Sport

Stefán Arnarsson: Vorum lengi í gang

„Ég var ánægður með fyrstu 45 minúturnar og ósáttur við fyrstu fimmtán. Við vorum lengi í gang og það hefur háð okkur í mörgum leikjum en við höfum alltaf náð að snúa þessu okkur í hag," sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigur á Fylki í N1-deild kvenna í dag.

Handbolti

Magnús: Erum að berjast fyrir lífi okkar

„Það er eins og við dettum niður á hælanna og okkar sterkustu póstar ná sér ekki á strik. Það vantaði hraðaupphlaupin og markvörsluna en vörnin var að halda ágætlega á köflum," sagði Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, eftir tap gegn Val í dag.

Handbolti

Fannar: Eigum helling inni á öllum sviðum

„Mér fannst við ekkert sérstakir í dag, þetta var bara allt í lagi. Við eigum helling inni á öllum sviðum," sagði Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals eftir, 27-21, sigur á Fram í N1-deild karla í dag.

Handbolti

Þjálfari Fylkis: Leikmenn misstu móðinn

„Við lentum í miklu mótlæti og vorum komin með þriggja marka mun. Svo skipta þær um vörn og við náðum ekki að leysa það. Leikmenn misstu svo móðinn í framhaldinu sem getur gerst gegn svona sterku liði," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fylkis, eftir tap gegn Val í dag.

Handbolti

Raul gæti hætt næsta sumar

Real Madrid-goðsögnin er sagður vera að bræða það með sér að leggja skóna a hilluna næsta sumar. Hann er sagður vilja hætta áður en hann verður lítið annað en varamaður.

Fótbolti

Hermt að Mascherano sé búinn að semja við Barca

Blaðið Sunday Express greinir frá því í dag að umboðsmenn Argentínumannsins Javier Mascherano séu búnir að ná samkomulagi við Barcelona um laun leikmannsins. Blaðið segir því að Mascherano sé á förum frá Liverpool næsta sumar.

Fótbolti

Tiger vann í Ástralíu

Um 25 þúsund áhorfendur fengu nákvæmlega það sem þeir vildu frá Tiger Woods í nótt. Tiger spilaði gríðargott golf á lokahringnum og vann mótið í Melbourne með tveggja högga mun.

Golf

Ekki líklegt að NBA leggi treyju númer 23

Eins og Vísir greindi frá á föstudaginn þá stendur LeBron James fyrir átaki þar sem hann hvetur alla leikmenn deildarinnar með númerið 23 á bakinu til þess að leggja númerinu af virðingu við Michael Jordan.

Körfubolti

Enn hitnar undir Burley

Margir telja það með hreinum ólíkindum að George Burley sé enn í starfi hjá skoska knattspyrnusambandinu. Skoska landsliðið hefur nánast ekki gert neitt annað en að leggja Ísland síðan Burley tók við liðinu.

Fótbolti

Xabi sá um Argentínu

Xabi Alonso, miðjumaður Real Madrid, sá til þess að Spánverjar fögnuðu í kvöld er þeir mættu Argentínumönnum í vináttulandsleik.

Fótbolti

Lélegt jafntefli í Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði aðeins jafntefli, 1-1, gegn arfaslöku liði Lúxemborgar en liðin mættust ytra í dag. Garðar Jóhannsson skoraði mark Íslands í leiknum.

Íslenski boltinn