Maldonado frá Venúsúela ráðinn sem ökumaður Williams 1. desember 2010 15:33 Pastor MalDonado með starfsmanni Williams á æfingu í Abu Dhabi. Mynd: Getty Images/Andrew Hone Pastor Maldonado frá Venúsúela var í dag staðfestur sem ökumaður Williams Cosworth á næsta ári við hliðina á Rubens Barrichello frá Brasilíu. Maldonado sem er 25 ára varð meistari í GP2 mótaröðinni á þessu ári og prófaði Williams bíl á æfingu í Abu Dhabi á dögunum, eftir lokamótið í Formúlu 1. "Ég tók fyrst eftir Maldonado í Mónakó árið 2007, þegar hann ók listavel. Síðan þá hefur hann minnt á sig með hæfileikum og sigrum, sérstaklega í GP mótaröðinni í ár. Hann vann m.a. sex mót í röð. Okkur hlakkar til að þroska hæfileika hans í vetur og hlakkar til samvinnunnar á næsta ári", sagði Frank Williams um það að Maldonado hefur verið ráðinn. Williams sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag. "Það eru mér forréttindi að Williams hefur ráðið mig sem keppnisökumanna og góðir endir á mögnuðu ári hjá mér", sagði Maldonado. "Ég prófaði bíl liðsins í Abu Dhabi, en ég get ekki beðið að hefja störf, til að mæta vel undirbúinn á næsta ári. Þá verður ökumaður frá Venúsúela í fyrsta skipti í nærri 30 ár í Formúlu 1. Ég mun því leita eftir hagstæðum úrslitum fyrir þann stuðning sem land mitt hefur fært mér til að komast í þessa stöðu", sagði Maldonado. Mest lesið Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Formúla 1 Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Handbolti Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Fótbolti Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Enski boltinn Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Fótbolti Í beinni: KR - Valur | Reykjavíkurslagur af bestu gerð Körfubolti Engin kona meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólks heims á síðasta ári Sport Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pastor Maldonado frá Venúsúela var í dag staðfestur sem ökumaður Williams Cosworth á næsta ári við hliðina á Rubens Barrichello frá Brasilíu. Maldonado sem er 25 ára varð meistari í GP2 mótaröðinni á þessu ári og prófaði Williams bíl á æfingu í Abu Dhabi á dögunum, eftir lokamótið í Formúlu 1. "Ég tók fyrst eftir Maldonado í Mónakó árið 2007, þegar hann ók listavel. Síðan þá hefur hann minnt á sig með hæfileikum og sigrum, sérstaklega í GP mótaröðinni í ár. Hann vann m.a. sex mót í röð. Okkur hlakkar til að þroska hæfileika hans í vetur og hlakkar til samvinnunnar á næsta ári", sagði Frank Williams um það að Maldonado hefur verið ráðinn. Williams sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag. "Það eru mér forréttindi að Williams hefur ráðið mig sem keppnisökumanna og góðir endir á mögnuðu ári hjá mér", sagði Maldonado. "Ég prófaði bíl liðsins í Abu Dhabi, en ég get ekki beðið að hefja störf, til að mæta vel undirbúinn á næsta ári. Þá verður ökumaður frá Venúsúela í fyrsta skipti í nærri 30 ár í Formúlu 1. Ég mun því leita eftir hagstæðum úrslitum fyrir þann stuðning sem land mitt hefur fært mér til að komast í þessa stöðu", sagði Maldonado.
Mest lesið Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Formúla 1 Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Handbolti Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Fótbolti Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Enski boltinn Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Fótbolti Í beinni: KR - Valur | Reykjavíkurslagur af bestu gerð Körfubolti Engin kona meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólks heims á síðasta ári Sport Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira