Sport

Gerrard og Torres fara ekki með til Napoli

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, heldur sig við þann sið að hvíla lykilleikmenn í Evrópudeildinni og hann hefur ákveðið að skilja þá Steven Gerrard og Fernando Torres eftir er liðið fer til Napolí.

Fótbolti

Ranieri tekur ekki í mál að hætta

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er enn eina ferðina á ferlinum lentur í vandræðum með lið sitt. Það gengur hvorki né rekur hjá honum og neyðarlegt 3-1 tap fyrir Basel í Meistaradeildinni í gær fyllti mælinn hjá mörgum.

Fótbolti

Benitez vill fá Kuyt og Afellay

Rafa Benitez, þjálfari Inter, er á fullu að undirbúa kaup i janúar. Efstir á óskalista hans eru Hollendingarnir Dirk Kuyt og Ibrahim Afellay, leikmaður PSV, sem og Gareth Bale hjá Spurs.

Fótbolti

Ancelotti vill ekki tjá sig um Rooney

Chelsea er eitt þeirra liða sem talið er hafa fjárhagslega burði til þess að kaupa Wayne Rooney. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, býst við síendurtekningum spurningum um Rooney næstu vikurnar.

Enski boltinn

Real Madrid og Barcelona hafa áhuga á Rooney

Þó svo yfirmenn Real Madrid segist ekki hafa áhuga á því að kaupa Wayne Rooney frá Man. Utd segist þjálfarinn, José Mourinho, hafa mikinn áhuga á leikmanninum. Hann spáir því þó að Rooney verði áfram hjá félaginu.

Fótbolti

Oddur: Erum með sjálfstraustið í botni

„Þeir mættu brjálaðir til leiks, við vorum ekki með neitt vanmat enda vissum við að þeir væru búnir að vinna nokkra leiki í röð og úr varð hörkuleikur sem við erum ánægðir að klára," sagði Oddur Grétarsson leikmaður Akureyrar eftir 30-29 sigur í Digranesinu á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins.

Handbolti

Kristinn: Við ætlum ekki að vera sama liðið í allan vetur

„Það er alltaf sárt að detta út úr bikarnum sama eins og allar aðrar keppnir, það er alltaf sárt að detta úr keppnum. Menn hljóta að fara í bikarkeppnina til að fara í höllina eins og maður fer í Íslandsmótið til að komast í úrslitakeppnina" sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK eftir tap sinna manna gegn Akureyri í kvöld.

Handbolti

Atli : Aðalatriðið er að komast áfram

„Ég er ekkert sérstaklega ánægður með leikinn sem slíkan nema það við börðumst áfram, kláruðum þetta undir lokin og erum komnir áfram " sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyri eftir 30-29 sigur í Digranesinu á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins.

Handbolti

Chelsea í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigur í Moskvu

Chelsea er áfram með fullt hús í Meistaradeildinni eftir 2-0 sigur á rússneska liðinu Spartak Moskvu í Moskvu í uppgjöri toppliðanna í F-riðli í dag. Bæði lið höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og hafði Spartak ekki fengið á sig mark fyrir leikinn. Chelsea skoraði bæði mörkin sín í leiknum í fyrri hálfleiknum.

Fótbolti

Fyrirliði Leiknismanna samdi við Val

Halldór Kristinn Halldórsson hefur gert þriggja ára samning við Valsmenn en hann hefur verið fyrirliði Leiknismanna undanfarin ár og var einn af lykilmönnunum á bak við frábæran árangur liðsins í 1. deildinni í sumar. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Val.

Íslenski boltinn