Sport

Hlustið á nýja lagið um Hernandez

Mexíkóinn Javier Hernandez hefur heldur betur slegið í gegn hjá stuðningsmönnum Man. Utd á þessari leiktíð. Hann var keyptur frá Chivas í sumar og hefur staðið sig betur en menn þorðu að vona.

Enski boltinn

Logi: Héldum partý eftir skellinn á móti Akureyri

Logi Geirsson og félagar í FH komust aftur á sigurbraut í N1 deildinni með átta marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Logi var rólegur í leiknum en hann var mjög sáttur með sigurinn. Hann segir að partý eftir skellinn á móti Akureyri um síðustu helgi hafi hjálpað mönnum að rífa sig upp.

Handbolti

Ólafur: Við þurfum að rífa okkur upp

Ólafur Guðmundsson var markahæstur hjá FH-ingum í átta marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld og hann var mjög ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir skell á móti Akureyri á heimavelli um síðustu helgi.

Handbolti

Bjarni: Ég vil biðja Rothöggið opinberlega afsökunar

Bjarni Aron Þórðarson var markahæstur hjá Aftureldingu í tapinu á móti FH í kvöld en hann var allt annað en ánægður í leikslok og bað stuðningsmannasveit liðsins afsökunar á frammistöðu liðsins. FH vann nýliðana örugglega með átta mörkum að Varmá, 27-19.

Handbolti

Logi fer í pásu eftir Haukaleikinn

Logi Geirsson ætlar að taka sér hvíld frá handbolta eftir leik FH og Hauka á þriðjudaginn. Logi hefur verið að drepast í öxlinni upp á síðkastið, hefur ekkert getað æft og ekkert getað skotið í leikjunum.

Handbolti

Sebastían: Vandamálið er andlegt

Við vorum aldrei inn í þessum leik, ekkert frekar en í öllum heimaleikjunum okkar í vetur,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, eftir tapið gegn Fram í kvöld. Selfyssingar töpuðu 30-38 gegn Fram í áttundu umferð N1 deild-karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi.

Handbolti

Halldór Jóhann: Mikið sjálfstraust komið í liðið

„Þetta var fínn sigur hjá okkur en við spiluðum ekki vel í seinni hálfleiknum,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, leikmaður Fram, eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1 deild-karla í kvöld.

Handbolti

Umfjöllun: Fram vann auðveldan sigur á Selfossi

Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist.

Handbolti

Gunnar Heiðar og félagar í úrvalsdeild

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í norska liðinu Fredrikstad tryggðu sér í kvöld sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið vann þá stórsigur, 4-0, á Hönefoss í síðari umspilsleik liðanna.

Fótbolti

Martin Kaymer gæti unnið sér inn 310 milljónir kr. með sigri í Dubai

Martin Kaymer gerði sig líklegan til þess að ná efsta sæti heimslistans í golfi með því að leika á 67 höggum í dag á fyrsta keppnisdegi Dubai heimsmótsins. Sigurvegari mótsins fær um 140 milljónir kr. í sinn hlut og sá sem verður í efsta sæti peningalistans fær um 170 milljónir kr. fyrir þann árangur. Ef sami aðilinn sigrar og endar í efsta sæti peningalistans fær hann samtals um 310 milljónir kr.

Golf

Kobe Bryant þakkar Michael Jackson fyrir góð ráð

Kobe Bryant hefur nú viðurkennt að einn af mentorum hans, þegar hann var ungur leikmaður að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni, hafi verið enginn annar en Konungur popsins, Michael Jackson. Jackson sá sjálfan sig í Kobe Bryant og vildi veita honum góð ráð sem Kobe segir nú hafa reynst sér vel.

Körfubolti

Þjálfari Cluj rekinn fyrir karate-spark - myndband

Sorin Cartu, þjálfari CFR Cluj, var í dag rekinn frá félaginu vegna hegðunnar sinnar á Meistaradeildarleik Cluj og Basel í vikunni. Cartu er þekktur fyrir skapbresti sína og reiðiköst en nú gekk þessi 55 ára gamli Rúmeni of langt.

Fótbolti

Skoska sambandið búið að finna erlenda dómara

Það verður spilað í skoska fótboltanum um næstu helgi þrátt fyrir að skoskir dómarar verði þá í verkfalli til að mótmæla gagnrýni á störf sín undanfarið. Það eru þó ekki íslenskir dómarar sem koma til bjargar heldur dómarar frá öðrum Evrópulöndum.

Fótbolti

Fyrirliði FCK: Við verðum að skera hendurnar af Grönkjær

William Kvist, fyrirliði FC Kaupmannahöfn var ekkert alltof sáttur eftir 1-0 tap liðsins á móti Rubin Kazan í Rússlandi í Meistaradeildinni í gær. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem var dæmd á Jesper Grönkjær fyrir að kýla boltann. Þetta sást ekki fyrr en eftir margar endursýningar en dómarinn var í engum vafa og dæmdi vítið.

Fótbolti

Bragi þjálfar Fjölnisstelpurnar

Bragi H. Magnússon hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Fjölnis í Iceland Express deildinni en Bragi sem þjálfaði síðast karlalið Stjörnunnar tekur við liðinu af Eggerti Maríusyni sem hætti á dögunum. Þetta kom fyrst fram á karfan.is

Körfubolti