Umfjöllun: Enn syrtir í álinn hjá Frömurum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2009 17:20 Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. Valur tók á móti Fram og lauk leiknum með, 27-21, heimamönnum í vil. Flestir áttu von á auðveldum sigri heimamanna en fyrir leikinn voru Valsmenn í öðru sæti í deildinni, einu stigi á eftir Haukum. Fram sat í næst neðsta sæti deildarinnar eftir brösulega byrjun í upphafi móts en þeir náðu að krækja í sinn fyrsta sigur gegn HK í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og góðum varnarleik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Það voru svo heimamenn í Val sem tóku yfir og leiddu í hálfleik, 13-9. Magnús Erlendsson hélt gestunum í leiknum með flottum tilþrifum á meðan nafni hans Magnús Stefánsson reyndi hvað hann gat í sókninni og lét dynja á markið hinu megin með misgóðum árangri. Seinni hálfleik var stjórnað af heimamönnum. Þeir voru að spila hraðan sóknarleik sem virkaði vel. Þeir félagar Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Þór Friðgeir voru mjög sterkir og áttu góðan dag. Framarar neituðu að gefast upp og gáfu lítið eftir. Hinn ungi og efnilegi Arnar Birkir Hálfdánsson átti skemmtielgar rispur og var oft á tíðum sá sem að hélt trúnni í gestunum, óhræddur og frábær sóknarlega. En það dugði þó skammt og hefðu reynslu meiri menn liðsins mátt fylgja unga stráknum eftir. Heimamenn gáfu þó aldrei forystuna frá sér og leiddu allan seinni hálfleik án nokkura vandræða og lokatölur, 27-21, í Vodafone-höllinni í dag. Með sigrinum komst Valur á toppinn með átta stig, en Haukar sem eru einu stigi á eftir þeim eiga þó leik til góða. Valur - Fram 27 - 21 (13-9) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 5(9), Elvar Friðriksson 5(10), Arnór Þór Gunnarsson 4(8), Ernir Hrafn Arnarsson 4(8), Ingvar Árnason 3(4), Orri Freyr Gíslason 2(2), Sigfús Páll 1(2), Gunnar Ingi Jóhansson 1(4).Varin skot: Hlynur Morthens: 10, Ingvar Guðmundsson 1.Hraðaupphlaup: Ingvar Árnason, Arnór Þór Gunnarsson.Fiskuð víti: Gunnar Ingi Jóhansson 2, Ingvar Árnason og Fannar Þór Friðgeirsson.Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 5(7), Arnar Birkir Hálfdánsson 5(9), Magnús Stefánsson 4(11), Jóhann Karl Reynisson 2(3), Halldór Jóhann Sigfússon 2(3), Andri Berg Haraldsson 1(6), Ármann Kristjánsson 1(5).Varin skot: Magnús Erlendsson: 8.Hraðaupphlaup: Stefán Baldvins Stefánsson 3, Arnar Birki Hálfdánsson.Fiskuð víti: Magnús Stefánsson 3, Arnar Birkir Háldánsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon.Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. Valur tók á móti Fram og lauk leiknum með, 27-21, heimamönnum í vil. Flestir áttu von á auðveldum sigri heimamanna en fyrir leikinn voru Valsmenn í öðru sæti í deildinni, einu stigi á eftir Haukum. Fram sat í næst neðsta sæti deildarinnar eftir brösulega byrjun í upphafi móts en þeir náðu að krækja í sinn fyrsta sigur gegn HK í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og góðum varnarleik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Það voru svo heimamenn í Val sem tóku yfir og leiddu í hálfleik, 13-9. Magnús Erlendsson hélt gestunum í leiknum með flottum tilþrifum á meðan nafni hans Magnús Stefánsson reyndi hvað hann gat í sókninni og lét dynja á markið hinu megin með misgóðum árangri. Seinni hálfleik var stjórnað af heimamönnum. Þeir voru að spila hraðan sóknarleik sem virkaði vel. Þeir félagar Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Þór Friðgeir voru mjög sterkir og áttu góðan dag. Framarar neituðu að gefast upp og gáfu lítið eftir. Hinn ungi og efnilegi Arnar Birkir Hálfdánsson átti skemmtielgar rispur og var oft á tíðum sá sem að hélt trúnni í gestunum, óhræddur og frábær sóknarlega. En það dugði þó skammt og hefðu reynslu meiri menn liðsins mátt fylgja unga stráknum eftir. Heimamenn gáfu þó aldrei forystuna frá sér og leiddu allan seinni hálfleik án nokkura vandræða og lokatölur, 27-21, í Vodafone-höllinni í dag. Með sigrinum komst Valur á toppinn með átta stig, en Haukar sem eru einu stigi á eftir þeim eiga þó leik til góða. Valur - Fram 27 - 21 (13-9) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 5(9), Elvar Friðriksson 5(10), Arnór Þór Gunnarsson 4(8), Ernir Hrafn Arnarsson 4(8), Ingvar Árnason 3(4), Orri Freyr Gíslason 2(2), Sigfús Páll 1(2), Gunnar Ingi Jóhansson 1(4).Varin skot: Hlynur Morthens: 10, Ingvar Guðmundsson 1.Hraðaupphlaup: Ingvar Árnason, Arnór Þór Gunnarsson.Fiskuð víti: Gunnar Ingi Jóhansson 2, Ingvar Árnason og Fannar Þór Friðgeirsson.Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 5(7), Arnar Birkir Hálfdánsson 5(9), Magnús Stefánsson 4(11), Jóhann Karl Reynisson 2(3), Halldór Jóhann Sigfússon 2(3), Andri Berg Haraldsson 1(6), Ármann Kristjánsson 1(5).Varin skot: Magnús Erlendsson: 8.Hraðaupphlaup: Stefán Baldvins Stefánsson 3, Arnar Birki Hálfdánsson.Fiskuð víti: Magnús Stefánsson 3, Arnar Birkir Háldánsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon.Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira