Sport

Burnley landaði Nugent á láni frá Portsmouth

Nýliðar Burnley náði að vinna Hull í kapphlaupi um framherjann David Nugent hjá Portsmouth rétt fyrir lok félagsskiptagluggans í dag en leikmaðurinn kemur til félagsins á sex mánaða lánssamning með möguleikanum á að félagsskiptin verði gerð varanleg að lánstímanum loknum.

Enski boltinn

Spalletti hættur hjá Roma

Luciano Spalletti hefur gefið það út að hann sé hættur sem knattspyrnustjóri AS Roma og halda ítalskir fjölmiðlar því fram að Claudio Ranieri muni taka við.

Fótbolti

Bentley ekki til City

Ekkert verður af því að David Bentley, leikmaður Tottenham.l fari til Manchester City eins og fréttastofa Sky Sports greindi frá í morgun.

Enski boltinn

Læknar banna Massa að keppa

Felipe Massa fær ekki að keppa í Formúlu 1 á þessu ári, en hann var til skoðunar hjá sérfræðingum á spítala í Florida í Bandaríkjunum í gær.

Formúla 1

Kranjcar á leið til Tottenham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segist hæstánægður með að Niko Kranjcar sé á leið til félagsins en það mun vera formsatriði að ganga frá félagaskiptum hans frá Portsmouth.

Enski boltinn

Renault gæti hætt vegna svindl ásakanna

Bernie Ecclestone segir að Renault sé í slæmum málum ef rétt reynist að liðið hafi vísvitandi beðið Nelson Piquet að keyra á vegg í Singapúr kappakstrinum í fyrra til að liðisinna Fernando Alonso. FIA, alþjóðabílasambandið er að kanna sannleiksgildi þess og skoða gögn um nýjar sannanir sem sagðar eru að séu komnar fram.

Formúla 1

Zlatan skoraði fyrir Barca

Zlatan Ibrahimovic skoraði í sínum fyrsta leik í spænsku úrvalsdeildinni með Barcelona er liðið vann 3-0 sigur á Sporting Gijon í kvöld.

Fótbolti