Sport

Öll mörk helgarinnar á visir.is, myndbönd

Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram um helgina. Tveir leikir fóru fram í gær og vakti 3:0 sigur Sunderland á útivelli gegn Englandsmeisturum Chelsea hvað mesta athygli. Samantekt úr 13. umferð má finna visir.is ásamt ýmsu öðru myndefni. Má þar nefna bestu tilþrifin hjá markvörðum, fimm bestu mörkin og lið umferðarinnar.

Enski boltinn

Wayne Rooney gæti spilað á móti Wigan

Wayne Rooney gæti spilað á nýjan leik með Manchester United á móti Wigan um næstu helgi en hann mun byrja að æfa á fullu með liðinu í þessari viku. Rooney hefur verið frá í meira en mánuð vegna ökklameiðsla.

Enski boltinn

Íþróttir geta verið sársaukafullar

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að lið sitt hafi gert mistök sem kostuðu Fernando Alonso möguleikann á meistaratitli ökumanna í gær í lokamótinu í Abu Dhabi.

Formúla 1

Íþróttaandinn færði Red Bull tvo titla

Christian Horner hjá Red Bull telur að sterkur liðsandi hjá Red Bull hafi fært þeim báða meistaratitla í Formúlu 1, en Sebastian Vettel tryggði liðinu titil ökumanna í gær. Um síðustu helgi vann liðið titil bílasmiða.

Formúla 1

Vettel grét af gleði í endamarkinu

Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi.

Formúla 1

Ancelotti: Þetta var vondur dagur

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var ekki í góðu skapi eftir að hans lið hafði verið flengt á heimavelli gegn Sunderland. Hann sagði að sitt lið hefði einfaldlega ekki átt góðan dag.

Enski boltinn

Alonso svekktur eftir mistök Ferrari

Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari.

Formúla 1

Real Madrid aftur á toppinn

Real Madrid komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er það lagði Sporting Gijon, 0-1, á útivelli. Það var Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain sem skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti

Nelson tryggði Orlando sigur

Jameer Nelson tryggði Orlando Magic sigur gegn New Jersey Nets í NBA deildinni í körfuknattleik. Leikstjórnandinn skoraði 4 sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir að Orlando tapaði sínum þriðja leik í röð. Lokatölur 91-90.

Körfubolti