturum Chelsea á Villa Park í árlegum leik meistaraliða síðasta árs um Samfélagsskjöldinn. Enski boltinn 12.8.2012 14:31
Everton og Manchester City komast að samkomulagi um Rodwell Enski miðjumaðurinn Jack Rodwell virðist vera fyrstu kaup Manchester City þetta sumarið en Everton gaf frá sér yfirlýsingu fyrir stuttu sem staðfesti samkomulag liðanna um kaupverð á honum. Enski boltinn 12.8.2012 12:15
Barry og Richards verða ekki með meisturum City í dag Ensku landsliðsmennirnir Gareth Barry og Micah Richards verða fjarri góðu gamni í dag þegar Englandsmeistarar Manchester City mæta bikarmeisturum Chelsea í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn sem fer fram á Villa Park. Leikurinn hefst klukkan 12.30 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn 12.8.2012 11:30
Di Matteo: Ég geri engar róttækar breytingar Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, ætlar ekki að gera miklar breytingar á því skipulagi sem færði félaginu tvo titla í lok síðasta. Di Matteo segir að Chelsea ætli ekki að fara spila fótbolta eins og Barcelona þrátt fyrir að hafa keypt nokkra sókndjarfa leikmenn í sumar. Enski boltinn 11.8.2012 22:45