Umfjöllun: Enn syrtir í álinn hjá Frömurum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2009 17:20 Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. Valur tók á móti Fram og lauk leiknum með, 27-21, heimamönnum í vil. Flestir áttu von á auðveldum sigri heimamanna en fyrir leikinn voru Valsmenn í öðru sæti í deildinni, einu stigi á eftir Haukum. Fram sat í næst neðsta sæti deildarinnar eftir brösulega byrjun í upphafi móts en þeir náðu að krækja í sinn fyrsta sigur gegn HK í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og góðum varnarleik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Það voru svo heimamenn í Val sem tóku yfir og leiddu í hálfleik, 13-9. Magnús Erlendsson hélt gestunum í leiknum með flottum tilþrifum á meðan nafni hans Magnús Stefánsson reyndi hvað hann gat í sókninni og lét dynja á markið hinu megin með misgóðum árangri. Seinni hálfleik var stjórnað af heimamönnum. Þeir voru að spila hraðan sóknarleik sem virkaði vel. Þeir félagar Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Þór Friðgeir voru mjög sterkir og áttu góðan dag. Framarar neituðu að gefast upp og gáfu lítið eftir. Hinn ungi og efnilegi Arnar Birkir Hálfdánsson átti skemmtielgar rispur og var oft á tíðum sá sem að hélt trúnni í gestunum, óhræddur og frábær sóknarlega. En það dugði þó skammt og hefðu reynslu meiri menn liðsins mátt fylgja unga stráknum eftir. Heimamenn gáfu þó aldrei forystuna frá sér og leiddu allan seinni hálfleik án nokkura vandræða og lokatölur, 27-21, í Vodafone-höllinni í dag. Með sigrinum komst Valur á toppinn með átta stig, en Haukar sem eru einu stigi á eftir þeim eiga þó leik til góða. Valur - Fram 27 - 21 (13-9) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 5(9), Elvar Friðriksson 5(10), Arnór Þór Gunnarsson 4(8), Ernir Hrafn Arnarsson 4(8), Ingvar Árnason 3(4), Orri Freyr Gíslason 2(2), Sigfús Páll 1(2), Gunnar Ingi Jóhansson 1(4).Varin skot: Hlynur Morthens: 10, Ingvar Guðmundsson 1.Hraðaupphlaup: Ingvar Árnason, Arnór Þór Gunnarsson.Fiskuð víti: Gunnar Ingi Jóhansson 2, Ingvar Árnason og Fannar Þór Friðgeirsson.Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 5(7), Arnar Birkir Hálfdánsson 5(9), Magnús Stefánsson 4(11), Jóhann Karl Reynisson 2(3), Halldór Jóhann Sigfússon 2(3), Andri Berg Haraldsson 1(6), Ármann Kristjánsson 1(5).Varin skot: Magnús Erlendsson: 8.Hraðaupphlaup: Stefán Baldvins Stefánsson 3, Arnar Birki Hálfdánsson.Fiskuð víti: Magnús Stefánsson 3, Arnar Birkir Háldánsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon.Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. Valur tók á móti Fram og lauk leiknum með, 27-21, heimamönnum í vil. Flestir áttu von á auðveldum sigri heimamanna en fyrir leikinn voru Valsmenn í öðru sæti í deildinni, einu stigi á eftir Haukum. Fram sat í næst neðsta sæti deildarinnar eftir brösulega byrjun í upphafi móts en þeir náðu að krækja í sinn fyrsta sigur gegn HK í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og góðum varnarleik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Það voru svo heimamenn í Val sem tóku yfir og leiddu í hálfleik, 13-9. Magnús Erlendsson hélt gestunum í leiknum með flottum tilþrifum á meðan nafni hans Magnús Stefánsson reyndi hvað hann gat í sókninni og lét dynja á markið hinu megin með misgóðum árangri. Seinni hálfleik var stjórnað af heimamönnum. Þeir voru að spila hraðan sóknarleik sem virkaði vel. Þeir félagar Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Þór Friðgeir voru mjög sterkir og áttu góðan dag. Framarar neituðu að gefast upp og gáfu lítið eftir. Hinn ungi og efnilegi Arnar Birkir Hálfdánsson átti skemmtielgar rispur og var oft á tíðum sá sem að hélt trúnni í gestunum, óhræddur og frábær sóknarlega. En það dugði þó skammt og hefðu reynslu meiri menn liðsins mátt fylgja unga stráknum eftir. Heimamenn gáfu þó aldrei forystuna frá sér og leiddu allan seinni hálfleik án nokkura vandræða og lokatölur, 27-21, í Vodafone-höllinni í dag. Með sigrinum komst Valur á toppinn með átta stig, en Haukar sem eru einu stigi á eftir þeim eiga þó leik til góða. Valur - Fram 27 - 21 (13-9) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 5(9), Elvar Friðriksson 5(10), Arnór Þór Gunnarsson 4(8), Ernir Hrafn Arnarsson 4(8), Ingvar Árnason 3(4), Orri Freyr Gíslason 2(2), Sigfús Páll 1(2), Gunnar Ingi Jóhansson 1(4).Varin skot: Hlynur Morthens: 10, Ingvar Guðmundsson 1.Hraðaupphlaup: Ingvar Árnason, Arnór Þór Gunnarsson.Fiskuð víti: Gunnar Ingi Jóhansson 2, Ingvar Árnason og Fannar Þór Friðgeirsson.Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 5(7), Arnar Birkir Hálfdánsson 5(9), Magnús Stefánsson 4(11), Jóhann Karl Reynisson 2(3), Halldór Jóhann Sigfússon 2(3), Andri Berg Haraldsson 1(6), Ármann Kristjánsson 1(5).Varin skot: Magnús Erlendsson: 8.Hraðaupphlaup: Stefán Baldvins Stefánsson 3, Arnar Birki Hálfdánsson.Fiskuð víti: Magnús Stefánsson 3, Arnar Birkir Háldánsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon.Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita