Sport

Samningaviðræður Stefáns Gíslasonar og Viking ganga hægt

Norska blaðið Aftenbladet fjallar í dag um samningaviðræður Viking við Stefán Gíslason sem eru í gangi þessa daganna en í fréttinni er bæði viðtal við Egil Østenstad, íþróttastjóri Viking og Stefán Gíslason sjálfan. Stefán Gíslason hefur verið út í kuldanum hjá danska liðin Bröndby í langan tíma en er með samning við félagið til 2012.

Fótbolti

Balotelli með tvö í öruggum sigri Manchester City

Manchester City tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar með 3-0 sigri á austuríska liðinu Red Bull Salzburg á heimavelli í kvöld. Ítalska liðið Juventus er hinsvegar úr leik efir 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan í Póllandi.

Fótbolti

Birmingham sló út nágrannana í Aston Villa

Nikola Zigic tryggði Birmingham 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Aston Villa í kvöld og þar með sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins. B-deildarliðið Ipswich, lið Roy Keane, komst einnig í undanúrslitin eftir 1-0 sigur á úrvalsdeildarliði West Bromwich Albion.

Enski boltinn

Rhein-Neckar Löwen vann þriggja marka sigur á Kiel í kvöld

Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar, vann þriggja marka sigur á Kiel, liði Alfreðs Gíslasonar, 29-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Ólafur Stefánsson og Aron Pálmarsson áttu báðir góðan leik í kvöld, Ólafur var frábær í seinni hálfleik en Aron átti sviðið í þeim fyrri.

Handbolti

Logi skoraði fimm þrista þriðja leikinn í röð

Logi Gunnarsson skoraði 23 stig og hitti úr 75 prósent skota sinna (9 af 12) þegar Solna Vikings vann öruggan sextán stiga útisigur á 08 Stokkhólmi, 92-76, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Solna-liðið var með frumkvæðið allan leikinn og tólf stiga forskot í hálfleik, 47-35.

Körfubolti

Lund sér ekki eftir því að hafa farið til Löwen

Norðmaðurinn Børge Lund mun mæta sínum fyrrum félögum í kvöld þegar Rhein-Neckar Löwen tekur á móti Kiel í risaleik kvöldsins í þýska handboltanum. Lund lék með Kiel fram á síðasta sumar og vann þrjá meistaratitla með félaginu.

Handbolti

Wayne og Coleen skírðu í kastala í Skotlandi

Wayne og Coleen Rooney eru loksins búin að skíra son sinn sem var nefndur Kai. Þau fóru alla leið til Skotlands til þess að skíra drenginn síðasta sunnudag. Flogið var heim í þyrlu daginn eftir en Wayne mætti samt of seint á æfingu.

Enski boltinn

Maldonado frá Venúsúela ráðinn sem ökumaður Williams

Pastor Maldonado frá Venúsúela var í dag staðfestur sem ökumaður Williams Cosworth á næsta ári við hliðina á Rubens Barrichello frá Brasilíu. Maldonado sem er 25 ára varð meistari í GP2 mótaröðinni á þessu ári og prófaði Williams bíl á æfingu í Abu Dhabi á dögunum, eftir lokamótið í Formúlu 1.

Formúla 1

Sevilla á eftir Park

Hinn 29 ára gamli Suður-Kóreubúi, Park Ji-Sung, er undir smásjá spænska liðsins Sevilla sem vill kaupa hann frá Man. Utd i janúar. Forráðamenn Sevilla hafa þegar sett sig í samband við umboðsmann leikmannsins.

Enski boltinn

Inter vill líka fá Guardiola

Orðrómurinn um að Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, muni hætta með liðið næsta sumar verður sífellt háværari þó svo hann sé samningsbundinn Barcelona til ársins 2012.

Fótbolti

Matteo Manassero nýliði ársins á Evrópumótaröðinni

Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október.

Golf

Arrhenius gengur í raðir Kiel

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er búinn að finna lausn á línumannavandræðum sínum en Svíinn sterki, Marcus Ahlm, varð fyrir því óhappi að handleggsbrotna um daginn.

Handbolti